Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 14. apríl 2021 21:11 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti í dag stefnumörkun um hámarkshraða á borgargötum og sem verður lögð fyrir borgarráð til samþykktar í næstu viku. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins lagði fram bókun vegna málsins í dag. „Við höfum áhyggjur af því að þegar það er verið að lækka umferðarhraða á lykilakreinum, eins og við Suðurlandsbrautina, Bústaðaveg, Grensásveg og víðar, þá sé tvennt sem geti gerst. Annars vegar að afkastageta kerfisins minnkar og svo hitt að öryggisþátturinn gangi ekki upp, því að umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð og nálægt skólum þegar fólk lendir í umferðarteppu á þessum lykilumferðarsvæðum,“ sagði Eyþór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurður hvort það breyti yfir höfuð miklu á háannatímum hver hámarkshraðinn er, í ljósi þess hve þétt umferðin er, vísar Eyþór til umsagnar Strætó um málið. „Strætó bókaði um það í sinni umsögn að þetta myndi ekki ganga upp fyrir þá að óbreyttu, þannig að þetta tefur líka almenningssamgöngur, það er líka ljóst að íbúar víða hafa áhyggjur af þessu. Þrátt fyrir að íbúar vilji hafa íbúðahverfin á lágum hraða, þá eru það þessir lykil tengivegir sem að við verðum að hafa í lagi,“ svaraði Eyþór. En hvað leggið þið þá frekar til? „Við viljum bæta umferðaröryggið, sérstaklega nálægt íbúðabyggð, bæta gangbrautir eins og snjallbrautir sem við höfum lagt til, og lagt áherslu á að snjallvæða borgina. Við viljum lækka hraða þar sem hætta er, til dæmis nálægt skólum og annað, en ekki að fara í að þrengja að umferðinni á helstu æðunum. Reykjavík Borgarstjórn Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti í dag stefnumörkun um hámarkshraða á borgargötum og sem verður lögð fyrir borgarráð til samþykktar í næstu viku. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins lagði fram bókun vegna málsins í dag. „Við höfum áhyggjur af því að þegar það er verið að lækka umferðarhraða á lykilakreinum, eins og við Suðurlandsbrautina, Bústaðaveg, Grensásveg og víðar, þá sé tvennt sem geti gerst. Annars vegar að afkastageta kerfisins minnkar og svo hitt að öryggisþátturinn gangi ekki upp, því að umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð og nálægt skólum þegar fólk lendir í umferðarteppu á þessum lykilumferðarsvæðum,“ sagði Eyþór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurður hvort það breyti yfir höfuð miklu á háannatímum hver hámarkshraðinn er, í ljósi þess hve þétt umferðin er, vísar Eyþór til umsagnar Strætó um málið. „Strætó bókaði um það í sinni umsögn að þetta myndi ekki ganga upp fyrir þá að óbreyttu, þannig að þetta tefur líka almenningssamgöngur, það er líka ljóst að íbúar víða hafa áhyggjur af þessu. Þrátt fyrir að íbúar vilji hafa íbúðahverfin á lágum hraða, þá eru það þessir lykil tengivegir sem að við verðum að hafa í lagi,“ svaraði Eyþór. En hvað leggið þið þá frekar til? „Við viljum bæta umferðaröryggið, sérstaklega nálægt íbúðabyggð, bæta gangbrautir eins og snjallbrautir sem við höfum lagt til, og lagt áherslu á að snjallvæða borgina. Við viljum lækka hraða þar sem hætta er, til dæmis nálægt skólum og annað, en ekki að fara í að þrengja að umferðinni á helstu æðunum.
Reykjavík Borgarstjórn Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira