Innlent

Fjöldi barna á Eyrarbakka og Stokkseyri í sóttkví

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Barnaskólinn er sóttur af börnum á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Barnaskólinn er sóttur af börnum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Barnaskolinn.is

Öll börn í 1. til 6. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þurfa að fara í sóttkví til þriðjudags þar sem þau voru útsett fyrir Covid-19 smiti. Nemandi við skólann greindist með Covid-19 á laugardag.

Í orðsendingu frá Páli Sveinssyni skólastjóra til foreldra á heimasíðu skólans kemur fram að nmandi hafi síðast verið í skólanum þriðjudaginn 20. apríl en ekki verið greindur fyrr en á laugardaginn.

Að kröfu smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis þurfi öll börnin að fara í sóttkví. Sýnatakan fer fram á morgun en þá verða sjö dagar liðnir frá því að börnin urðu útsett fyrir smiti.

Skólastarf fellur því niður í dag og morgun á yngra stigi. Ef nemendur fá neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku geta þau mætt í skólann daginn eftir.

Innan við eitt hundrað nemendur eru á yngra stigi skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×