Erlent

Þrír látnir af völdum salmonellu í Dan­mörku

Atli Ísleifsson skrifar
Sýkingin er rakin til HUSK - Mage i balans trefjahylkja. 
Sýkingin er rakin til HUSK - Mage i balans trefjahylkja.  Statens Serum Institut

Þrír eru látnir eftir að hafa smitast af salmonellu í Danmörku á síðustu dögum. Nítján hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna sýkingarinnar og þá hafa 33 hið minnsta veikst.

Luise Müller, faraldursfræðingur við Sóttvarnastofnun Danmerkur, segir að um alvarlega hópsýkingu að ræða þar sem margir hafi sýkst og látist. 

Sýkingin hefur verið rakin til HUSK-trefjahylkja  og hafa dönsk heilbrigðisyfirvöld biðlað til allra sem eigi vörur frá framleiðandanum heima að kanna hvort að þeir eigi vörur úr þeirri framleiðslulotu sem um ræðir.

Búið er að innkalla vörurnar, HUSK Mage i balans - Naturlig Fiber, með lotunúmer 500783 og best fyrir dagsetningu 05.2023.

Umsjónarmenn Bítisins ræddu við Elísabetu Reynisdóttur næringafræðing í morgun um málið, en hlusta má á viðtalið að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×