Segir hvorki samstöðu í ríkisstjórn né velferðarnefnd um sóttvarnahús Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2021 17:45 Halla Signý Kristjánsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skorar á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leggja fram bráðabirgðarlagaákvæði sem tryggir tillögum sóttvarnalæknis lagastoð. Það sé nauðsynlegt til að verja líf og samfélag landsmanna. Halla Signý á sæti í velferðarnefnd þingsins, en hún segir hvorki samstöðu um málið þar né í ríkisstjórninni sjálfri. Það sé þó hennar mat að mikilvægt sé að geta skyldað alla þá sem koma til landsins í sóttvarnahús. „Í gegnum þennan faraldur höfum við fylgt eftir ráðleggingum sóttvarnayfirvalda með eftirtektarverðum árangri og því er mikilvægt að sóttvarnalæknir hafi þær lagastoðir fyrir þeim aðgerðum sem hann telur mikilvægar til að tryggja líf og heilsu okkar. Það er því okkar löggjafans að tryggja þessa lagastoð, svo lengi sem við gætum meðalhófs,“ skrifar Halla Signý í stöðuuppfærslu í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að ekki væri lagastoð fyrir reglugerð ráðherra um skyldudvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttvarnarhúsi. Margir hafa ýjað að óeiningu innan ríkisstjórnarinnar í þessum efnum, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir sem skorar jafnframt á þingmenn Framsóknar að taka undir frumvarp Samfylkingarinnar sem á að renna stoðum undir skyldudvöl í sóttvarnahúsi. Fleiri úr röðum Framsóknar taka undir stöðuuppfærslu Höllu Signýjar, þar á meðal Þórarinn Ingi Pétursson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. „Tek heilshugar undir með Höllu. Allflestir fylgja reglum um sóttkví við komu til landsins en þeir örfáu sem gera það ekki, geta unnið samfélaginu ómældan skaða. Við þurfum lagastoð um sóttvarnarhús eins og Þórólfur sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir,“ skrifar Silja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Halla Signý á sæti í velferðarnefnd þingsins, en hún segir hvorki samstöðu um málið þar né í ríkisstjórninni sjálfri. Það sé þó hennar mat að mikilvægt sé að geta skyldað alla þá sem koma til landsins í sóttvarnahús. „Í gegnum þennan faraldur höfum við fylgt eftir ráðleggingum sóttvarnayfirvalda með eftirtektarverðum árangri og því er mikilvægt að sóttvarnalæknir hafi þær lagastoðir fyrir þeim aðgerðum sem hann telur mikilvægar til að tryggja líf og heilsu okkar. Það er því okkar löggjafans að tryggja þessa lagastoð, svo lengi sem við gætum meðalhófs,“ skrifar Halla Signý í stöðuuppfærslu í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að ekki væri lagastoð fyrir reglugerð ráðherra um skyldudvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttvarnarhúsi. Margir hafa ýjað að óeiningu innan ríkisstjórnarinnar í þessum efnum, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir sem skorar jafnframt á þingmenn Framsóknar að taka undir frumvarp Samfylkingarinnar sem á að renna stoðum undir skyldudvöl í sóttvarnahúsi. Fleiri úr röðum Framsóknar taka undir stöðuuppfærslu Höllu Signýjar, þar á meðal Þórarinn Ingi Pétursson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. „Tek heilshugar undir með Höllu. Allflestir fylgja reglum um sóttkví við komu til landsins en þeir örfáu sem gera það ekki, geta unnið samfélaginu ómældan skaða. Við þurfum lagastoð um sóttvarnarhús eins og Þórólfur sóttvarnarlæknir hefur kallað eftir,“ skrifar Silja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. 19. apríl 2021 14:47
Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07