Vítamínsprauta fyrir framtíðina ekki fyrir börnin í Háteigsskóla? Bergrún Tinna Magnúsdóttir skrifar 15. apríl 2021 14:31 Sama dag og grafan mætir og síðasta nálæga græna svæðið er tekið frá börnunum í Háteigsskóla er eftirfarandi birt á vef Reykjavíkurborgar: „Græn svæði eru eins og vítamínsprauta fyrir framtíðina og hafa mikil áhrif á framtíðarlýðheilsu borgarbúa. Mikilvægt er að standa vörð um réttinn til leiks og hreyfingar fyrir börn.“ Vitnað er í Katrínu Karlsdóttir skipulagsverkfræðing: „Fyrir börn sem lifa við græn svæði og fá þessa náttúru inn í sitt daglega líf hefur þetta áhrif á hreyfiþroska, félagsþroska og andlegan þroska. Það eru minni líkur á að börn sem alast upp nærri grænum svæðum þrói með sér geðræn vandamál,“ (Sjá: https://reykjavik.is/frettir/graenir-gardar-halda-ser-i-vogabyggd, sótt kl.13:30,12.04.2021) Vatnshóllinn og umhverfi hans er svo sannarlega vítamanínsprauta fyrir börnin í Háteigsskóla. Lóðamörk blokkanna sem reisa á hafa verið merkt á lóðina með stikum og liggja alveg upp við hólinn. Blokkirnar sjálfar verða ekki mikið lengra frá hólnum. Það er ljóst að börnin renna sér ekki framar hér á veturna. Hvernig er hægt að taka sleðabrekku af börnum? Og birta á sama tíma texta í áróðursskyni um mikilvægi grænna svæði fyrir þroska barna? Börnin eru í sárum og mótmæla nú kröftuglega. Sunnan megin við Háteigsskóla, þar sem áður voru ósnertir móar sem börnin nýttu sem leiksvæði, er nú þegar komið þéttbyggt háhýsahverfi. Háteigsskóli er einn þéttsetnasti skólinn á landinu með yfir 440 nemendur. Þegar Sjómannaskólareiturinn hverfur verður ekkert ósnert leiksvæði eftir í hverfinu, aðeins steypt skólalóðin. Það hefði verið hægt að standa miklu betur að þessu og reisa minni hús lengra frá hólnum við Vatnsholt eða blokkir á bílastæðaplaninu hinum megin við Háteigsveg. Hvers virði er hreyfi- félags- og andlegur þroski fyrir börnin í Háteigsskóla? Hvernig er hægt að fórna þessu dýrmæta svæði? Foreldrar ætla að mótmæla með börnunum sínum við Vatnshólinn næsta laugardag kl. 14:00. Búið er að stofna Facebook-viðburð um mótmælin. Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Börn og uppeldi Grunnskólar Skipulag Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sama dag og grafan mætir og síðasta nálæga græna svæðið er tekið frá börnunum í Háteigsskóla er eftirfarandi birt á vef Reykjavíkurborgar: „Græn svæði eru eins og vítamínsprauta fyrir framtíðina og hafa mikil áhrif á framtíðarlýðheilsu borgarbúa. Mikilvægt er að standa vörð um réttinn til leiks og hreyfingar fyrir börn.“ Vitnað er í Katrínu Karlsdóttir skipulagsverkfræðing: „Fyrir börn sem lifa við græn svæði og fá þessa náttúru inn í sitt daglega líf hefur þetta áhrif á hreyfiþroska, félagsþroska og andlegan þroska. Það eru minni líkur á að börn sem alast upp nærri grænum svæðum þrói með sér geðræn vandamál,“ (Sjá: https://reykjavik.is/frettir/graenir-gardar-halda-ser-i-vogabyggd, sótt kl.13:30,12.04.2021) Vatnshóllinn og umhverfi hans er svo sannarlega vítamanínsprauta fyrir börnin í Háteigsskóla. Lóðamörk blokkanna sem reisa á hafa verið merkt á lóðina með stikum og liggja alveg upp við hólinn. Blokkirnar sjálfar verða ekki mikið lengra frá hólnum. Það er ljóst að börnin renna sér ekki framar hér á veturna. Hvernig er hægt að taka sleðabrekku af börnum? Og birta á sama tíma texta í áróðursskyni um mikilvægi grænna svæði fyrir þroska barna? Börnin eru í sárum og mótmæla nú kröftuglega. Sunnan megin við Háteigsskóla, þar sem áður voru ósnertir móar sem börnin nýttu sem leiksvæði, er nú þegar komið þéttbyggt háhýsahverfi. Háteigsskóli er einn þéttsetnasti skólinn á landinu með yfir 440 nemendur. Þegar Sjómannaskólareiturinn hverfur verður ekkert ósnert leiksvæði eftir í hverfinu, aðeins steypt skólalóðin. Það hefði verið hægt að standa miklu betur að þessu og reisa minni hús lengra frá hólnum við Vatnsholt eða blokkir á bílastæðaplaninu hinum megin við Háteigsveg. Hvers virði er hreyfi- félags- og andlegur þroski fyrir börnin í Háteigsskóla? Hvernig er hægt að fórna þessu dýrmæta svæði? Foreldrar ætla að mótmæla með börnunum sínum við Vatnshólinn næsta laugardag kl. 14:00. Búið er að stofna Facebook-viðburð um mótmælin. Höfundur er foreldri.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar