Innlent

Tveir snarpir skjálftar fundust á höfuðborgarsvæðinu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Upptök jarðskjálftanna voru við suðausturenda Kleifarvatns.
Upptök jarðskjálftanna voru við suðausturenda Kleifarvatns.

Tveir jarðskjálftar um og yfir þrír að stærð mældust um fjóra kílómetra norðaustur af Krýsuvík um hádegisbil í dag.

Fyrri skjálftinn mældist klukkan 11:38 og var 3,1 að stærð og hinn skjálftinn mældist á svipuðum slóðum um klukkustund síðar og var 3,0 að stærð.

Þetta staðfestir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Báðir skjálftarnir fundust á höfuðborgarsvæðinu og hefur Veðurstofunni borist nokkrar tilkynningar þar um. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hristust meðal annars glerskápar í Vesturbænum.

„Þetta eru skjálftar vegna hreyfinga á flekaskilunum,“ segir Salóme. Aðspurð segir hún fátt nýtt að frétta af eldgosinu við Fagradalsfjall. „Við sjáum svo sem sömu vefmyndavélar og allir aðrir og það er ekkert að sjá á þeim núna, það er svo mikið þoka. Þannig það er voða lítið hægt að segja um hvað sé að frétta af gosinu,“ segir Salóme. Skjálftarnir í dag séu ekki til marks um einhverjar breytingar á gosinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×