Forsetinn segir ekki ljóst að Rússar beri ábyrgð á sprengingunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2021 14:02 Milos Zeman, forseti Tékklands. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Milos Zeman, forseti Tékklands, sagði í dag að enn sé ekki víst hvort að rússneskir leyniþjónustumenn hafi borið ábyrgð á sprengingu sem varð í vopnageymslu landinu árið 2014. Hann sagði einnig möguleika á því að sprengingin hafi aðeins verið slys og ekki megi skjóta loku fyrir þá kenningu. Fyrir aðeins viku síðan vísuðu yfirvöld í Tékklandi átján rússneskum erindrekum úr landi og lýstu í leið eftir tveimur rússneskum útsendurum vegna sprengingarinnar. Útsendararnir sem lýst var eftir eru þeir sömu og voru sakaðir um að eitra fyrir Seirgei Skripal og dóttur hans með taugaeitrinu Novichok í Salsibury í Bretlandi árið 2018. Auk þeirra 18 erindreka sem Tékkar hafa vísað úr landi hafa tékknesk yfirvöld gert 63 rússneskum diplómötum að yfirgefa landið fyrir lok maí. Rússar hafa harðneitað aðkomu að sprengingunni. Þetta er fyrsta skiptið sem Zeman tjáir sig um málið og sagði hann tvær meginkenningar ráða för í rannsókn málsins. „Við erum að skoða tvær rannsóknarkenningar – sú fyrsta er sú að sprengingin hafi orðið vegna þess að einhver sem ekki þekkti til hafi handleikið sprengiefni og hin er sú að þetta hafi tengst aðgerðum erlendra útsendara,“ sagði Zeman í ræðu sem var send út í ríkissjónvarpi landsins. „Ég tek báðar kenningarnar alvarlega og ég vil að þær verði báðar rannsakaðar í þaula,“ sagði Zeman. Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, sagði í síðustu viku að grunur yfirvalda um aðild Rússa í málinu væri vel rökstudd. Engin önnur kenning kæmi til greina. Zeman er þekktur fyrir að vera nokkuð hliðhollur Rússum og hefur hann meðal annars kallað eftir því að Tékkland kaupi Sútnik V, bóluefni Rússa gegn kórónuveirunni. Forsetahlutverkið í Tékklandi líkist nokkuð forsetahlutverkinu hér á Íslandi og hefur Zeman því engin völd til að taka slíkar ákvarðanir. Þá hefur Zeman einnig talað fyrir því að fara í samstarf við Rosatom, kjarnorkustofnun Rússlands, við að byggja upp kjarnorkuver í Tékklandi. Tékkland Rússland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fyrir aðeins viku síðan vísuðu yfirvöld í Tékklandi átján rússneskum erindrekum úr landi og lýstu í leið eftir tveimur rússneskum útsendurum vegna sprengingarinnar. Útsendararnir sem lýst var eftir eru þeir sömu og voru sakaðir um að eitra fyrir Seirgei Skripal og dóttur hans með taugaeitrinu Novichok í Salsibury í Bretlandi árið 2018. Auk þeirra 18 erindreka sem Tékkar hafa vísað úr landi hafa tékknesk yfirvöld gert 63 rússneskum diplómötum að yfirgefa landið fyrir lok maí. Rússar hafa harðneitað aðkomu að sprengingunni. Þetta er fyrsta skiptið sem Zeman tjáir sig um málið og sagði hann tvær meginkenningar ráða för í rannsókn málsins. „Við erum að skoða tvær rannsóknarkenningar – sú fyrsta er sú að sprengingin hafi orðið vegna þess að einhver sem ekki þekkti til hafi handleikið sprengiefni og hin er sú að þetta hafi tengst aðgerðum erlendra útsendara,“ sagði Zeman í ræðu sem var send út í ríkissjónvarpi landsins. „Ég tek báðar kenningarnar alvarlega og ég vil að þær verði báðar rannsakaðar í þaula,“ sagði Zeman. Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, sagði í síðustu viku að grunur yfirvalda um aðild Rússa í málinu væri vel rökstudd. Engin önnur kenning kæmi til greina. Zeman er þekktur fyrir að vera nokkuð hliðhollur Rússum og hefur hann meðal annars kallað eftir því að Tékkland kaupi Sútnik V, bóluefni Rússa gegn kórónuveirunni. Forsetahlutverkið í Tékklandi líkist nokkuð forsetahlutverkinu hér á Íslandi og hefur Zeman því engin völd til að taka slíkar ákvarðanir. Þá hefur Zeman einnig talað fyrir því að fara í samstarf við Rosatom, kjarnorkustofnun Rússlands, við að byggja upp kjarnorkuver í Tékklandi.
Tékkland Rússland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira