Vill skipta yfir í ódýrari hraðpróf við landamærin Snorri Másson skrifar 25. apríl 2021 20:48 Sigríður Á. Andersen hefur verið ósátt við aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við Covid-19. Stöð 2 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, talaði fyrir einfaldari skimun fyrir Covid-19 við landamærin í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hún vill hætta að skima fólk að lokinni sóttkví við komuna til landsins. Sigríður var spurð hvað hún gerði mætti hún ein ráða aðgerðum við landamærin. „Ég myndi fara að huga að því að taka út aðra skimun eftir komuna og svo þurfa menn auðvitað líka að fara að huga að því hvort ekki sé hægt að fara að styðjast við meiri hraðpróf og ódýrari próf, sem hafa verið þróuð og eru tilbúin, í stað þessara PCR-prófa sem eru mikið inngrip. Ég hef gert fyrirvara við skimun á börnum og ungabörnum með þessi PCR-próf á landamærum hér, sem eru ekki framkvæmd af fagaðilum. Hún er gríðarlegt inngrip og getur valdið tjóni ef hún er ekki rétt gerð. Þannig að ég held að við ættum að fara að horfa í einhverjar einfaldari skimanir,“ sagði Sigríður. Veiran dettur ekki af himnum ofan Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kvaðst þvert á móti vilja loka landinu fyrir allri umferð ferðamanna, alltént allri „ónauðsynlegri umferð.“ Ef fólk komi til landsins skuli það skilyrðislaust í sóttvarnahús á vegum stjórnvalda. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Stöð 2 Þeir sem fá undanþágur til dvalar á eigin heimili í sóttkví skulu að mati Ingu sjálfir greiða fyrir það og sæta eftirliti yfirvalda meðan á sóttkvínni stendur. „Við erum búin að sjá það að það hefur ekki alveg haldið. Menn hafa verið að brjóta sóttkví alls staðar og við höfum verið að takast á við mikla vá ítrekað af því að það eru þarna úti einstaklingar sem virða hvorki heiður né sóma. Þeir brjóta þessar reglur og gefa lítið fyrir aðra samlanda sína,“ sagði Inga. „Það er sárara en tárum taki að horfa upp á það hvernig fólk tekur því með léttúð sem er að gerast í heiminum. Þar sem við erum fámennt lítið samfélag norður á hjara veraldar var okkur í lófa lagið að lifa í veirufríu landi, ekkert að læra að lifa með veirunni, ekki neitt slíkt, við vitum öll hvaðan hún kemur. Hún kemur um landamærin. Hún dettur ekki af himnum ofan,“ sagði Inga. Heilbrigðisstarfsfólk á meðal þeirra sem eru að koma heim til Íslands Sigríður Andersen sagði að Íslendingar væru háðir því að fá fólk frá útlöndum og hingað til lands til að vinna hér ýmis störf. Það gildi jafnt um sjúkrahúsin og í sjávarútvegi. Þannig hefði alger lokun landsins haft lamandi áhrif á atvinnulífið. „Ef menn ætla að taka upp svona aðgerðir eins og Inga er að leggja til að hér hefði átt að gera, hefðu menn því þurft að svara því hvort hér ætti að fresta lífsnauðsynlegum aðgerðum.“ „Ef mönnum hefði hugnast þessi aðgerð, af hverju komu þeir ekki með þessa tillögu í janúar? Flokkur fólksins hefur ekki lagt fram nokkurt einasta þingmál eða gert eina einustu tillögu um þetta,“ sagði Sigríður. Umræðurnar má sjá í heild í Víglínu dagsins, þar sem einnig er rætt við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hér að neðan er brot úr öðrum hluta þáttarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Þrettán greindust innanlands og allir í sóttkví Þrettán greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Enginn greindist á landamærum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 25. apríl 2021 10:47 Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. 23. apríl 2021 14:17 Leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamanna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamenna í sóttvarnahúsi en gert var ráð fyrir í upprunalegum hugmyndum ráðherra. Hann hefur skilað minniblaði þar að lútandi til ráðhera. 23. apríl 2021 12:23 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Sigríður var spurð hvað hún gerði mætti hún ein ráða aðgerðum við landamærin. „Ég myndi fara að huga að því að taka út aðra skimun eftir komuna og svo þurfa menn auðvitað líka að fara að huga að því hvort ekki sé hægt að fara að styðjast við meiri hraðpróf og ódýrari próf, sem hafa verið þróuð og eru tilbúin, í stað þessara PCR-prófa sem eru mikið inngrip. Ég hef gert fyrirvara við skimun á börnum og ungabörnum með þessi PCR-próf á landamærum hér, sem eru ekki framkvæmd af fagaðilum. Hún er gríðarlegt inngrip og getur valdið tjóni ef hún er ekki rétt gerð. Þannig að ég held að við ættum að fara að horfa í einhverjar einfaldari skimanir,“ sagði Sigríður. Veiran dettur ekki af himnum ofan Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kvaðst þvert á móti vilja loka landinu fyrir allri umferð ferðamanna, alltént allri „ónauðsynlegri umferð.“ Ef fólk komi til landsins skuli það skilyrðislaust í sóttvarnahús á vegum stjórnvalda. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Stöð 2 Þeir sem fá undanþágur til dvalar á eigin heimili í sóttkví skulu að mati Ingu sjálfir greiða fyrir það og sæta eftirliti yfirvalda meðan á sóttkvínni stendur. „Við erum búin að sjá það að það hefur ekki alveg haldið. Menn hafa verið að brjóta sóttkví alls staðar og við höfum verið að takast á við mikla vá ítrekað af því að það eru þarna úti einstaklingar sem virða hvorki heiður né sóma. Þeir brjóta þessar reglur og gefa lítið fyrir aðra samlanda sína,“ sagði Inga. „Það er sárara en tárum taki að horfa upp á það hvernig fólk tekur því með léttúð sem er að gerast í heiminum. Þar sem við erum fámennt lítið samfélag norður á hjara veraldar var okkur í lófa lagið að lifa í veirufríu landi, ekkert að læra að lifa með veirunni, ekki neitt slíkt, við vitum öll hvaðan hún kemur. Hún kemur um landamærin. Hún dettur ekki af himnum ofan,“ sagði Inga. Heilbrigðisstarfsfólk á meðal þeirra sem eru að koma heim til Íslands Sigríður Andersen sagði að Íslendingar væru háðir því að fá fólk frá útlöndum og hingað til lands til að vinna hér ýmis störf. Það gildi jafnt um sjúkrahúsin og í sjávarútvegi. Þannig hefði alger lokun landsins haft lamandi áhrif á atvinnulífið. „Ef menn ætla að taka upp svona aðgerðir eins og Inga er að leggja til að hér hefði átt að gera, hefðu menn því þurft að svara því hvort hér ætti að fresta lífsnauðsynlegum aðgerðum.“ „Ef mönnum hefði hugnast þessi aðgerð, af hverju komu þeir ekki með þessa tillögu í janúar? Flokkur fólksins hefur ekki lagt fram nokkurt einasta þingmál eða gert eina einustu tillögu um þetta,“ sagði Sigríður. Umræðurnar má sjá í heild í Víglínu dagsins, þar sem einnig er rætt við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hér að neðan er brot úr öðrum hluta þáttarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Þrettán greindust innanlands og allir í sóttkví Þrettán greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Enginn greindist á landamærum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 25. apríl 2021 10:47 Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. 23. apríl 2021 14:17 Leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamanna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamenna í sóttvarnahúsi en gert var ráð fyrir í upprunalegum hugmyndum ráðherra. Hann hefur skilað minniblaði þar að lútandi til ráðhera. 23. apríl 2021 12:23 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Þrettán greindust innanlands og allir í sóttkví Þrettán greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Enginn greindist á landamærum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 25. apríl 2021 10:47
Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. 23. apríl 2021 14:17
Leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamanna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamenna í sóttvarnahúsi en gert var ráð fyrir í upprunalegum hugmyndum ráðherra. Hann hefur skilað minniblaði þar að lútandi til ráðhera. 23. apríl 2021 12:23