Skreytum hús: „Það er svolítið eins og það sé vatnshalli á rýminu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. apríl 2021 08:00 Soffía Dögg gjörbreytti fjölskylduherbergi í öðrum þætti af nýju þáttaröðinni af Skreytum hús. Skreytum hús Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fékk Soffía Dögg það verkefni að taka í gegn sjónvarpsherbergi í Breiðholti sem „veit eiginlega ekki alveg hvernig það vill vera.“ Rýmið á að nýtast allri fjölskyldunni og þar þarf að vera sjónvarp, píanó og vinnuaðstaða. Þegar Soffía Dögg mætti á heimilið var ljóst að rýmið væri stórt en ekki vel nýtt eins og staðan var þá. „Vandamálið er að við erum með allt á einum stað einhvern veginn,“ útskýrði Berglind Ósk Kristjánsdóttir um fjölskylduherbergið sitt og Soffía Dögg tók undir. „Það er svolítið eins og það sé vatnshalli á rýminu.“ Fjölskyldutölva, píanó og sjónvarpssófi þurftu að komast fyrir í sama rýminu.Skreytum hús Naggrísir barnanna voru með eigin einkasvítu svo nauðsynlegt var að þarfagreina rýmið. U-sófi var efst á óskalista fimm manna fjölskyldunnar og svo fékk Soffía Dögg lausar hendur við að skreyta. Jafnvægi vantaði í herbergið, þar sem öll stóru húsgögnin voru á sama stað.Skreytum hús Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og eins og alltaf mælum við með því að þið horfið á þáttinn áður en þið lesið áfram. Klippa: Skreytum hús - Tómstundaherbergi í Breiðholti „Maður kyssir marga froska áður en maður kyssir prinsinn og það sama á við um sófana,“ segir Soffía Dögg þegar þær leita að rétta fjölskyldusófanum fyrir sjónvarpsrýmið. Fyrir valinu var stór og veglegur sófi, þar sem pláss er fyrir alla fjölskylduna. Herbergið var málað í litnum Ylja sem gaf rýminu mikinn hlýleika.Skreytum hús Breytingarnar eru bara geggjaðar, þetta er bara allt annað rými,“ sagði Berglind þegar hún fékk að sjá fjölskylduherbergið eftir breytingarnar. „Þetta er bara fullkomið og hlýleikinn er kominn. Þetta er bara um fram allt komið og við getum öll verið þarna niðri.“ Nú eru tvö skrifborð svo það geta tveir verið í tölvunni á sama tíma.Skreytum hús „Þó að við séum ekki öll að gera sama hlutinn þá getum við öll verið á sama stað.“ Soffía Dögg setti upp ramma á stóra vegginn í rýminu og svo ætlar fjölskyldan að láta framkalla fjölskyldumyndir til að setja í rammana.Skreytum hús Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+ efnisveituna. Skreytum hús Hús og heimili Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skreytum hús: Svefnherbergið nánast óþekkjanlegt eftir breytingarnar Í fyrsta þættinum af annarri þáttaröð af Skreytum hús, fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á hjónaherbergi. Soffía Dögg Garðarsdóttir heimsækir Rut Jóhannsdóttir og Davíð Þorsteinn Olgeirsson, sem eru nýflutt ásamt börnum í nýbyggingu í Úlfarsárdal. 7. apríl 2021 07:00 Byrjar á að taka í gegn svefnherbergi í tilvistarkreppu „Í þessari þáttaröð má fólk eiga von á því sama og í þeirri fyrri. Við reynum að finna hagkvæmar og sniðugar lausnir, og að gera hvert rými fallegt og þannig að það henti vel íbúum,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir. 6. apríl 2021 17:16 „Við erum að leita að einhverju sem grípur augað og vantar smá ást og alúð“ „Það er alveg ótrúlega spennandi að fara af stað aftur,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir, þáttastjórnandi Skreytum hús. Önnur þáttaröð fer af stað í mars og leitar hún nú að þátttakendum fyrir hönnunarþáttinn. 23. janúar 2021 11:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Rýmið á að nýtast allri fjölskyldunni og þar þarf að vera sjónvarp, píanó og vinnuaðstaða. Þegar Soffía Dögg mætti á heimilið var ljóst að rýmið væri stórt en ekki vel nýtt eins og staðan var þá. „Vandamálið er að við erum með allt á einum stað einhvern veginn,“ útskýrði Berglind Ósk Kristjánsdóttir um fjölskylduherbergið sitt og Soffía Dögg tók undir. „Það er svolítið eins og það sé vatnshalli á rýminu.“ Fjölskyldutölva, píanó og sjónvarpssófi þurftu að komast fyrir í sama rýminu.Skreytum hús Naggrísir barnanna voru með eigin einkasvítu svo nauðsynlegt var að þarfagreina rýmið. U-sófi var efst á óskalista fimm manna fjölskyldunnar og svo fékk Soffía Dögg lausar hendur við að skreyta. Jafnvægi vantaði í herbergið, þar sem öll stóru húsgögnin voru á sama stað.Skreytum hús Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og eins og alltaf mælum við með því að þið horfið á þáttinn áður en þið lesið áfram. Klippa: Skreytum hús - Tómstundaherbergi í Breiðholti „Maður kyssir marga froska áður en maður kyssir prinsinn og það sama á við um sófana,“ segir Soffía Dögg þegar þær leita að rétta fjölskyldusófanum fyrir sjónvarpsrýmið. Fyrir valinu var stór og veglegur sófi, þar sem pláss er fyrir alla fjölskylduna. Herbergið var málað í litnum Ylja sem gaf rýminu mikinn hlýleika.Skreytum hús Breytingarnar eru bara geggjaðar, þetta er bara allt annað rými,“ sagði Berglind þegar hún fékk að sjá fjölskylduherbergið eftir breytingarnar. „Þetta er bara fullkomið og hlýleikinn er kominn. Þetta er bara um fram allt komið og við getum öll verið þarna niðri.“ Nú eru tvö skrifborð svo það geta tveir verið í tölvunni á sama tíma.Skreytum hús „Þó að við séum ekki öll að gera sama hlutinn þá getum við öll verið á sama stað.“ Soffía Dögg setti upp ramma á stóra vegginn í rýminu og svo ætlar fjölskyldan að láta framkalla fjölskyldumyndir til að setja í rammana.Skreytum hús Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+ efnisveituna.
Skreytum hús Hús og heimili Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skreytum hús: Svefnherbergið nánast óþekkjanlegt eftir breytingarnar Í fyrsta þættinum af annarri þáttaröð af Skreytum hús, fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á hjónaherbergi. Soffía Dögg Garðarsdóttir heimsækir Rut Jóhannsdóttir og Davíð Þorsteinn Olgeirsson, sem eru nýflutt ásamt börnum í nýbyggingu í Úlfarsárdal. 7. apríl 2021 07:00 Byrjar á að taka í gegn svefnherbergi í tilvistarkreppu „Í þessari þáttaröð má fólk eiga von á því sama og í þeirri fyrri. Við reynum að finna hagkvæmar og sniðugar lausnir, og að gera hvert rými fallegt og þannig að það henti vel íbúum,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir. 6. apríl 2021 17:16 „Við erum að leita að einhverju sem grípur augað og vantar smá ást og alúð“ „Það er alveg ótrúlega spennandi að fara af stað aftur,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir, þáttastjórnandi Skreytum hús. Önnur þáttaröð fer af stað í mars og leitar hún nú að þátttakendum fyrir hönnunarþáttinn. 23. janúar 2021 11:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Skreytum hús: Svefnherbergið nánast óþekkjanlegt eftir breytingarnar Í fyrsta þættinum af annarri þáttaröð af Skreytum hús, fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á hjónaherbergi. Soffía Dögg Garðarsdóttir heimsækir Rut Jóhannsdóttir og Davíð Þorsteinn Olgeirsson, sem eru nýflutt ásamt börnum í nýbyggingu í Úlfarsárdal. 7. apríl 2021 07:00
Byrjar á að taka í gegn svefnherbergi í tilvistarkreppu „Í þessari þáttaröð má fólk eiga von á því sama og í þeirri fyrri. Við reynum að finna hagkvæmar og sniðugar lausnir, og að gera hvert rými fallegt og þannig að það henti vel íbúum,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir. 6. apríl 2021 17:16
„Við erum að leita að einhverju sem grípur augað og vantar smá ást og alúð“ „Það er alveg ótrúlega spennandi að fara af stað aftur,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir, þáttastjórnandi Skreytum hús. Önnur þáttaröð fer af stað í mars og leitar hún nú að þátttakendum fyrir hönnunarþáttinn. 23. janúar 2021 11:00