Fjórum samstarfsáætlunum ESB verður hleypt af stokkunum í dag í beinni á Vísi Rannís 15. apríl 2021 10:00 Á opnunarhátíðinni sem fylgjast má með hér á Vísi verður fjórum samstarfsáætlunum ESB til næstu sjö ára hleypt af stokkunum. Fylgjast má með beinu streymi frá opnunarhátíð Evrópusamstarfs hér á Vísi klukkan 14. Ný tækifæri í Evrópusamstarfi verða kynnt í beinni útsendingu Rannís frá Borgarleikhúsinu í dag milli klukkan 14 og 16. Rannís hefur umsjón með samstarfinu hér á landi og má fylgjast með útsendingunni á www.rannis.is og hér á Vísi. Kynnir og stjórnandi er Bergur Ebbi Benediktsson. Á opnunarhátíðinni verður fjórum samstarfsáætlunum ESB til næstu sjö ára hleypt af stokkunum: Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun, Erasmus+ mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun, European Solidarity Corps fyrir samfélags- og sjálfboðaverkefni Creative Europe kvikmynda- og menningaráætlun Kynntar verða helstu nýjungar og tækifæri auk þess sem litið verður um öxl og spjallað við íslenska þátttakendur. Dagskrá hátíðarinnar má finna hér fyrir neðan. Í spilaranum hér fyrir neðan verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu. Í fréttatilkynningu segir nánar um verkefnin: Styrkir til rannsókna og nýsköpunar Horizon Europe er ný áætlun á sviði rannsókna og nýsköpunar og verður rúmlega 95 milljörðum evra ráðstafað í styrki til þátttökulanda hennar. Áhersla verður lögð á að styðja við framúrskarandi vísindarannsóknir auk þess sem möguleikar nýsköpunarfyrirtækja aukast til muna. Styrkir verða veittir til rannsókna sem miða að því að taka á helstu áskorunum sem samfélög Evrópu standa frammi fyrir, svo sem á sviði heilbrigðis, umhverfis og orkumála. Markmiðið er að styrkja samkeppnishæfni Evrópu á þessum sviðum og styður áætlunin við allar greinar rannsókna og nýsköpunar; hug- og félagsvísindi jafnt sem raunvísindi og tækniþróun. Menntun, æskulýðsmál og íþróttir Erasmus+ nær yfir fjölmörg tækifæri og styrkjamöguleika á sviði menntunar, æskulýðsmála og íþrótta. Framlög til Erasmus+ verða rúmir 26 milljarðar evra, sem er nærri 50% meira en í fyrri áætlun. Áætlað er að 10 milljónir Evrópubúa muni njóta góðs af þátttöku í Erasmus+ næstu sjö árin, þar af allt að 10.000 Íslendingar, en íslenskir aðilar hafa tekið virkan þátt í menntaáætlunum ESB allt frá 1992. Erasmus+ veitir ekki einungis ný tækifæri til að fara í nám og þjálfun erlendis og til samstarfs um þróun menntunar og nýsköpun í starfi heldur opnar fleirum möguleika á þátttöku en nokkru sinni fyrr. Áhersla verður lögð á inngildingu og jöfn tækifæri fyrir alla, auk þess sem grænar og stafrænar lausnir munu vera í forgangi. Evrópskt samstarf skapandi greina Creative Europe styður við samstarf á sviði menningar og skapandi greina og tekur áætlunin m.a. til menningar, kvikmynda, sjónvarpsefnis, bókmennta og menningararfs, en á tímabilinu 2021-2027 veitir ESB um 2,4 milljörðum evra til málaflokksins sem er um 40% aukning frá fyrri áætlun. Því er til mikils að vinna fyrir íslenskan menningargeira, en Ísland hefur staðið sig einkar vel í Creative Europe frá upphafi. Samfélagsverkefni og sjálfboðastarf ungs fólks Nýjasta samstarfsáætlunin sem Rannís kynnir er European Solidarity Corps sem gefur ungu fólki á aldrinum 18-30 ára tækifæri til að starfa að samfélagsverkefnum og taka þátt í sjálfboðastarfi um alla Evrópu og víðar. Áætlunin mun hafa 1 milljarð evra til úthlutunar næstu sjö árin og verður spennandi að kynna tækifærin fyrir ungu fólki á Íslandi. Dagskrá hátíðarinnar Opnunarávarp: Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Ávarp frá ESB: Adrienn Kiraly skrifstofustjóri framkvæmdastjóra rannsókna, nýsköpunar, menntunar, menningar og æskulýðsmála hjá ESB. Ný kynslóð áætlana 2021-2027. Hver er árangurinn og hvað er framundan?Stjórnendur samstarfsáætlana ESB hjá Rannís mæta í sófaspjall ásamt styrkþegum og kynna það helsta sem er framundan í nýjum áætlunum. Rúna Vigdís Guðmarsdóttir forstöðukona Landskrifstofu Erasmus+ og ESC og Álfhildur Leifsdóttir kennari í Árskóla á Sauðárkróki. Sigrún Ólafsdóttir stjórnandi Horizon Europe og Rúnar Unnþórsson prófessor og deildarforseti iðnverkfræði- vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar Háskóla Íslands. Ragnhildur Zoëga stjórnandi Creative Europe Desk og Gísli Örn Garðarsson leikari, leikstjóri og framleiðandi hjá Evrópa kvikmyndir. Myndbönd til kynningar á áhugaverðum verkefnum. Lokaorð flytur Lucie Samcová-Hall Allen sendiherra ESB á Íslandi. Streymið hefst klukkan 14. Nýsköpun Vísindi Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Ný tækifæri í Evrópusamstarfi verða kynnt í beinni útsendingu Rannís frá Borgarleikhúsinu í dag milli klukkan 14 og 16. Rannís hefur umsjón með samstarfinu hér á landi og má fylgjast með útsendingunni á www.rannis.is og hér á Vísi. Kynnir og stjórnandi er Bergur Ebbi Benediktsson. Á opnunarhátíðinni verður fjórum samstarfsáætlunum ESB til næstu sjö ára hleypt af stokkunum: Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun, Erasmus+ mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun, European Solidarity Corps fyrir samfélags- og sjálfboðaverkefni Creative Europe kvikmynda- og menningaráætlun Kynntar verða helstu nýjungar og tækifæri auk þess sem litið verður um öxl og spjallað við íslenska þátttakendur. Dagskrá hátíðarinnar má finna hér fyrir neðan. Í spilaranum hér fyrir neðan verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu. Í fréttatilkynningu segir nánar um verkefnin: Styrkir til rannsókna og nýsköpunar Horizon Europe er ný áætlun á sviði rannsókna og nýsköpunar og verður rúmlega 95 milljörðum evra ráðstafað í styrki til þátttökulanda hennar. Áhersla verður lögð á að styðja við framúrskarandi vísindarannsóknir auk þess sem möguleikar nýsköpunarfyrirtækja aukast til muna. Styrkir verða veittir til rannsókna sem miða að því að taka á helstu áskorunum sem samfélög Evrópu standa frammi fyrir, svo sem á sviði heilbrigðis, umhverfis og orkumála. Markmiðið er að styrkja samkeppnishæfni Evrópu á þessum sviðum og styður áætlunin við allar greinar rannsókna og nýsköpunar; hug- og félagsvísindi jafnt sem raunvísindi og tækniþróun. Menntun, æskulýðsmál og íþróttir Erasmus+ nær yfir fjölmörg tækifæri og styrkjamöguleika á sviði menntunar, æskulýðsmála og íþrótta. Framlög til Erasmus+ verða rúmir 26 milljarðar evra, sem er nærri 50% meira en í fyrri áætlun. Áætlað er að 10 milljónir Evrópubúa muni njóta góðs af þátttöku í Erasmus+ næstu sjö árin, þar af allt að 10.000 Íslendingar, en íslenskir aðilar hafa tekið virkan þátt í menntaáætlunum ESB allt frá 1992. Erasmus+ veitir ekki einungis ný tækifæri til að fara í nám og þjálfun erlendis og til samstarfs um þróun menntunar og nýsköpun í starfi heldur opnar fleirum möguleika á þátttöku en nokkru sinni fyrr. Áhersla verður lögð á inngildingu og jöfn tækifæri fyrir alla, auk þess sem grænar og stafrænar lausnir munu vera í forgangi. Evrópskt samstarf skapandi greina Creative Europe styður við samstarf á sviði menningar og skapandi greina og tekur áætlunin m.a. til menningar, kvikmynda, sjónvarpsefnis, bókmennta og menningararfs, en á tímabilinu 2021-2027 veitir ESB um 2,4 milljörðum evra til málaflokksins sem er um 40% aukning frá fyrri áætlun. Því er til mikils að vinna fyrir íslenskan menningargeira, en Ísland hefur staðið sig einkar vel í Creative Europe frá upphafi. Samfélagsverkefni og sjálfboðastarf ungs fólks Nýjasta samstarfsáætlunin sem Rannís kynnir er European Solidarity Corps sem gefur ungu fólki á aldrinum 18-30 ára tækifæri til að starfa að samfélagsverkefnum og taka þátt í sjálfboðastarfi um alla Evrópu og víðar. Áætlunin mun hafa 1 milljarð evra til úthlutunar næstu sjö árin og verður spennandi að kynna tækifærin fyrir ungu fólki á Íslandi. Dagskrá hátíðarinnar Opnunarávarp: Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Ávarp frá ESB: Adrienn Kiraly skrifstofustjóri framkvæmdastjóra rannsókna, nýsköpunar, menntunar, menningar og æskulýðsmála hjá ESB. Ný kynslóð áætlana 2021-2027. Hver er árangurinn og hvað er framundan?Stjórnendur samstarfsáætlana ESB hjá Rannís mæta í sófaspjall ásamt styrkþegum og kynna það helsta sem er framundan í nýjum áætlunum. Rúna Vigdís Guðmarsdóttir forstöðukona Landskrifstofu Erasmus+ og ESC og Álfhildur Leifsdóttir kennari í Árskóla á Sauðárkróki. Sigrún Ólafsdóttir stjórnandi Horizon Europe og Rúnar Unnþórsson prófessor og deildarforseti iðnverkfræði- vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar Háskóla Íslands. Ragnhildur Zoëga stjórnandi Creative Europe Desk og Gísli Örn Garðarsson leikari, leikstjóri og framleiðandi hjá Evrópa kvikmyndir. Myndbönd til kynningar á áhugaverðum verkefnum. Lokaorð flytur Lucie Samcová-Hall Allen sendiherra ESB á Íslandi. Streymið hefst klukkan 14.
Nýsköpun Vísindi Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira