Sextíu ár síðan Gagarín var skotið út í geim Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2021 12:38 Júrí Gagarín, í geimbúningi sínum eftir að honum var skotið út í geim árið 1961. Vísir/Getty Í dag eru sextíu ár liðin frá því Júrí Gagarín varð fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Honum var skotið á loft frá Sovétríkjunum þann 12. apríl 1961 og varði 108 mínútum í geimnum. Hinn 27 ára gamli Gagarín fór einn hring um jörðu og stökk síðan úr geimfari sínu og lenti með fallhlíf á kartöfluakri við borgina Engels skammt frá ánni Volgu í Rússlandi. Þar voru þær Rita Nurskanova, sem var fimm ára, og amma hennar. Hér má sjá myndefni frá geimskotinu sjálfu. Moscow Times segir að í viðtali hafi Nurskanova sagt frá því að amma hennar hafi lagst á bæn og viljað hlaupa á brott þegar þær sáu Gagarín svífa til jarðar. Hann hafi þó róað þær niður, staðhæft að hann væri mennskur og þær hafi hjálpað honum að losa hjálm hans. Gagarín var hylltur sem hetja Sovétríkjanna en fjórum árum áður hafði ríkið verið fyrst til að senda gervihnött á braut um jörðu. Hann dó í flugslysi sjö árum seinna. Hér má sjá ávarp sem Gagarín veitti ári eftir geimskotið. Mikill fögnuður hefur farið fram í Rússlandi í dag og ferðaðist Vladímír Pútín, forseti Rússlands, til Engels, þar sem Gagarín lenti, og heimsótti minnisvarða sem þar var reistur. Fjórir Rússar eru nú um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og segir í frétt Moscow Times að þeir hafi sent kveðjur til jarðarbúa í dag og hyllt afreki Gagaríns. Hér má sjá stutt myndband frá Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, sem inniheldur meðal annars kveðjur frá fjórum rússneskum geimförum sem eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. , @KudSverchkov, @Novitskiy_iss , ! # #12 # pic.twitter.com/EcXMNhUgRN— (@roscosmos) April 11, 2021 Hér má sjá kveðju frá geimfaranum Ivan Vagner í tilefni dagsins. I congratulate those working for the benefit of the space industry and space exploration on the International Day of Cosmonautics! Congratulations also go to those who are interested in space! Wishing you new interesting and ambitious projects, space success and achievements! pic.twitter.com/1BwjdLPqcB— Ivan Vagner (@ivan_mks63) April 12, 2021 Geimiðnaður Rússlands á í ákveðnum vandræðum um þessar mundir. Dregið hafi úr fjárveitingum og hneykslismál hafi komið upp, svo eitthvað sé nefnt. Með notkun hinna áreiðanlegu Soyuz eldflauga hafa Rússar einir sent menn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en ríkið hefur þó átt í erfiðleikum með að halda í við tækniþróun. Rússland Geimurinn Tækni Sovétríkin Kalda stríðið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Gagarín fór einn hring um jörðu og stökk síðan úr geimfari sínu og lenti með fallhlíf á kartöfluakri við borgina Engels skammt frá ánni Volgu í Rússlandi. Þar voru þær Rita Nurskanova, sem var fimm ára, og amma hennar. Hér má sjá myndefni frá geimskotinu sjálfu. Moscow Times segir að í viðtali hafi Nurskanova sagt frá því að amma hennar hafi lagst á bæn og viljað hlaupa á brott þegar þær sáu Gagarín svífa til jarðar. Hann hafi þó róað þær niður, staðhæft að hann væri mennskur og þær hafi hjálpað honum að losa hjálm hans. Gagarín var hylltur sem hetja Sovétríkjanna en fjórum árum áður hafði ríkið verið fyrst til að senda gervihnött á braut um jörðu. Hann dó í flugslysi sjö árum seinna. Hér má sjá ávarp sem Gagarín veitti ári eftir geimskotið. Mikill fögnuður hefur farið fram í Rússlandi í dag og ferðaðist Vladímír Pútín, forseti Rússlands, til Engels, þar sem Gagarín lenti, og heimsótti minnisvarða sem þar var reistur. Fjórir Rússar eru nú um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og segir í frétt Moscow Times að þeir hafi sent kveðjur til jarðarbúa í dag og hyllt afreki Gagaríns. Hér má sjá stutt myndband frá Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, sem inniheldur meðal annars kveðjur frá fjórum rússneskum geimförum sem eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. , @KudSverchkov, @Novitskiy_iss , ! # #12 # pic.twitter.com/EcXMNhUgRN— (@roscosmos) April 11, 2021 Hér má sjá kveðju frá geimfaranum Ivan Vagner í tilefni dagsins. I congratulate those working for the benefit of the space industry and space exploration on the International Day of Cosmonautics! Congratulations also go to those who are interested in space! Wishing you new interesting and ambitious projects, space success and achievements! pic.twitter.com/1BwjdLPqcB— Ivan Vagner (@ivan_mks63) April 12, 2021 Geimiðnaður Rússlands á í ákveðnum vandræðum um þessar mundir. Dregið hafi úr fjárveitingum og hneykslismál hafi komið upp, svo eitthvað sé nefnt. Með notkun hinna áreiðanlegu Soyuz eldflauga hafa Rússar einir sent menn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar en ríkið hefur þó átt í erfiðleikum með að halda í við tækniþróun.
Rússland Geimurinn Tækni Sovétríkin Kalda stríðið Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira