Sóttu að Bjarna og skilja ekkert í breyttum viðmiðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2021 14:00 Bjarni á leið á blaðamannafundinn í Hörpu í gær sem þingmönnum þótti sumum hverjum illskiljanlegur. Vísir/Vilhelm Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. „Fundurinn þótti frekar ruglingslegur og skildi fólk eftir með fleiri spurningar en svör,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Nokkrir þingmenn lýstu furðu sinni yfir því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að breyta viðmiði yfir farþega sem verður skylt að fara í sóttvarnahús við komuna til landsins. Sóttvarnalæknir lagði til strangara viðmið þegar heilbrigðisráðherra lagði fram fyrri reglugerð um sóttvarnahús sem var síðar dæmd ólögmæt. Nýju reglurnar kveða á um skyldudvöl í sóttkví fyrir farþega frá löndum þar sem nýgengi smita er þúsund á hverja hundrað þúsund íbúa. Sóttvarnalæknir segir viðmiðin ekki frá sér komin. Verri staða en lægri viðmið Logi beindi fyrirspurn sinni til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og spurði hvers vegna hertar aðgerðir væru miðaðar við nýgengi smita yfir 750 á hverja 100 þúsund en ekki 500 eins og miðað var við í þriggja vikna gamalli reglugerð um sóttvarnahús, sem stóðst svo ekki lög. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur Samfylkinguna hafa gefið ríkisstjórninni nauðsynlegt spark í rassinn.Vísir/Vilhelm „Í dag er staðan talsvert verri en samt tilkynnir ríkisstjórnin að hækka eigi fjöldaviðmið svo mikið að nánast ekkert land í Evrópu er skilgreint sem hááhættusvæði,“ sagði Logi. Ekkert Evrópuland nema mögulega San Marínó sé skilgreint með fleiri en 1000 smit á 100 þúsund íbúa sem skikki fólk í sóttvarnahús. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, höfðu einnig á orði að fundurinn hefði verið ruglingslegur. Bjarni tiltók ýmsar aðgerðir sem gripið hafi verið til á landamærum undanfarna mánuði eftir því sem tilefni hafi þótt til. Skimanir hjá bólusettufólki á landamærum og tvöföld skimun með sóttkví á milli hjá fólki með neikvætt-PCR próf. Fjögur lönd falla undir „Það er rangt að engin lönd falli innan þeirra viðmiðunarmarka,“ sagði Bjarni og tiltók Pólland, Holland, Frakkland og Ungverjaland. „Þarna gildir ófrávíkjanleg regla, ekki nema nauðsynlegar ferðir og engar undanþágur frá sóttvarnahótelinu.“ Fyrir aðra gildi sú meginregla að fara á sóttvarnahótel. Undanþágu þurfi til að komast hjá því en fram hefur komið að sækja þarf um slíka undanþágu með tveggja sólarhringa fyrirvara áður en komið er til landsins. Þar þarf að greina frá trúverðugum áformum um dvöl í fullnægjandi húsnæði. Ekki liggur fyrir hvernig áform verði metin trúverðug. Bjarni Benediktsson telur Loga Einarsson vera að misskilja aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Vísir/vilhelm Logi benti á að ekkert af löndunum fjórum hefði nýgengi yfir 1000. Eina landið þar sem fólk yrði að fara á sóttkvíarhótel væri San Marínó samkvæmt skilgreiningu stjórnvalda. Bjarni skildi ekki eigin sinni aðgerðirnar sjálfur. „Ég heyri að háttvirtur þingmaður telji að ég misskilji eitthvað. En ég tel að það sé öfugt farið,“ sagði Bjarni. Ástæðan væri sú að einstök svæði í þeim löndum væri með nýgengi yfir 1000 á hverja 100 þúsund íbúa. Miðað væri við versta svæði í hverju landi. Það sé tilfellið í löndunum fjórum. „En þetta getur auðvitað breyst yfir tíma. Hugmyndin er að uppfæra viðmiðunartölur varðandi þetta vikulega hér innanlands.