Bóluefnið frá AstraZeneca mögulega gefið karlmönnum yngri en 65 ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 11:38 AP/Matthias Schrader Á upplýsingafundi dagsins var nokkuð rætt um bólusetningar og aukaverkanir af völdum bóluefna en Danir hyggjast hætta notkun bóluefnisins frá AstraZeneca og að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er sama til skoðunar í Noregi. Þórólfur sagði þó ekki standa til að hætta notkun efnisins hérlendis; það yrði notað hjá 65 ára og eldri og mögulega yrðu þau mörk lækkuð niður í 60 ár. Þá sagði hann einnig til skoðunar að gefa yngri karlmönnum efnið en alvarlegra aukaverkana hefur einkum orðið vart hjá konum yngri en 55 ára. Um er að ræða sjaldgæfa blóðtappa, blóðsega- og blæðingavandamál. Notkun bóluefnisins frá Janssen (Johnson & Johnson) hefur verið hætt í bili í Bandaríkjunum af sömu orsökum en þar hafa komið upp sex alvarleg tilvik. Sjö milljónir hafa hins vegar verið bólusettar með bóluefninu. Þórólfur sagðist fylgjast með þróun mála vestanhafs og þá væri Lyfjastofnun Evrópu með málið til skoðunar. Sóttvarnalæknir sagði vert að hafa í huga að um 20 til 30 prósent Covid-19 sjúklinga gætu átt á hættu að þjást af einhvers konar blóðsegavandamálum og 0,1 prósent þjóðarinnar fengi blóðsega árlega. Þá kæmu þau upp hjá 0,3 til 0,5 prósent kvenna sem tekur pilluna. Þórólfur sagði vert að hafa þetta í huga þegar rætt væri um aukaverkanir vegna bóluefnanna. Hefur engin áhrif á bólusetningaráætlun Íslendinga Spurður um ákvörðun Dana sagðist Þórólfur telja hana tilkomna vegna þess að fleiri tilvik aukaverkana hefðu komið upp þar en annars staðar. Ekki væri vitað hvers vegna. Varðandi þá ákvörðun að fresta notkun bóluefnanna frá AstraZeneca og Janssen þrátt fyrir að aukaverkanirnar virtust vera afar sjaldgæfar, sagði Þórólfur að verið væri að bíða nokkra daga eftir upplýsingum. Allt bóluefni frá AstraZeneca sem hingað kæmi væri notað og ákvörðunin hefði engin áhrif á bólusetningaráætlun Íslendinga. Bóluefnið væri nýtt meðal þess hóps sem væri ekki talinn myndu fá umræddar aukaverkanir. Alma Möller landlæknir ítrekaði að hinir sjaldgæfu blóðtappar sem hefðu komið fram í kjölfar bólusetninga, og fylgifiskar þeirra, hefðu ekki sést hjá konum á getnaðarvarnapillunni. Það er að segja blóðtappa í bláæðum í höfði og/eða kvið. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Þórólfur sagði þó ekki standa til að hætta notkun efnisins hérlendis; það yrði notað hjá 65 ára og eldri og mögulega yrðu þau mörk lækkuð niður í 60 ár. Þá sagði hann einnig til skoðunar að gefa yngri karlmönnum efnið en alvarlegra aukaverkana hefur einkum orðið vart hjá konum yngri en 55 ára. Um er að ræða sjaldgæfa blóðtappa, blóðsega- og blæðingavandamál. Notkun bóluefnisins frá Janssen (Johnson & Johnson) hefur verið hætt í bili í Bandaríkjunum af sömu orsökum en þar hafa komið upp sex alvarleg tilvik. Sjö milljónir hafa hins vegar verið bólusettar með bóluefninu. Þórólfur sagðist fylgjast með þróun mála vestanhafs og þá væri Lyfjastofnun Evrópu með málið til skoðunar. Sóttvarnalæknir sagði vert að hafa í huga að um 20 til 30 prósent Covid-19 sjúklinga gætu átt á hættu að þjást af einhvers konar blóðsegavandamálum og 0,1 prósent þjóðarinnar fengi blóðsega árlega. Þá kæmu þau upp hjá 0,3 til 0,5 prósent kvenna sem tekur pilluna. Þórólfur sagði vert að hafa þetta í huga þegar rætt væri um aukaverkanir vegna bóluefnanna. Hefur engin áhrif á bólusetningaráætlun Íslendinga Spurður um ákvörðun Dana sagðist Þórólfur telja hana tilkomna vegna þess að fleiri tilvik aukaverkana hefðu komið upp þar en annars staðar. Ekki væri vitað hvers vegna. Varðandi þá ákvörðun að fresta notkun bóluefnanna frá AstraZeneca og Janssen þrátt fyrir að aukaverkanirnar virtust vera afar sjaldgæfar, sagði Þórólfur að verið væri að bíða nokkra daga eftir upplýsingum. Allt bóluefni frá AstraZeneca sem hingað kæmi væri notað og ákvörðunin hefði engin áhrif á bólusetningaráætlun Íslendinga. Bóluefnið væri nýtt meðal þess hóps sem væri ekki talinn myndu fá umræddar aukaverkanir. Alma Möller landlæknir ítrekaði að hinir sjaldgæfu blóðtappar sem hefðu komið fram í kjölfar bólusetninga, og fylgifiskar þeirra, hefðu ekki sést hjá konum á getnaðarvarnapillunni. Það er að segja blóðtappa í bláæðum í höfði og/eða kvið.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent