Átti að vera í sóttkví en hundsaði öll fyrirmæli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 07:30 Lögreglan gerði úttekt á veitingastöðum í miðborginni í gærkvöldi og athugaði hvort reglum um sóttvarnir og skráningu gesta væri framfylgt. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Lögregla kannaði ástand veitingastaða í miðborg Reykjavíkur í gær með tilliti til sóttvarna og þess hvort gestir væru skráðir samkvæmt reglum. Víðast hvar var reglum um sóttvarnir og skráningu gesta fullnægt en fengu starfsmenn á tveimur veitingastöðum tiltal varðandi hvað betur mætti fara. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fékk hins vegar margar tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum vegna partístands og hárrar tónlistar frá klukkan ellefu í gærkvöldi til fimm í morgun. Lögregla var jafnframt kölluð til vegna ölvaðs erlends ferðamanns sem lét illum látum á hóteli þar sem hann átti að vera í sóttkví en hunsaði öll fyrirmæli. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Steig út úr bifreið sem rann á lögreglubílinn Þá var tilkynnt um líkamsárás um klukkan tíu í gærkvöldi þar sem tveir menn réðust á þann þriðja. Árásarþoli fékk hnefahögg í gagnauga og var með áverka eftir árásina. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en fyrir liggur hverjir þeir eru og er málið í rannsókn. Að vanda hafði lögregla afskipti af þónokkrum fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt, meðal annars sautján ára stúlku sem sinnti ekki stöðvunartilmælum lögreglu í fyrstu. Þegar bifreiðin var loks stöðvuð steig stúlkan sem var undir stýri út úr bílnum, án þess að tryggja bifreiðina með þeim afleiðingum að bíllinn rann á lögreglubifreiðina. Stúlkan er grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna en var sótt af móður sinni á lögreglustöð að lokinni sýnatöku. Lögregla hafði jafnframt afskipti af öðrum ökumanni sem var gripinn við þá iðju að spóla á bifreið sinni þannig að hjólbarði sprakk með miklum hávaða. Var hann ekki talinn sýna næga tillitssemi og varúð og var skýrsla rituð um málið. Loks var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr fataverslun þegar klukkan var um tuttugu mínútur yfir eitt í nótt. Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fékk hins vegar margar tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum vegna partístands og hárrar tónlistar frá klukkan ellefu í gærkvöldi til fimm í morgun. Lögregla var jafnframt kölluð til vegna ölvaðs erlends ferðamanns sem lét illum látum á hóteli þar sem hann átti að vera í sóttkví en hunsaði öll fyrirmæli. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Steig út úr bifreið sem rann á lögreglubílinn Þá var tilkynnt um líkamsárás um klukkan tíu í gærkvöldi þar sem tveir menn réðust á þann þriðja. Árásarþoli fékk hnefahögg í gagnauga og var með áverka eftir árásina. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en fyrir liggur hverjir þeir eru og er málið í rannsókn. Að vanda hafði lögregla afskipti af þónokkrum fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt, meðal annars sautján ára stúlku sem sinnti ekki stöðvunartilmælum lögreglu í fyrstu. Þegar bifreiðin var loks stöðvuð steig stúlkan sem var undir stýri út úr bílnum, án þess að tryggja bifreiðina með þeim afleiðingum að bíllinn rann á lögreglubifreiðina. Stúlkan er grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna en var sótt af móður sinni á lögreglustöð að lokinni sýnatöku. Lögregla hafði jafnframt afskipti af öðrum ökumanni sem var gripinn við þá iðju að spóla á bifreið sinni þannig að hjólbarði sprakk með miklum hávaða. Var hann ekki talinn sýna næga tillitssemi og varúð og var skýrsla rituð um málið. Loks var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr fataverslun þegar klukkan var um tuttugu mínútur yfir eitt í nótt.
Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira