Höfði stendur þeim Blinken og Lavrov til boða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2021 15:07 Guðlaugur Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í hádeginu. Vísir/Vilhelm „Þessar fréttir eru nýtilkomnar og eru mikið gleðiefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um staðfesta komu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands hingað til lands í maí. Tilefnið er fundur aðildarríkja Norðurskautsráðsins en ráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðfesti komu sína á fundinn í gær og áður hafði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gert slíkt hið sama. Hann mun leiða sendinefnd Rússa á fundinum og taka við formennsku í ráðinu af Íslandi til næstu tveggja ára. Önnur mál ekki rædd á fundi Norðurskautsráðs „Fundurinn verður náttúrulega fyrst og fremst um Norðurslóðamálin. Það hefur verið og er skynsamlegt að í ráðinu er aðeins verið að ræða þau mál. En það segir sig sjálft að það mun ekkert skaða að menn hittast. Það kemur bara gott út úr því,“ segir Guðlaugur Þór. „En það er mikil ánægja að sjá að þeir eru báðir eru búnir að tilkynna þátttöku sína og ég á von á því að hinir mæti líka. Það er stórt mál að við erum að halda þennan fund núna.“ Aðalatriðið sé að þegar komi að samtali sem þessu séu Íslendingar alltaf tilbúnir að liðka fyrir. Það muni ekki standa á Íslendingum að hjálpa til við slíkt. Og bjóða fram húsakost sé þess óskað. Höfði og fleiri fundarstaðir til boða „Það liggur fyrir að Reykjavíkurborg er tilbúin til þess að bjóða fram Höfða ef svo ber undir en auðvitað eru margir fleiri fundarstaðir sem koma til greina,“ segir Guðlaugur Þór. 35 ár eru síðan Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev, þá leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, funduðu í húsinu. Margur góður fundurinn hefur farið fram í Höfða, bæði fyrir þann tíma og eftir. Guðlaugur leggur áherslu að mjög skynsamlegt sé að halda öðrum álitamálum fyrir utan fund Norðurskautsráðsins. Vilji menn ræða önnur mál sé það gert utan fundarins. Hvort það verði þurfi að koma í ljós. En ætli þeir muni gista á sóttvarnarhóteli við komuna til landsins? „Við munum örugglega finna einhverjar leiðir til að gera þetta þannig að það ógni engu þegar kemur að sóttvörnum. En samt þannig að það verður auðvelt að halda þennan fund.“ Utanríkismál Norðurslóðir Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46 Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Tilefnið er fundur aðildarríkja Norðurskautsráðsins en ráðið er skipað af Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Kanada, Noregi, Rússlandi og Svíþjóð. Þá eiga til að mynda Kínverjar áheyrnaraðild að ráðinu. Ísland tók við formennsku í ráðinu í maí 2019 af Finnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðfesti komu sína á fundinn í gær og áður hafði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gert slíkt hið sama. Hann mun leiða sendinefnd Rússa á fundinum og taka við formennsku í ráðinu af Íslandi til næstu tveggja ára. Önnur mál ekki rædd á fundi Norðurskautsráðs „Fundurinn verður náttúrulega fyrst og fremst um Norðurslóðamálin. Það hefur verið og er skynsamlegt að í ráðinu er aðeins verið að ræða þau mál. En það segir sig sjálft að það mun ekkert skaða að menn hittast. Það kemur bara gott út úr því,“ segir Guðlaugur Þór. „En það er mikil ánægja að sjá að þeir eru báðir eru búnir að tilkynna þátttöku sína og ég á von á því að hinir mæti líka. Það er stórt mál að við erum að halda þennan fund núna.“ Aðalatriðið sé að þegar komi að samtali sem þessu séu Íslendingar alltaf tilbúnir að liðka fyrir. Það muni ekki standa á Íslendingum að hjálpa til við slíkt. Og bjóða fram húsakost sé þess óskað. Höfði og fleiri fundarstaðir til boða „Það liggur fyrir að Reykjavíkurborg er tilbúin til þess að bjóða fram Höfða ef svo ber undir en auðvitað eru margir fleiri fundarstaðir sem koma til greina,“ segir Guðlaugur Þór. 35 ár eru síðan Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev, þá leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, funduðu í húsinu. Margur góður fundurinn hefur farið fram í Höfða, bæði fyrir þann tíma og eftir. Guðlaugur leggur áherslu að mjög skynsamlegt sé að halda öðrum álitamálum fyrir utan fund Norðurskautsráðsins. Vilji menn ræða önnur mál sé það gert utan fundarins. Hvort það verði þurfi að koma í ljós. En ætli þeir muni gista á sóttvarnarhóteli við komuna til landsins? „Við munum örugglega finna einhverjar leiðir til að gera þetta þannig að það ógni engu þegar kemur að sóttvörnum. En samt þannig að það verður auðvelt að halda þennan fund.“
Utanríkismál Norðurslóðir Bandaríkin Rússland Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46 Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum. 19. apríl 2021 22:46
Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. 15. apríl 2021 15:23