Gulldrengurinn Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 14:31 Neymar er mikill aðdáandi liðsfélaga síns Mbappé. EPA-EFE/YOAN VALAT Brasilíumaðurinn Neymar heldur vart vatni yfir samherja sínum Kylian Mbappé og hrósaði honum út í eitt er hann ræddi við fjölmiðla fyrir leikinn gegn Bayern München í kvöld. Í kvöld mætast Paris Saint-Germain og Bayern München í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. París gerði sér lítið fyrir og lagði Evrópumeistara Bayern í Þýskalandi og er því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins. Neymar var í viðtali við France Football og þar kom hann inn á hinn magnaða Mbappé sem skoraði tvö af mörkum PSG í fyrri leik liðanna. „Mbappé er frábær manneskja, það er alltaf stutt grínið en að sama sakpi er hann mjög tillitsamur og mjög góður við fólkið í kringum sig. Það eru forréttindi að fá að æfa og spila með honum enda er hann frábær knattspyrnumaður. Í grunninn er hann góðhjörtuð manneskja og það er ástæðan fyrir því að við höfum náð svona vel saman frá fyrstu kynnum.“ „Hann er hugmyndaríkur, gáfaður og að sjálfsögðu sneggri en flestir. Hann er gulldrengurinn okkar,“ sagði Neymar um samherja sinn. Neymar on Mbappe: "Kylian is very considerate, always happy, polite and kind to everyone. "He is a very beautiful person. That s why we ve got along so well since our first contact." [France Football] pic.twitter.com/KwCrGzZEfx— Goal (@goal) April 12, 2021 Mbappé er með fljótustu leikmönnum heims en það er ekki nóg að vera hraður segir sá brasilíski. „Það skiptir engu máli hversu hraður þú ert ef þú kannt ekki að nota hraðann. Mbappé er hins vegar meðal þeirra bestu í heimi þegar kemur að því að rekja boltann,“ bætti Neymar við. Leikur PSG og Bayern er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld, og leikur Chelsea og Porto á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir hefjast kl. 19 en upphitun hefst kl. 18.15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
Í kvöld mætast Paris Saint-Germain og Bayern München í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. París gerði sér lítið fyrir og lagði Evrópumeistara Bayern í Þýskalandi og er því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins. Neymar var í viðtali við France Football og þar kom hann inn á hinn magnaða Mbappé sem skoraði tvö af mörkum PSG í fyrri leik liðanna. „Mbappé er frábær manneskja, það er alltaf stutt grínið en að sama sakpi er hann mjög tillitsamur og mjög góður við fólkið í kringum sig. Það eru forréttindi að fá að æfa og spila með honum enda er hann frábær knattspyrnumaður. Í grunninn er hann góðhjörtuð manneskja og það er ástæðan fyrir því að við höfum náð svona vel saman frá fyrstu kynnum.“ „Hann er hugmyndaríkur, gáfaður og að sjálfsögðu sneggri en flestir. Hann er gulldrengurinn okkar,“ sagði Neymar um samherja sinn. Neymar on Mbappe: "Kylian is very considerate, always happy, polite and kind to everyone. "He is a very beautiful person. That s why we ve got along so well since our first contact." [France Football] pic.twitter.com/KwCrGzZEfx— Goal (@goal) April 12, 2021 Mbappé er með fljótustu leikmönnum heims en það er ekki nóg að vera hraður segir sá brasilíski. „Það skiptir engu máli hversu hraður þú ert ef þú kannt ekki að nota hraðann. Mbappé er hins vegar meðal þeirra bestu í heimi þegar kemur að því að rekja boltann,“ bætti Neymar við. Leikur PSG og Bayern er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld, og leikur Chelsea og Porto á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir hefjast kl. 19 en upphitun hefst kl. 18.15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira