Innlent

Hættu­­stigi lýst yfir þegar vél með skakkt hjól þurfti að lenda

Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa
Hættustig var lýst yfir á flugvellinum þegar í ljós kom að nefhjól vélarinnar hafði skekkst.
Hættustig var lýst yfir á flugvellinum þegar í ljós kom að nefhjól vélarinnar hafði skekkst. Vísir/Vilhelm

Hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag þegar í ljós kom að nefhjól einkaþotu sem tekið hafði á loft frá flugvellinum hafði skekkst. Mikill viðbúnaður var á vellinum þegar vélin lenti, en engan sakaði.

Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Vélin fór í loftið um tuttugu mínútur yfir tvö. Flugmaður fékk meldingu um að eitthvað væri að lendingarbúnaði, hringsólaði þá til að eyða eldsneyti vélarinnar og lenti um tíu mínútur í fjögur.

Eftir lendinguna, sem gekk snurðulaust fyrir sig, var vélinni ekið af flugbraut inn á akbraut, þar sem hún er núna. Þar kom í ljós að nefhjól vélarinnar hafði skekkst. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur verið gert viðvart og mun hún rannsaka málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×