Flick staðfestir að hann hætti með Bayern í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2021 19:16 Flick í leiknum í dag. Eftir leik staðfesti hann brottför sína í sumar. EPA-EFE/MARTIN ROSE Hans-Dieter Flick, þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern staðfesti eftir 3-2 sigur liðsins í dag að hann myndi hætta með liðið í sumar. Undanfarnar vikur hafa orðrómar verið á kreiki um að Hansi Flick myndi hætta með Þýskalandsmeistara Bayern að loknu tímabilinu og taka við þýska landsliðinu. Þjálfarinn staðfesti þá orðróma sjálfur í dag að loknum 3-2 sigri liðsins á Wolfsburg. Hansi Flick has decided to leave Bayern Münich! He won t be the manager next season. Flick has just announced his official decision, also communicated to board and players. Nagelsmann will be the main target as new Bayern manager - not easy negotiation with RB Leipzig. #Bayern— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 17, 2021 Hinn 56 ára gamli Flick tók við stjórnartaumunum hjá Bayern er Króatinn Niko Kovac var látinn fara á síðustu leiktíð. Hann gerði sér lítið fyrir og vann allt sem hægt var að vinna með Bæjara, þar á meðal þýska meistaratitilinn sem og Meistaradeild Evrópu. Flick vildi styrkja lið Bæjara fyrir komandi tímabil en fékk það ekki. Síðan þá hafa verið orðrómar á kreiki um ósætti milli hans og stjórnarmanna félagsins. Eftir að liðið datt úr leik í Meistaradeildinni í vikunni var það svo gott sem staðfest að Flick myndi segja starfi sínu lausu að loknu tímabilinu. Hann hefur nú staðfest það sjálfur og er því nær öruggt að Flick taki við þýska landsliðinu eftir EM í sumar. Það stefnir allt í að Bayern verji titilinn enn og aftur heima fyrir en liðið er með sjö stiga forystu á RB Leipzig þegar fimm umferðir eru eftir. Óvíst er hver tekur við Þýskalandsmeisturunum en bæði Julian Nagelsmann og Jurgen Klopp hafa verið orðaður við starfið. Fótbolti Þýski boltinn Þýskaland Tengdar fréttir Segist ekki vera í viðræðum við Bayern Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur hafnað því að viðræður standi yfir milli hans og þýsku meistaranna í Bayern Munchen. 14. apríl 2021 20:01 Segir að Flick muni taka við Þýskalandi og Bayern hafi talað við Nagelsmann Lothar Matthäus segir það svo gott sem staðfest að Hans-Dieter Flick, þjálfari Bayern München, muni taka við þýska landsliðinu í sumar. Matthäus segir einnig að Bayern hafi nú þegar rætt við Julian Nagelsmann um að taka við liðinu. 14. apríl 2021 13:01 Bæjarar horfa til Klopp ef Flick tekur við landsliðinu Nýjasta slúðrið erlendis er að Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München horfi til Jürgen Klopp, þjálfara Englandsmeistara Liverpool, fari svo að Hansi Flick taki við þýska landsliðinu. 12. apríl 2021 11:01 Óeining í Bæjaralandi og Flick gæti hætt eða verið sparkað Þýska dagblaðið Bild greinir frá því að það sé kurr í Bæjaralandi sem gæti endað með því að Hansi Flick, þjálfari Bayern, gæti hætt eftir leiktíðina. 15. mars 2021 20:30 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa orðrómar verið á kreiki um að Hansi Flick myndi hætta með Þýskalandsmeistara Bayern að loknu tímabilinu og taka við þýska landsliðinu. Þjálfarinn staðfesti þá orðróma sjálfur í dag að loknum 3-2 sigri liðsins á Wolfsburg. Hansi Flick has decided to leave Bayern Münich! He won t be the manager next season. Flick has just announced his official decision, also communicated to board and players. Nagelsmann will be the main target as new Bayern manager - not easy negotiation with RB Leipzig. #Bayern— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 17, 2021 Hinn 56 ára gamli Flick tók við stjórnartaumunum hjá Bayern er Króatinn Niko Kovac var látinn fara á síðustu leiktíð. Hann gerði sér lítið fyrir og vann allt sem hægt var að vinna með Bæjara, þar á meðal þýska meistaratitilinn sem og Meistaradeild Evrópu. Flick vildi styrkja lið Bæjara fyrir komandi tímabil en fékk það ekki. Síðan þá hafa verið orðrómar á kreiki um ósætti milli hans og stjórnarmanna félagsins. Eftir að liðið datt úr leik í Meistaradeildinni í vikunni var það svo gott sem staðfest að Flick myndi segja starfi sínu lausu að loknu tímabilinu. Hann hefur nú staðfest það sjálfur og er því nær öruggt að Flick taki við þýska landsliðinu eftir EM í sumar. Það stefnir allt í að Bayern verji titilinn enn og aftur heima fyrir en liðið er með sjö stiga forystu á RB Leipzig þegar fimm umferðir eru eftir. Óvíst er hver tekur við Þýskalandsmeisturunum en bæði Julian Nagelsmann og Jurgen Klopp hafa verið orðaður við starfið.
Fótbolti Þýski boltinn Þýskaland Tengdar fréttir Segist ekki vera í viðræðum við Bayern Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur hafnað því að viðræður standi yfir milli hans og þýsku meistaranna í Bayern Munchen. 14. apríl 2021 20:01 Segir að Flick muni taka við Þýskalandi og Bayern hafi talað við Nagelsmann Lothar Matthäus segir það svo gott sem staðfest að Hans-Dieter Flick, þjálfari Bayern München, muni taka við þýska landsliðinu í sumar. Matthäus segir einnig að Bayern hafi nú þegar rætt við Julian Nagelsmann um að taka við liðinu. 14. apríl 2021 13:01 Bæjarar horfa til Klopp ef Flick tekur við landsliðinu Nýjasta slúðrið erlendis er að Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München horfi til Jürgen Klopp, þjálfara Englandsmeistara Liverpool, fari svo að Hansi Flick taki við þýska landsliðinu. 12. apríl 2021 11:01 Óeining í Bæjaralandi og Flick gæti hætt eða verið sparkað Þýska dagblaðið Bild greinir frá því að það sé kurr í Bæjaralandi sem gæti endað með því að Hansi Flick, þjálfari Bayern, gæti hætt eftir leiktíðina. 15. mars 2021 20:30 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Segist ekki vera í viðræðum við Bayern Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur hafnað því að viðræður standi yfir milli hans og þýsku meistaranna í Bayern Munchen. 14. apríl 2021 20:01
Segir að Flick muni taka við Þýskalandi og Bayern hafi talað við Nagelsmann Lothar Matthäus segir það svo gott sem staðfest að Hans-Dieter Flick, þjálfari Bayern München, muni taka við þýska landsliðinu í sumar. Matthäus segir einnig að Bayern hafi nú þegar rætt við Julian Nagelsmann um að taka við liðinu. 14. apríl 2021 13:01
Bæjarar horfa til Klopp ef Flick tekur við landsliðinu Nýjasta slúðrið erlendis er að Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München horfi til Jürgen Klopp, þjálfara Englandsmeistara Liverpool, fari svo að Hansi Flick taki við þýska landsliðinu. 12. apríl 2021 11:01
Óeining í Bæjaralandi og Flick gæti hætt eða verið sparkað Þýska dagblaðið Bild greinir frá því að það sé kurr í Bæjaralandi sem gæti endað með því að Hansi Flick, þjálfari Bayern, gæti hætt eftir leiktíðina. 15. mars 2021 20:30