Hugulsamur þjófur stal húsgögnum en skildi önnur úr plasti eftir Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2021 13:22 Húsgögnin sem voru á pallinum og húsgögnin sem hinn hugulsami þjófur kom fyrir í staðinn. Ásrún Matthíasdóttir lektor hjá HR lendi í sérdeilis einkennilegu atviki en býræfinn þjófur gerði sér lítið fyrir og stal húsgögnum við raðhús hennar á Spáni en skildi önnur lakari eftir í staðinn. „Brugðum okkur af bæ og á meðan var sólhúsgögnunum stolið og í staðinn sett plasthúsgögn. Ef einhver rekst á húsgögnin okkar þá má gjarnan biðja þau að koma aftur heim.“ Ástrún greinir frá þessu fyrir fáeinum dögum í Facebook-hópi sem heitir „Íslendingar á Spáni Costa Blanca“ og þykir fólki þar málið allt hið einkennilegasta, að vonum. Ásrún hlær við þegar blaðamaður Vísis spurði hvort húsgögnin hafi komið í leitirnar, en segir svo ekki vera. Til stendur að hengja upp auglýsingu og ef til vill kemur eitthvað út úr því. Fyndið og pirrandi í senn „Það eru ýmsar kenningar uppi. Þetta er nú eiginlega bara fyndið, en pirrandi. Þetta eru gömul húsgögn en maður þarf þá að kaupa sér ný. En þetta er, já skrítið,“ segir Ásrún. Ásrún segir þetta dularfulla mál bæði fyndið og pirrandi í senn.HR Ásrún og maður hennar Jón Friðrik Sigurðsson prófessor, eiga raðhús með börnum sínum á Spáni, á Costa Blanca í La Zenia-hverfinu. Því er ekki um það að ræða, eins og einn sem tekur þátt í umræðu um þetta dularfulla mál gerir skóna, að leigusali hafi komið og skipt húsgögnunum út. En sá sem hafði með sér húsgögn þeirra hjóna gætti þess að skilja eftir borð í stað þess sem hvarf auk fjögurra stóla. Málið þykir hið dularfyllsta „Þetta er undarlegt í alla staði, tóku litla ljósaseríu líka og vatnsslöngu,“ segir Ásrún. En þau hafa ekki getað dvalið í húsi sínu neitt vegna kórónuveirunnar og ástandsins sem henni er samfara. Ýmsir hafa sett athugasemd við áskorun Ásrúnar, þess efnis að húsgögnunum verði skilað. Þeim þykir þetta vægast sagt furðulegt mál. Halldóra Sigurðardóttir hefur á orði að þetta sé „nokkuð heiðarlegur þjófur“ og Jacqueline D‘Mello Gunnarsson spyr hvort þetta „sé ekki bara einhver sem þið þekkið og er að stríða ykkur? Næst verður búið að skipta aftur.“ Íslendingar erlendis Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
„Brugðum okkur af bæ og á meðan var sólhúsgögnunum stolið og í staðinn sett plasthúsgögn. Ef einhver rekst á húsgögnin okkar þá má gjarnan biðja þau að koma aftur heim.“ Ástrún greinir frá þessu fyrir fáeinum dögum í Facebook-hópi sem heitir „Íslendingar á Spáni Costa Blanca“ og þykir fólki þar málið allt hið einkennilegasta, að vonum. Ásrún hlær við þegar blaðamaður Vísis spurði hvort húsgögnin hafi komið í leitirnar, en segir svo ekki vera. Til stendur að hengja upp auglýsingu og ef til vill kemur eitthvað út úr því. Fyndið og pirrandi í senn „Það eru ýmsar kenningar uppi. Þetta er nú eiginlega bara fyndið, en pirrandi. Þetta eru gömul húsgögn en maður þarf þá að kaupa sér ný. En þetta er, já skrítið,“ segir Ásrún. Ásrún segir þetta dularfulla mál bæði fyndið og pirrandi í senn.HR Ásrún og maður hennar Jón Friðrik Sigurðsson prófessor, eiga raðhús með börnum sínum á Spáni, á Costa Blanca í La Zenia-hverfinu. Því er ekki um það að ræða, eins og einn sem tekur þátt í umræðu um þetta dularfulla mál gerir skóna, að leigusali hafi komið og skipt húsgögnunum út. En sá sem hafði með sér húsgögn þeirra hjóna gætti þess að skilja eftir borð í stað þess sem hvarf auk fjögurra stóla. Málið þykir hið dularfyllsta „Þetta er undarlegt í alla staði, tóku litla ljósaseríu líka og vatnsslöngu,“ segir Ásrún. En þau hafa ekki getað dvalið í húsi sínu neitt vegna kórónuveirunnar og ástandsins sem henni er samfara. Ýmsir hafa sett athugasemd við áskorun Ásrúnar, þess efnis að húsgögnunum verði skilað. Þeim þykir þetta vægast sagt furðulegt mál. Halldóra Sigurðardóttir hefur á orði að þetta sé „nokkuð heiðarlegur þjófur“ og Jacqueline D‘Mello Gunnarsson spyr hvort þetta „sé ekki bara einhver sem þið þekkið og er að stríða ykkur? Næst verður búið að skipta aftur.“
Íslendingar erlendis Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira