„Pólitískar skoðanir Kára eru ekki vísindi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2021 07:56 „Það var kokhraustur Kári sem vildi bjóða heiminn velkominn,“ segir Eva um afstöðu Kára sumarið 2020. „Ég er hlynnt ströngum sóttvarnarráðstöfunum og tel að rétt hefði verið að hefta komur ferðamanna til landsins strax í febrúar 2020. Það gleður mig að Kári skuli setja sóttvarnir ofar hagsmunum ferðaþjónustunnar.“ Þetta segir Eva Hauksdóttir lögfræðingur í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun, þar sem hún fjallar um vísindalegt framlag Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og pólitískar skoðanir hans, og nauðsyn þess að gera greinarmun þar á. „Það hryggir mig aftur á móti að þvílíkur áhrifamaður skuli telja réttlætanlegt að beita nauðungarvistun á grundvelli reglugerðar sem skortir lagastoð. Það er góð ástæða fyrir því að skýra lagaheimild þurfi fyrir svo íþyngjandi aðgerðum - að öðrum kosti gætu ráðherrar skert frelsi borgaranna að eigin geðþótta. Og nú má vel vera að Svandís Svavarsdóttir sé mikil afbragðsmanneskja og dásamlegur ráðherra en við vitum ekkert hverskonar fasistar geta átt eftir að verma ráðherrastóla á Íslandi. Það yrði hræðilegt fordæmi ef dómstólar legðu blessun sína yfir reglugerðina umdeildu,“ heldur Eva áfram. Aðfinnsluvert að reka áróður undir merkjum vísinda „Kári Stefánsson er kennivald á sínu sviði og þessvegna fær hann áheyrn,“ segir Eva. Framlag hans til smitvarna gegn kórónuveirunni sé ómetanlegt en framlag hans til pólitískrar stefnumótunar hins vegar umdeilanlegt. „Hann hefur hvað eftir annað tjáð pólitískar skoðanir sínar á áhrifum samkomutakmarkana í sömu mund og hann talar um hegðun veirunnar og aðferðir til að fylgjast með henni og þótt Kára sé að sjálfsögðu frjálst að tjá hug sinn þá skiptir máli hvort hugmyndir hans eru settar fram sem persónulegar skoðanir eða í krafti kennivalds hans sem vísindamanns.“ Þar sem Kári gæti þess ekki sjálfur að halda vísindaþekkingu og pólitískum skoðunum aðgreindum sé mikilvægt að almenningur átti sig á muninum. „Við skulum átta okkur á því að Kári er ekki í hlutverki vísindamanns þegar um er að ræða greinar eða viðtöl sem snúast ekki um það hvernig veiran hegðar sér heldur um aðgerðir stjórnvalda. Ég hef ekkert á móti pólitískum áróðri og finnst sjálfsagt að valda- og áhrifafólk láti pólitískar skoðanir í ljós. Það er aftur á móti aðfinnsluvert að reka slíkan áróður undir merkjum vísinda,“ segir Eva. „Langt út fyrir sitt sérsvið“ Eva tekur síðan „dæmi um áróður í bland við fræðslu“ og fjallar meðal annars um óánægju Kára með niðurstöðu héraðsdóms um reglugerð sem heimilaði yfirvöldum að skikka ferðamenn til að dvelja í sóttvarnahúsi. Kári megi vitanlega hafa þá skoðun en hann sé ekki lögfræðingur, heldur eins og hver annar áhugamaður þegar kemur að lögum og dómum. „Það er mikilvægt að hlusta á vísindamenn þegar þeir tjá sig um vísindi sem varða brýna hagsmuni almennings. En það er líka mikilvægt að átta sig á því hvenær menn tala sem sérfræðingar og hvenær þeir eru aðallega að koma pólitískum skoðunum sínum á framfæri. Skoðanir Kára Stefánssonar á því hversu hörðum sóttvarnarráðstöfunum ætti að beita eru ekkert heilagri en skoðanir okkar hinna, sem sést kannski best á því að Kári 2021 er algerlega ósammála Kára 2020,“ segir Eva. Þá segir hún mikilvægt að fólk sé meðvitað um að „þeir sem tjá sig í krafti kennivalds fara stundum langt út fyrir sitt sérsvið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Þetta segir Eva Hauksdóttir lögfræðingur í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun, þar sem hún fjallar um vísindalegt framlag Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og pólitískar skoðanir hans, og nauðsyn þess að gera greinarmun þar á. „Það hryggir mig aftur á móti að þvílíkur áhrifamaður skuli telja réttlætanlegt að beita nauðungarvistun á grundvelli reglugerðar sem skortir lagastoð. Það er góð ástæða fyrir því að skýra lagaheimild þurfi fyrir svo íþyngjandi aðgerðum - að öðrum kosti gætu ráðherrar skert frelsi borgaranna að eigin geðþótta. Og nú má vel vera að Svandís Svavarsdóttir sé mikil afbragðsmanneskja og dásamlegur ráðherra en við vitum ekkert hverskonar fasistar geta átt eftir að verma ráðherrastóla á Íslandi. Það yrði hræðilegt fordæmi ef dómstólar legðu blessun sína yfir reglugerðina umdeildu,“ heldur Eva áfram. Aðfinnsluvert að reka áróður undir merkjum vísinda „Kári Stefánsson er kennivald á sínu sviði og þessvegna fær hann áheyrn,“ segir Eva. Framlag hans til smitvarna gegn kórónuveirunni sé ómetanlegt en framlag hans til pólitískrar stefnumótunar hins vegar umdeilanlegt. „Hann hefur hvað eftir annað tjáð pólitískar skoðanir sínar á áhrifum samkomutakmarkana í sömu mund og hann talar um hegðun veirunnar og aðferðir til að fylgjast með henni og þótt Kára sé að sjálfsögðu frjálst að tjá hug sinn þá skiptir máli hvort hugmyndir hans eru settar fram sem persónulegar skoðanir eða í krafti kennivalds hans sem vísindamanns.“ Þar sem Kári gæti þess ekki sjálfur að halda vísindaþekkingu og pólitískum skoðunum aðgreindum sé mikilvægt að almenningur átti sig á muninum. „Við skulum átta okkur á því að Kári er ekki í hlutverki vísindamanns þegar um er að ræða greinar eða viðtöl sem snúast ekki um það hvernig veiran hegðar sér heldur um aðgerðir stjórnvalda. Ég hef ekkert á móti pólitískum áróðri og finnst sjálfsagt að valda- og áhrifafólk láti pólitískar skoðanir í ljós. Það er aftur á móti aðfinnsluvert að reka slíkan áróður undir merkjum vísinda,“ segir Eva. „Langt út fyrir sitt sérsvið“ Eva tekur síðan „dæmi um áróður í bland við fræðslu“ og fjallar meðal annars um óánægju Kára með niðurstöðu héraðsdóms um reglugerð sem heimilaði yfirvöldum að skikka ferðamenn til að dvelja í sóttvarnahúsi. Kári megi vitanlega hafa þá skoðun en hann sé ekki lögfræðingur, heldur eins og hver annar áhugamaður þegar kemur að lögum og dómum. „Það er mikilvægt að hlusta á vísindamenn þegar þeir tjá sig um vísindi sem varða brýna hagsmuni almennings. En það er líka mikilvægt að átta sig á því hvenær menn tala sem sérfræðingar og hvenær þeir eru aðallega að koma pólitískum skoðunum sínum á framfæri. Skoðanir Kára Stefánssonar á því hversu hörðum sóttvarnarráðstöfunum ætti að beita eru ekkert heilagri en skoðanir okkar hinna, sem sést kannski best á því að Kári 2021 er algerlega ósammála Kára 2020,“ segir Eva. Þá segir hún mikilvægt að fólk sé meðvitað um að „þeir sem tjá sig í krafti kennivalds fara stundum langt út fyrir sitt sérsvið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira