Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2021 12:01 Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði. Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. Hátt í tvöhundruð manns bíða meðferðar eða hafa farið í meðferð á Reykjalundi og Heilsustofnun í Hveragerði vegna langvarandi afleiðinga þess að hafa fengið Covid-19. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar segir fagfólk stofnunarinnar líka farið að sjá svokölluð „Covid- áhrif“ þar sem fólk er sérstaklega að koma vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins án þess að hafa veikst af sjálfum sjúkdómnum. „Fagfólk hér segist sjá að sýnilega aukningu á innlagnabeiðnum þar sem fólk rekur sinn sjúkdóm eða afturför að verulegu leyti til þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur haft á líf þess. Það nokkuð um beiðnir um innlögn frá læknum fólks sem er illa haldið af kvíða og þunglyndi vegna Covid-sóttvarna, vegna einangrunar eða breytinga á högum í kjölfar faraldursins. Það er líka talsvert um beiðnir vegna fólks sem hefur farið líkamlega aftur í þessu ástandi. Það er minni þjálfun, minni hreyfing. Það er svo margt sem kemur inní sem hefur breytt lifnaðarháttum. Við óttumst það að þessi tiltekni hópur fólks geti farið stækkandi á komandi árum,“ segir Þórir. Þórir segir brýnt að bregðast við slíkum einkennum. „Það er auðvitað rætt um það á heimsvísu að afleiðingar faraldursins eiga eftir að vera langvarandi og hafa mikil áhrif. Þau verði dýr og það þurfi að gæta að því að áhrifin verði ekki dýrari en þau þurfa að verða með aðgerðum og umræðu,“ segir Þórir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Hátt í tvöhundruð manns bíða meðferðar eða hafa farið í meðferð á Reykjalundi og Heilsustofnun í Hveragerði vegna langvarandi afleiðinga þess að hafa fengið Covid-19. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar segir fagfólk stofnunarinnar líka farið að sjá svokölluð „Covid- áhrif“ þar sem fólk er sérstaklega að koma vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins án þess að hafa veikst af sjálfum sjúkdómnum. „Fagfólk hér segist sjá að sýnilega aukningu á innlagnabeiðnum þar sem fólk rekur sinn sjúkdóm eða afturför að verulegu leyti til þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur haft á líf þess. Það nokkuð um beiðnir um innlögn frá læknum fólks sem er illa haldið af kvíða og þunglyndi vegna Covid-sóttvarna, vegna einangrunar eða breytinga á högum í kjölfar faraldursins. Það er líka talsvert um beiðnir vegna fólks sem hefur farið líkamlega aftur í þessu ástandi. Það er minni þjálfun, minni hreyfing. Það er svo margt sem kemur inní sem hefur breytt lifnaðarháttum. Við óttumst það að þessi tiltekni hópur fólks geti farið stækkandi á komandi árum,“ segir Þórir. Þórir segir brýnt að bregðast við slíkum einkennum. „Það er auðvitað rætt um það á heimsvísu að afleiðingar faraldursins eiga eftir að vera langvarandi og hafa mikil áhrif. Þau verði dýr og það þurfi að gæta að því að áhrifin verði ekki dýrari en þau þurfa að verða með aðgerðum og umræðu,“ segir Þórir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
„Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54