24 eltihrellamál tilkynnt til lögreglu: „Þetta er svolítið mikið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2021 18:01 Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Jóhann K. Síðan nýtt ákvæði í hegningarlögum um umsáturseinelti tók gildi í febrúar hafa minnst 24 mál af slíkum toga komið til kasta lögreglu á landsvísu. Langalgengast er að konur séu fórnarlömb eltihrella og umsáturseineltis en oft eru börn einnig óbeinir þolendur. Þættirnir Ofsóknir hófu göngu sína á Stöð 2 í síðustu viku þar sem fjallað er um umsáturseinelti og reynslu þeirra sem orðið hafa fyrir slíku. Í fyrsta þættinum lýsti Alma Dögg Torfadóttir reynslu sinni en hún var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. „Því miður er það þannig að þetta eru allt of kunnuglegar lýsingar, þetta er ekki einsdæmi sem verið er að lýsa í þessum þáttum,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún ræddi umsáturseinelti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún fagnar því að lögum hafi loks verið breytt í átt til umbóta. „Ég er ekki með tölur aftur í tímann en til þess að gefa tilfinningu fyrir hversu algengt þetta er þá get ég sagt það að frá því að umsáturseinelti, það ákvæði tók gildi núna í febrúar síðastliðnum, og síðan þá hafa sextán mál komið til meðferðar hér hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og ég veit að á landsvísu þá eru þau í kringum 24,“ segir Hulda. Hún segir lýsingarnar á umsáturseinelti í flestum tilfellum vera heldur keimlíkar. „Þetta er þessi háttsemi sem var mjög vel lýst í þessum þætti sem var í vikunni. Það er verið að setja sig í samband símleiðis, senda skilaboð, vera á þessum stöðum sem viðkomandi er á, það eru jafnvel eignaspjöll, það er verið að skera á dekk og svona hitt og þetta. Í raun og veru eru engin takmörk fyrir háttseminni, það fer bara eftir því hvað ímyndunaraflið leyfir,“ segir Hulda. Eina úrræðið var nálgunarbann Aðspurð segir hún 24 mál vera heldur mörg mál, einkum í ljósi þess hve stutt er síðan breyting á hegningarlögum tók gildi er varðar umsáturseinelti. „Þetta segir okkur í rauninni bara umfang þessara mála og við hjá lögreglunni við gleðjumst yfir því að það sé komið ákvæði sem gefur okkur þau verkfæri sem við þurfum til að taka strax á þessu.“ Með ákvæðinu er umsáturseinelti nú lýst í lögum sem refsiverðri háttsemi og sem broti á friðhelgi. „Áður fyrr þá var ekki beint refsiákvæði sem tók á þessu. Það að fylgjast með einhverjum eða að setja sig í samband við hann var ekki refsivert brot. Þannig að eina úrræðið sem lögregla hafði þá var að setja viðkomandi í nálgunarbann og ef að viðkomandi braut gegn nálgunarbanni þá var það orðið sérstakt brot,“ útskýrir Hulda Elsa. Tengist oft heimilisofbeldi „Þetta er svolítið mikið en þetta eru býsna algeng brot við ákveðnar aðstæður. Tengist oft heimilisofbeldismálum og það er algjörlega vitað að þessi brot eru oftast í þeim tilvikum þar sem skilnaður á sér stað og þá er það gagnvart konunni,“ segir Hulda Elsa. Þó séu dæmi um umsáturseineltismál þar sem aðilar eru ótengdir. „Við vitum það að það er alltaf þannig líka, sem er alveg með ólíkindum, það er kannski eitthvað pínulítið tilefni sem leiðir til einhverrar atburðarásar sem er meiriháttar.“ Líkt og áður segir eru konur oftast þolendur í málum af þessum toga, og jafnvel börn sem geta verið óbeinir þolendur. „Það var ástæðan fyrir því að ákveðið var að fara af stað með þetta ákvæði af því að það var talið að sú löggjöf sem var, að hún væri ekki næg til að tryggja réttarvernd kvenna og barna,“ segir Hulda Elsa. En hver eru viðurlögin? „Lágmarksrefsing eru sektir eða fangelsi allt að fjórum árum,“ svarar Hulda Elsa. Ekki hefur enn reynt á mál af þessum toga fyrir dómstólum enn sem komið er að því er Hulda Elsa kemst næst en flest málanna sem komið hafa til kasta lögreglu frá því ákvæðið tók gildi eru enn í rannsókn. Ofsóknir Lögreglumál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þættirnir Ofsóknir hófu göngu sína á Stöð 2 í síðustu viku þar sem fjallað er um umsáturseinelti og reynslu þeirra sem orðið hafa fyrir slíku. Í fyrsta þættinum lýsti Alma Dögg Torfadóttir reynslu sinni en hún var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. „Því miður er það þannig að þetta eru allt of kunnuglegar lýsingar, þetta er ekki einsdæmi sem verið er að lýsa í þessum þáttum,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún ræddi umsáturseinelti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún fagnar því að lögum hafi loks verið breytt í átt til umbóta. „Ég er ekki með tölur aftur í tímann en til þess að gefa tilfinningu fyrir hversu algengt þetta er þá get ég sagt það að frá því að umsáturseinelti, það ákvæði tók gildi núna í febrúar síðastliðnum, og síðan þá hafa sextán mál komið til meðferðar hér hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og ég veit að á landsvísu þá eru þau í kringum 24,“ segir Hulda. Hún segir lýsingarnar á umsáturseinelti í flestum tilfellum vera heldur keimlíkar. „Þetta er þessi háttsemi sem var mjög vel lýst í þessum þætti sem var í vikunni. Það er verið að setja sig í samband símleiðis, senda skilaboð, vera á þessum stöðum sem viðkomandi er á, það eru jafnvel eignaspjöll, það er verið að skera á dekk og svona hitt og þetta. Í raun og veru eru engin takmörk fyrir háttseminni, það fer bara eftir því hvað ímyndunaraflið leyfir,“ segir Hulda. Eina úrræðið var nálgunarbann Aðspurð segir hún 24 mál vera heldur mörg mál, einkum í ljósi þess hve stutt er síðan breyting á hegningarlögum tók gildi er varðar umsáturseinelti. „Þetta segir okkur í rauninni bara umfang þessara mála og við hjá lögreglunni við gleðjumst yfir því að það sé komið ákvæði sem gefur okkur þau verkfæri sem við þurfum til að taka strax á þessu.“ Með ákvæðinu er umsáturseinelti nú lýst í lögum sem refsiverðri háttsemi og sem broti á friðhelgi. „Áður fyrr þá var ekki beint refsiákvæði sem tók á þessu. Það að fylgjast með einhverjum eða að setja sig í samband við hann var ekki refsivert brot. Þannig að eina úrræðið sem lögregla hafði þá var að setja viðkomandi í nálgunarbann og ef að viðkomandi braut gegn nálgunarbanni þá var það orðið sérstakt brot,“ útskýrir Hulda Elsa. Tengist oft heimilisofbeldi „Þetta er svolítið mikið en þetta eru býsna algeng brot við ákveðnar aðstæður. Tengist oft heimilisofbeldismálum og það er algjörlega vitað að þessi brot eru oftast í þeim tilvikum þar sem skilnaður á sér stað og þá er það gagnvart konunni,“ segir Hulda Elsa. Þó séu dæmi um umsáturseineltismál þar sem aðilar eru ótengdir. „Við vitum það að það er alltaf þannig líka, sem er alveg með ólíkindum, það er kannski eitthvað pínulítið tilefni sem leiðir til einhverrar atburðarásar sem er meiriháttar.“ Líkt og áður segir eru konur oftast þolendur í málum af þessum toga, og jafnvel börn sem geta verið óbeinir þolendur. „Það var ástæðan fyrir því að ákveðið var að fara af stað með þetta ákvæði af því að það var talið að sú löggjöf sem var, að hún væri ekki næg til að tryggja réttarvernd kvenna og barna,“ segir Hulda Elsa. En hver eru viðurlögin? „Lágmarksrefsing eru sektir eða fangelsi allt að fjórum árum,“ svarar Hulda Elsa. Ekki hefur enn reynt á mál af þessum toga fyrir dómstólum enn sem komið er að því er Hulda Elsa kemst næst en flest málanna sem komið hafa til kasta lögreglu frá því ákvæðið tók gildi eru enn í rannsókn.
Ofsóknir Lögreglumál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira