Fótbolti

Nýttu tæki­­færið er leik­­maður meiddist og fengu sér að borða

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn að næra sig á meðan leikurinn var ekki í gangi.
Leikmenn að næra sig á meðan leikurinn var ekki í gangi. milliyet.com.tr

Athyglisvert atvik átti sér stað í leik Giresunspor og Ankara Keçiörengücü í tyrknesku B-deildinni í knattspyrnu á þriðjudaginn var.

Er leikmaður meiddist og var leikurinn var ekki í gangi nýttu leikmenn tækifærið og brutu föstu sína. Ramadan er í gangi og því höfðu leikmenn ekki borðað neitt í aðdraganda leiksins.

Ramadan í ár nær frá 13. apríl til 12. maí næstkomandi. Ramadan er níunda mánuð hvers árs samkvæmt íslömsku dagatali. Þá fasta múslimar frá sólarupprás til sólsetur, undanþágur eru gerðar ef fólk er veikt, með sykursýki, konur þungaðar eða á blæðingum. 

Mánuðurinn einkennist af föstu, tilbeiðslu, endurskoðun og samheldni.

Snemma leiks Giresunspor og Ankara Keçiörengücü stöðvaði dómarinn leiksins leikinn þar sem leikmaður var meiddur inn á vellinum. Á meðan leikurinn var ekki í gangi kom starfslið Ankara með döðlur og banana fyrir þá leikmenn sem höfðu verið að fasta. 

Náðist atvikið á myndband og hefur farið sem eldur um sinu á vefmiðlum. Sjá má myndbandið hér að neðan.

Hvað varðar leikinn sjálfan þá vann Giresunspor 2-1 sigur eftir að lenda 0-1 undir. Emeka Eze kom gestunum yfir þegar stundarfjórðungur var liðinn. Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Ibrahima Balde metin og Eren Tozlu skoraði svo sigurmarkið á 79. mínútu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×