Drekkja sorgum sínum á sóttkvíarhótelinu Snorri Másson skrifar 22. apríl 2021 15:26 Eitt stærsta hótel landsins er um þessar mundir sóttkvíarhótel, þar sem fólk er fast inni í herbergi í minnst fimm daga. Þá verður að hafa eitthvað við að vera og margir treysta þar á Bakkus. Vísir/Egill Ekkert kemur í veg fyrir að fólk neyti áfengis á sóttkvíarhótelinu á Fosshóteli, nema ef vera skyldi að það á auðvitað ekki heimangengt úr sóttkví í Vínbúðina. Sú verslun býður ekki upp á heimsendingu. Ef vinir og vandamenn gesta koma færandi hendi er það að sögn hótelstjóra sjálfsögð þjónusta starfsfólks hótelsins að fara með vínið upp á herbergi til gestanna, sem fylla nú 230 af 320 herbergjum hótelsins. Þetta leiðir þó ekki til háskalegs partístands, enda jafnan aðeins einn eða tveir gestir á hverju herbergi: „Fólk má ekki eiga neinn samgang á milli, þannig að þú getur ekki verið með neitt partí. Þú ert þá bara einn að drekkja sorgum þínum uppi á herbergi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson sóttkvíarhótelstjóri. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Vísi hafa borist ábendingar um gesti sem hafa gengið fullhratt um gleðinnar dyr á hótelinu, jafnvel þannig að öðrum þyki nóg um. „Auðvitað höfum við þurft að biðja fólk um að lækka og eitthvað slíkt, en það hefur ekki verið neitt stórkostlegt vesen með þetta,“ segir Gylfi. Sé gesti fært vín af þriðja aðila er farið með það til hans á herbergið. „Hins vegar ef hann verður síðan til vandræða með þetta þurfum við að grípa inn í það,“ segir Gylfi. Gylfi bendir á að Fríhöfnin sé í fullu fjöri og að margir komi með vín þaðan með sér. Vín er þó ekki selt á sóttkvíarhótelinu. Ekki er nema von að fólk leiti leiða til að stytta sér stundir, enda dvölin minnst fimm dagar og ekki víst að komast yfirleitt út í göngutúr. Sumir komast bara einu sinni út á meðan á dvölinni stendur. Á þessari stundu er farþegum frá níu löndum skylt án undantekninga að fara í sóttkví á hótelinu við komuna til landsins. Á meðal landa þer eru Holland, Pólland, Frakkland og Úrúgvæ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ef vinir og vandamenn gesta koma færandi hendi er það að sögn hótelstjóra sjálfsögð þjónusta starfsfólks hótelsins að fara með vínið upp á herbergi til gestanna, sem fylla nú 230 af 320 herbergjum hótelsins. Þetta leiðir þó ekki til háskalegs partístands, enda jafnan aðeins einn eða tveir gestir á hverju herbergi: „Fólk má ekki eiga neinn samgang á milli, þannig að þú getur ekki verið með neitt partí. Þú ert þá bara einn að drekkja sorgum þínum uppi á herbergi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson sóttkvíarhótelstjóri. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Vísi hafa borist ábendingar um gesti sem hafa gengið fullhratt um gleðinnar dyr á hótelinu, jafnvel þannig að öðrum þyki nóg um. „Auðvitað höfum við þurft að biðja fólk um að lækka og eitthvað slíkt, en það hefur ekki verið neitt stórkostlegt vesen með þetta,“ segir Gylfi. Sé gesti fært vín af þriðja aðila er farið með það til hans á herbergið. „Hins vegar ef hann verður síðan til vandræða með þetta þurfum við að grípa inn í það,“ segir Gylfi. Gylfi bendir á að Fríhöfnin sé í fullu fjöri og að margir komi með vín þaðan með sér. Vín er þó ekki selt á sóttkvíarhótelinu. Ekki er nema von að fólk leiti leiða til að stytta sér stundir, enda dvölin minnst fimm dagar og ekki víst að komast yfirleitt út í göngutúr. Sumir komast bara einu sinni út á meðan á dvölinni stendur. Á þessari stundu er farþegum frá níu löndum skylt án undantekninga að fara í sóttkví á hótelinu við komuna til landsins. Á meðal landa þer eru Holland, Pólland, Frakkland og Úrúgvæ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20
Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41