Höfði stendur þeim Blinken og Lavrov til boða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2021 15:07 Guðlaugur Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í hádeginu. Vísir/Vilhelm „Þessar fréttir eru nýtilkomnar og eru mikið gleðiefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um staðfesta komu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands hingað til lands í maí. Tilefnið er fundur aðildarríkja Norðurskautsráðsins en ráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðfesti komu sína á fundinn í gær og áður hafði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gert slíkt hið sama. Hann mun leiða sendinefnd Rússa á fundinum og taka við formennsku í ráðinu af Íslandi til næstu tveggja ára. Önnur mál ekki rædd á fundi Norðurskautsráðs „Fundurinn verður náttúrulega fyrst og fremst um Norðurslóðamálin. Það hefur verið og er skynsamlegt að í ráðinu er aðeins verið að ræða þau mál. En það segir sig sjálft að það mun ekkert skaða að menn hittast. Það kemur bara gott út úr því,“ segir Guðlaugur Þór. „En það er mikil ánægja að sjá að þeir eru báðir eru búnir að tilkynna þátttöku sína og ég á von á því að hinir mæti líka. Það er stórt mál að við erum að halda þennan fund núna.“ Aðalatriðið sé að þegar komi að samtali sem þessu séu Íslendingar alltaf tilbúnir að liðka fyrir. Það muni ekki standa á Íslendingum að hjálpa til við slíkt. Og bjóða fram húsakost sé þess óskað. Höfði og fleiri fundarstaðir til boða „Það liggur fyrir að Reykjavíkurborg er tilbúin til þess að bjóða fram Höfða ef svo ber undir en auðvitað eru margir fleiri fundarstaðir sem koma til greina,“ segir Guðlaugur Þór. 35 ár eru síðan Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev, þá leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, funduðu í húsinu. Margur góður fundurinn hefur farið fram í Höfða, bæði fyrir þann tíma og eftir. Guðlaugur leggur áherslu að mjög skynsamlegt sé að halda öðrum álitamálum fyrir utan fund Norðurskautsráðsins. Vilji menn ræða önnur mál sé það gert utan fundarins. Hvort það verði þurfi að koma í ljós. En ætli þeir muni gista á sóttvarnarhóteli við komuna til landsins? „Við munum örugglega finna einhverjar leiðir til að gera þetta þannig að það ógni engu þegar kemur að sóttvörnum. En samt þannig að það verður auðvelt að halda þennan fund.“ Utanríkismál Norðurslóðir Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46 Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Tilefnið er fundur aðildarríkja Norðurskautsráðsins en ráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðfesti komu sína á fundinn í gær og áður hafði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gert slíkt hið sama. Hann mun leiða sendinefnd Rússa á fundinum og taka við formennsku í ráðinu af Íslandi til næstu tveggja ára. Önnur mál ekki rædd á fundi Norðurskautsráðs „Fundurinn verður náttúrulega fyrst og fremst um Norðurslóðamálin. Það hefur verið og er skynsamlegt að í ráðinu er aðeins verið að ræða þau mál. En það segir sig sjálft að það mun ekkert skaða að menn hittast. Það kemur bara gott út úr því,“ segir Guðlaugur Þór. „En það er mikil ánægja að sjá að þeir eru báðir eru búnir að tilkynna þátttöku sína og ég á von á því að hinir mæti líka. Það er stórt mál að við erum að halda þennan fund núna.“ Aðalatriðið sé að þegar komi að samtali sem þessu séu Íslendingar alltaf tilbúnir að liðka fyrir. Það muni ekki standa á Íslendingum að hjálpa til við slíkt. Og bjóða fram húsakost sé þess óskað. Höfði og fleiri fundarstaðir til boða „Það liggur fyrir að Reykjavíkurborg er tilbúin til þess að bjóða fram Höfða ef svo ber undir en auðvitað eru margir fleiri fundarstaðir sem koma til greina,“ segir Guðlaugur Þór. 35 ár eru síðan Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev, þá leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, funduðu í húsinu. Margur góður fundurinn hefur farið fram í Höfða, bæði fyrir þann tíma og eftir. Guðlaugur leggur áherslu að mjög skynsamlegt sé að halda öðrum álitamálum fyrir utan fund Norðurskautsráðsins. Vilji menn ræða önnur mál sé það gert utan fundarins. Hvort það verði þurfi að koma í ljós. En ætli þeir muni gista á sóttvarnarhóteli við komuna til landsins? „Við munum örugglega finna einhverjar leiðir til að gera þetta þannig að það ógni engu þegar kemur að sóttvörnum. En samt þannig að það verður auðvelt að halda þennan fund.“
Utanríkismál Norðurslóðir Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46 Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46
Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23