Hinn 29 ára gamli Mason mun stýra Tottenham út tímabilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2021 12:46 Ryan Mason mun stýra Tottenham út tímabilið. Hans fyrsti leikur er gegn Manchester City í úrslitum deildarbikarsins á sunnudag. Tottenham Hotspur Tottenham Hotspur staðfesti í morgun að Ryon Mason muni stýra félaginu það sem eftir lifir tímabils meðan það leitar að arftaka José Mourinho. Mason er aðeins 29 ára gamall. Í gærmorgun bárust þær fréttir að Tottenham Hotspur hefði látið José Mourinho taka poka sinn. Í kjölfarið var tilkynnt að hinn ungi Ryan Mason myndi stýra félaginu í úrslitum deildarbikarsins sem fram fer nú um helgina. Tottenham staðfesti svo í morgun að Mason myndi stýra félaginu út tímabilið. Hann gæti vart byrjað á erfiðari leik en hann þarf að teikna upp leikplan sem dugar til sigurs gegn sterku liði Manchester City. Following the departure of Jose Mourinho, we can now confirm that Ryan Mason will take charge as Interim Head Coach for the remainder of the season.#THFC #COYS— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 20, 2021 Mason er eins og áður segir aðeins 29 ára gamall. Hann lék á sínum tíma 53 leiki fyrir Tottenham sem og einn A-landsleik en þurfti að leggja skóna á hilluna eftir að höfuðkúpu-brotna illa í janúar 2017. Mason er með fjórtán málmplötur í höfðinu. Þeim er haldið saman með 28 skrúfum og 45 heftum. Rúmu ári eftir brotið lagði Mason skóna endanlega á hilluna. Hann fékk þjálfarastarf hjá Tottenham skömmu síðar og var mættur þangað í apríl 2018. Í júlí 2019 var Mason ráðinn þjálfari U-19 ára liðs félagsins og á síðasta ári tók hann við starfi yfirmanns yngri flokka. Í því felst að sjá um þróun og uppgang leikmanna í U-17 ára liðinu og upp í U-23 ára liðinu. Nú hefur hann tekið annað skref á annars stuttum þjálfaraferli og verður fróðlegt að sjá hvernig honum gengur með Tottenam þessar síðustu vikur tímabilsins. Tottenham mætir Manchester City í úrslitum enska deildarbikarsins á sunnudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01 Rooney undrandi á brottrekstri Mourinho Wayne Rooney, stjóri Derby, skilur ekkert í Tottenham að reka Jose Mourinho viku fyrir úrslitaleik liðsins gegn Manchester City í enska deildarbikarnum. 19. apríl 2021 21:31 Mourinho rekinn Tottenham hefur sagt José Mourinho upp störfum. Frá þessu er greint í Telegraph. 19. apríl 2021 09:30 Óvíst hvort Kane geti spilað úrslitaleikinn Harry Kane er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Það fór því kaldur hrollur um stuðningsmenn Tottenham þegar þessi 27 ára framherji þurfti að fara af velli gegn Everton í gærkvöldi eftir að hafa meiðst á ökkla. 17. apríl 2021 11:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Í gærmorgun bárust þær fréttir að Tottenham Hotspur hefði látið José Mourinho taka poka sinn. Í kjölfarið var tilkynnt að hinn ungi Ryan Mason myndi stýra félaginu í úrslitum deildarbikarsins sem fram fer nú um helgina. Tottenham staðfesti svo í morgun að Mason myndi stýra félaginu út tímabilið. Hann gæti vart byrjað á erfiðari leik en hann þarf að teikna upp leikplan sem dugar til sigurs gegn sterku liði Manchester City. Following the departure of Jose Mourinho, we can now confirm that Ryan Mason will take charge as Interim Head Coach for the remainder of the season.#THFC #COYS— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 20, 2021 Mason er eins og áður segir aðeins 29 ára gamall. Hann lék á sínum tíma 53 leiki fyrir Tottenham sem og einn A-landsleik en þurfti að leggja skóna á hilluna eftir að höfuðkúpu-brotna illa í janúar 2017. Mason er með fjórtán málmplötur í höfðinu. Þeim er haldið saman með 28 skrúfum og 45 heftum. Rúmu ári eftir brotið lagði Mason skóna endanlega á hilluna. Hann fékk þjálfarastarf hjá Tottenham skömmu síðar og var mættur þangað í apríl 2018. Í júlí 2019 var Mason ráðinn þjálfari U-19 ára liðs félagsins og á síðasta ári tók hann við starfi yfirmanns yngri flokka. Í því felst að sjá um þróun og uppgang leikmanna í U-17 ára liðinu og upp í U-23 ára liðinu. Nú hefur hann tekið annað skref á annars stuttum þjálfaraferli og verður fróðlegt að sjá hvernig honum gengur með Tottenam þessar síðustu vikur tímabilsins. Tottenham mætir Manchester City í úrslitum enska deildarbikarsins á sunnudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01 Rooney undrandi á brottrekstri Mourinho Wayne Rooney, stjóri Derby, skilur ekkert í Tottenham að reka Jose Mourinho viku fyrir úrslitaleik liðsins gegn Manchester City í enska deildarbikarnum. 19. apríl 2021 21:31 Mourinho rekinn Tottenham hefur sagt José Mourinho upp störfum. Frá þessu er greint í Telegraph. 19. apríl 2021 09:30 Óvíst hvort Kane geti spilað úrslitaleikinn Harry Kane er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Það fór því kaldur hrollur um stuðningsmenn Tottenham þegar þessi 27 ára framherji þurfti að fara af velli gegn Everton í gærkvöldi eftir að hafa meiðst á ökkla. 17. apríl 2021 11:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Mourinho fyrir utan heima: „Flott mynd?“ Fjölmiðlamenn sátu fyrir Jose Mourinho á heimili hans í Lundúnum eftir að tilkynnt var um brottrekstur hans frá Tottenham fyrr í dag. 20. apríl 2021 07:01
Rooney undrandi á brottrekstri Mourinho Wayne Rooney, stjóri Derby, skilur ekkert í Tottenham að reka Jose Mourinho viku fyrir úrslitaleik liðsins gegn Manchester City í enska deildarbikarnum. 19. apríl 2021 21:31
Mourinho rekinn Tottenham hefur sagt José Mourinho upp störfum. Frá þessu er greint í Telegraph. 19. apríl 2021 09:30
Óvíst hvort Kane geti spilað úrslitaleikinn Harry Kane er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili. Það fór því kaldur hrollur um stuðningsmenn Tottenham þegar þessi 27 ára framherji þurfti að fara af velli gegn Everton í gærkvöldi eftir að hafa meiðst á ökkla. 17. apríl 2021 11:30