Landsmenn eigi að ferðast í svefnherberginu í sumar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2021 13:29 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, hvatti frjósemisgyðjuna til dáða í ræðu sinni á Alþingi í dag. vísir/Vilhelm Landsmenn ættu ekki að gleyma því að ferðast í svefnherberginu í sumar að mati Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Fæðingartíðnin sé of lág til þess að viðhalda velferðarkerfi Íslendinga til framtíðar. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag vakti Þorbjörg Sigríður athygli á því að fæðingartíðni íslenskra kvenna hafi aldrei verið lægri, eða dregist saman um því sem nemur að meðaltali hálfu barni á hverja konu á tíu árum. Fram til árisns 2010 hafi fæðingartíðnin hér á landi verið sú hæsta í Evópu en sé nú í sjötta sæti. Þegar Ísland hafi verið á toppnum hafi meðaltalið verið 2,2 börn á hverja konu. Hún vísaði til þess að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hafi í nýársávarpi sínu hvatt landsmenn til þess að eignast fleiri börn. Þetta ætti einnig að gera hér á landi til þess að viðhalda megi velferðarkerfinu til framtíðar. „Aldurspíramídi sem er á hvolfi getur ekki staðið undir velferðinni og á Íslandi fæðast í dag of fá börn til þess að halda jafnvæginu til lengri tíma litið. Kappsmál stjórnvalda á þess vegna að vera að stuðla að frekari barneignum og þess vegna er það beinlínis í hag okkar að reka fjölskylduvæna pólitík,“ sagði Þorbjörg. Mynd/ Getty. „Við þurfum nefnilega fleiri vinnandi hendur til lengri tíma litið og fleiri lítil börn munu til lengri tíma litið beinlínis bæta lífskjör okkar allra.“ Því væri rétt að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða. „Um þetta ættu landsmenn að hugsa núna þegar þeir ferðast innanhúss og innanlands í sumar, að gleyma þá ekki að ferðast kannski bara dálítið svefnherberginu,“ sagði Þorbjörg. „Ömmum okkar öfum tókst að fjölga sér um tvö hundruð þúsund á tíu árum. Og með þetta í huga, og það í huga að verja velferðina og efnahaginn með fleiri börnum, ættum við líka að hlusta á Ernu [Solberg]. Fyrir land og þjóð og fyrir ríkiskassann,“ sagði Þorbjörg. Alþingi Frjósemi Tengdar fréttir Fleiri börn en fæðingartíðnin lækkar Fleiri börn fæddust á Íslandi á síðasta ári en á árinu á undan. Fæðingartíðni íslenskra kvenna lækkar hins vegar milli ára og er nú 1,72 börn á hverja konu. 9. apríl 2021 09:59 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira
Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag vakti Þorbjörg Sigríður athygli á því að fæðingartíðni íslenskra kvenna hafi aldrei verið lægri, eða dregist saman um því sem nemur að meðaltali hálfu barni á hverja konu á tíu árum. Fram til árisns 2010 hafi fæðingartíðnin hér á landi verið sú hæsta í Evópu en sé nú í sjötta sæti. Þegar Ísland hafi verið á toppnum hafi meðaltalið verið 2,2 börn á hverja konu. Hún vísaði til þess að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hafi í nýársávarpi sínu hvatt landsmenn til þess að eignast fleiri börn. Þetta ætti einnig að gera hér á landi til þess að viðhalda megi velferðarkerfinu til framtíðar. „Aldurspíramídi sem er á hvolfi getur ekki staðið undir velferðinni og á Íslandi fæðast í dag of fá börn til þess að halda jafnvæginu til lengri tíma litið. Kappsmál stjórnvalda á þess vegna að vera að stuðla að frekari barneignum og þess vegna er það beinlínis í hag okkar að reka fjölskylduvæna pólitík,“ sagði Þorbjörg. Mynd/ Getty. „Við þurfum nefnilega fleiri vinnandi hendur til lengri tíma litið og fleiri lítil börn munu til lengri tíma litið beinlínis bæta lífskjör okkar allra.“ Því væri rétt að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða. „Um þetta ættu landsmenn að hugsa núna þegar þeir ferðast innanhúss og innanlands í sumar, að gleyma þá ekki að ferðast kannski bara dálítið svefnherberginu,“ sagði Þorbjörg. „Ömmum okkar öfum tókst að fjölga sér um tvö hundruð þúsund á tíu árum. Og með þetta í huga, og það í huga að verja velferðina og efnahaginn með fleiri börnum, ættum við líka að hlusta á Ernu [Solberg]. Fyrir land og þjóð og fyrir ríkiskassann,“ sagði Þorbjörg.
Alþingi Frjósemi Tengdar fréttir Fleiri börn en fæðingartíðnin lækkar Fleiri börn fæddust á Íslandi á síðasta ári en á árinu á undan. Fæðingartíðni íslenskra kvenna lækkar hins vegar milli ára og er nú 1,72 börn á hverja konu. 9. apríl 2021 09:59 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira
Fleiri börn en fæðingartíðnin lækkar Fleiri börn fæddust á Íslandi á síðasta ári en á árinu á undan. Fæðingartíðni íslenskra kvenna lækkar hins vegar milli ára og er nú 1,72 börn á hverja konu. 9. apríl 2021 09:59