“ Vonast til að geta aflétt með öllu eftir sex vikur Fylgst verði með þróuninni en lykilatriði sé að fá skjól á landamærum til að geta hafist handa við afléttingar innanlands. Bjarni svaraði ekki þeim hluta spurningar Loga hvers vegna viðmiðunartölur hefðu hækkað frá því sem var þegar miða átti við 500 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð að því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvort ekki hefði verið hægt að tryggja landamærin enn betur með allsherjarskyldu. „Við getum reist okkur gríðarlega ýtarlegt regluverk en það verður mjög erfitt að koma í veg fyrir að það sé aldrei neinn sem brjóti þær reglur.“ Fram kom á vef stjórnarráðsins í gær að öllum afléttingum gæti verið létt eftir sex vikur þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Viðmið ekki komin frá Þórólfi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að hann hefði ekki ráðlagt stjórnvöldum að setja þetta nýja viðmið. Hann lagði til að miðað yrði við nýgengi upp á 500 í aðdraganda þess að reglugerðin um sóttvarnahús var sett fyrir nokkrum vikum. „Nei þessi tala er ekki komin frá mér. Ég held það sé margt óljóst ennþá hvernig frumvarpið verður og hvernig það verður endanlega afgreitt; hvort þessi tala verður inni í frumvarpinu en hvort sóttvarnalækni verði falið að skilgreina þessi áhættulönd, það verður bara að koma í ljós.“ Síðdegis birti sóttvarnalæknir svo lista yfir þau lönd sem hann telur að séu með nýgengi smita yfir 750 annars vegar og 1000 hins vegar. Þau má sjá að neðan. Fólk sem kemur frá löndunum í vinstri dálkinum þurfa eins og staðan er núna að fara í sóttvarnahús, stundum nefnt sóttkvíarhótel, við komuna til landsins. Fólk frá löndunum í hægri dálkinum getur sótt um undanþágu frá meginreglunni sem er dvöl í húsinu. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Fundurinn þótti frekar ruglingslegur og skildi fólk eftir með fleiri spurningar en svör,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Nokkrir þingmenn lýstu furðu sinni yfir því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að breyta viðmiði yfir farþega sem verður skylt að fara í sóttvarnahús við komuna til landsins. Sóttvarnalæknir lagði til strangara viðmið þegar heilbrigðisráðherra lagði fram fyrri reglugerð um sóttvarnahús sem var síðar dæmd ólögmæt. Nýju reglurnar kveða á um skyldudvöl í sóttkví fyrir farþega frá löndum þar sem nýgengi smita er þúsund á hverja hundrað þúsund íbúa. Sóttvarnalæknir segir viðmiðin ekki frá sér komin. Verri staða en lægri viðmið Logi beindi fyrirspurn sinni til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og spurði hvers vegna hertar aðgerðir væru miðaðar við nýgengi smita yfir 750 á hverja 100 þúsund en ekki 500 eins og miðað var við í þriggja vikna gamalli reglugerð um sóttvarnahús, sem stóðst svo ekki lög. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur Samfylkinguna hafa gefið ríkisstjórninni nauðsynlegt spark í rassinn.Vísir/Vilhelm „Í dag er staðan talsvert verri en samt tilkynnir ríkisstjórnin að hækka eigi fjöldaviðmið svo mikið að nánast ekkert land í Evrópu er skilgreint sem hááhættusvæði,“ sagði Logi. Ekkert Evrópuland nema mögulega San Marínó sé skilgreint með fleiri en 1000 smit á 100 þúsund íbúa sem skikki fólk í sóttvarnahús. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, höfðu einnig á orði að fundurinn hefði verið ruglingslegur. Bjarni tiltók ýmsar aðgerðir sem gripið hafi verið til á landamærum undanfarna mánuði eftir því sem tilefni hafi þótt til. Skimanir hjá bólusettufólki á landamærum og tvöföld skimun með sóttkví á milli hjá fólki með neikvætt-PCR próf. Fjögur lönd falla undir „Það er rangt að engin lönd falli innan þeirra viðmiðunarmarka,“ sagði Bjarni og tiltók Pólland, Holland, Frakkland og Ungverjaland. „Þarna gildir ófrávíkjanleg regla, ekki nema nauðsynlegar ferðir og engar undanþágur frá sóttvarnahótelinu.“ Fyrir aðra gildi sú meginregla að fara á sóttvarnahótel. Undanþágu þurfi til að komast hjá því en fram hefur komið að sækja þarf um slíka undanþágu með tveggja sólarhringa fyrirvara áður en komið er til landsins. Þar þarf að greina frá trúverðugum áformum um dvöl í fullnægjandi húsnæði. Ekki liggur fyrir hvernig áform verði metin trúverðug. Bjarni Benediktsson telur Loga Einarsson vera að misskilja aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Vísir/vilhelm Logi benti á að ekkert af löndunum fjórum hefði nýgengi yfir 1000. Eina landið þar sem fólk yrði að fara á sóttkvíarhótel væri San Marínó samkvæmt skilgreiningu stjórnvalda. Bjarni skildi ekki eigin sinni aðgerðirnar sjálfur. „Ég heyri að háttvirtur þingmaður telji að ég misskilji eitthvað. En ég tel að það sé öfugt farið,“ sagði Bjarni. Ástæðan væri sú að einstök svæði í þeim löndum væri með nýgengi yfir 1000 á hverja 100 þúsund íbúa. Miðað væri við versta svæði í hverju landi. Það sé tilfellið í löndunum fjórum. „En þetta getur auðvitað breyst yfir tíma. Hugmyndin er að uppfæra viðmiðunartölur varðandi þetta vikulega hér innanlands.“ Vonast til að geta aflétt með öllu eftir sex vikur Fylgst verði með þróuninni en lykilatriði sé að fá skjól á landamærum til að geta hafist handa við afléttingar innanlands. Bjarni svaraði ekki þeim hluta spurningar Loga hvers vegna viðmiðunartölur hefðu hækkað frá því sem var þegar miða átti við 500 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð að því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvort ekki hefði verið hægt að tryggja landamærin enn betur með allsherjarskyldu. „Við getum reist okkur gríðarlega ýtarlegt regluverk en það verður mjög erfitt að koma í veg fyrir að það sé aldrei neinn sem brjóti þær reglur.“ Fram kom á vef stjórnarráðsins í gær að öllum afléttingum gæti verið létt eftir sex vikur þegar stærstur hluti fullorðinna Íslendinga hefur fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Viðmið ekki komin frá Þórólfi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í dag að hann hefði ekki ráðlagt stjórnvöldum að setja þetta nýja viðmið. Hann lagði til að miðað yrði við nýgengi upp á 500 í aðdraganda þess að reglugerðin um sóttvarnahús var sett fyrir nokkrum vikum. „Nei þessi tala er ekki komin frá mér. Ég held það sé margt óljóst ennþá hvernig frumvarpið verður og hvernig það verður endanlega afgreitt; hvort þessi tala verður inni í frumvarpinu en hvort sóttvarnalækni verði falið að skilgreina þessi áhættulönd, það verður bara að koma í ljós.“ Síðdegis birti sóttvarnalæknir svo lista yfir þau lönd sem hann telur að séu með nýgengi smita yfir 750 annars vegar og 1000 hins vegar. Þau má sjá að neðan. Fólk sem kemur frá löndunum í vinstri dálkinum þurfa eins og staðan er núna að fara í sóttvarnahús, stundum nefnt sóttkvíarhótel, við komuna til landsins. Fólk frá löndunum í hægri dálkinum getur sótt um undanþágu frá meginreglunni sem er dvöl í húsinu.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent