Býst við fleiri félagaskiptabombum úr Eyjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2021 23:01 Bjarni Fritzson býst við að ÍBV sæki fleiri sterka leikmenn fyrir næsta tímabil. stöð 2 sport Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu meðal annars um hræringar á félagaskiptamarkaðnum í Olís-deild karla í Lokaskotinu. Þeir eiga von á fleiri stóru félagaskiptum. Mikið líf hefur verið á félagaskiptamarkaðnum þótt þessu tímabili sé langt frá því að vera lokið. Tilkynnt hefur verið um heimkomu Gunnars Steins Jónssonar, Rúnars Kárasonar og Óðins Þórs Ríkharðssonar og þá munu Björgvin Páll Gústavsson, Arnar Freyr Ársælsson og Einar Rafn Eiðsson færa sig um set innann Olís-deildarinnar. „Glugginn breyttist í fyrra þegar hann var opnaður 1. janúar. Þá fara þau lið sem eru skipulögð strax í þetta og byrja að undirbúa næsta tímabil. Þetta eru góðar bombur,“ sagði Bjarni Fritzson. „KA ætlar að halda áfram og það er rosalega gott að sjá það. Þeir ætla að taka næsta skref. Rúnar Kárason til Vestmannaeyja. Ég hugsa að við eigum eftir að sjá meira þaðan, eitthvað gott.“ Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Einar Andri Einarsson segist enn vera að venjast þessum nýja veruleika, að félagaskipti séu tilkynnt svona snemma. „Þetta er að verða pínu skrítið núna. Það eru tveir til þrír að koma hér og fara og spila svo við nýja liðið sitt. Við þekkjum þetta að utan en þetta er öðruvísi. Ég er ekki enn búinn að venjast þessu,“ sagði Einar Andri. Bjarni trúir ekki öðru en þetta hafi áhrif á þá leikmenn sem vita að þeir munu skipta um lið eftir tímabilið, sama þótt þeir segi annað. „Þetta getur truflað, burtséð frá því sem allir segja. Þetta getur klárlega truflað og farið í allar áttir,“ sagði Bjarni. Horfa má á Lokaskotið í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV: „Hvað ertu að gera Toggi?“ Eyjamenn unnu dramatískan sigur á Fram í Safarmýrinni í Olís deild karla í handbolta um helgina og það var full ástæða fyrir Seinni bylgjuna að skoða betur síðustu sóknir þessa æsispennandi leiks. 26. apríl 2021 15:30 „Viss um að Gróttustrákunum líður ekkert sérstaklega vel“ Þórsarar fengu mikið lof í Seinni bylgjunni í gærkvöld eftir sigurinn frækna gegn Val í Olís-deild karla í handbolta. Eftir sigurinn eygja Þórsarar svo sannarlega von um að halda sér í deildinni. 26. apríl 2021 14:01 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Mikið líf hefur verið á félagaskiptamarkaðnum þótt þessu tímabili sé langt frá því að vera lokið. Tilkynnt hefur verið um heimkomu Gunnars Steins Jónssonar, Rúnars Kárasonar og Óðins Þórs Ríkharðssonar og þá munu Björgvin Páll Gústavsson, Arnar Freyr Ársælsson og Einar Rafn Eiðsson færa sig um set innann Olís-deildarinnar. „Glugginn breyttist í fyrra þegar hann var opnaður 1. janúar. Þá fara þau lið sem eru skipulögð strax í þetta og byrja að undirbúa næsta tímabil. Þetta eru góðar bombur,“ sagði Bjarni Fritzson. „KA ætlar að halda áfram og það er rosalega gott að sjá það. Þeir ætla að taka næsta skref. Rúnar Kárason til Vestmannaeyja. Ég hugsa að við eigum eftir að sjá meira þaðan, eitthvað gott.“ Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Einar Andri Einarsson segist enn vera að venjast þessum nýja veruleika, að félagaskipti séu tilkynnt svona snemma. „Þetta er að verða pínu skrítið núna. Það eru tveir til þrír að koma hér og fara og spila svo við nýja liðið sitt. Við þekkjum þetta að utan en þetta er öðruvísi. Ég er ekki enn búinn að venjast þessu,“ sagði Einar Andri. Bjarni trúir ekki öðru en þetta hafi áhrif á þá leikmenn sem vita að þeir munu skipta um lið eftir tímabilið, sama þótt þeir segi annað. „Þetta getur truflað, burtséð frá því sem allir segja. Þetta getur klárlega truflað og farið í allar áttir,“ sagði Bjarni. Horfa má á Lokaskotið í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV: „Hvað ertu að gera Toggi?“ Eyjamenn unnu dramatískan sigur á Fram í Safarmýrinni í Olís deild karla í handbolta um helgina og það var full ástæða fyrir Seinni bylgjuna að skoða betur síðustu sóknir þessa æsispennandi leiks. 26. apríl 2021 15:30 „Viss um að Gróttustrákunum líður ekkert sérstaklega vel“ Þórsarar fengu mikið lof í Seinni bylgjunni í gærkvöld eftir sigurinn frækna gegn Val í Olís-deild karla í handbolta. Eftir sigurinn eygja Þórsarar svo sannarlega von um að halda sér í deildinni. 26. apríl 2021 14:01 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV: „Hvað ertu að gera Toggi?“ Eyjamenn unnu dramatískan sigur á Fram í Safarmýrinni í Olís deild karla í handbolta um helgina og það var full ástæða fyrir Seinni bylgjuna að skoða betur síðustu sóknir þessa æsispennandi leiks. 26. apríl 2021 15:30
„Viss um að Gróttustrákunum líður ekkert sérstaklega vel“ Þórsarar fengu mikið lof í Seinni bylgjunni í gærkvöld eftir sigurinn frækna gegn Val í Olís-deild karla í handbolta. Eftir sigurinn eygja Þórsarar svo sannarlega von um að halda sér í deildinni. 26. apríl 2021 14:01