Tíska og hönnun

Spá þessum trendum mest áberandi árið 2021

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Heiður Ósk og Ingunn Sig vinna saman undir nafninu HI beauty.
Heiður Ósk og Ingunn Sig vinna saman undir nafninu HI beauty. Vísir/Vilhelm

Í nýjum þætti af hlaðvarpinu HI Beauty fóru þær Ingunn Sig og Heiður Ósk yfir trendin sem þær spá því að taki yfir förðunar- og snyrtivöruheiminn og fatatískuna í ár.

Ingunn og Heiður Ósk hafa margra ára reynslu þegar kemur snyrtivörum, hári og förðun og höfðu því af nógu af taka. Þær eru eigendur Reykjavík Makeup School og halda úti samfélagsmiðlum og hlaðvarpi undir nafninu HI Beauty. Þær eru einnig með þættina Snyrtiborðið með HI beauty, hér á Vísi.

Þáttinn má finna í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Hér fyrir neðan eru helstu trendin sem þær Ingunn og Heiður telja að muni eiga árið í ár. Í hárgreiðslunni er það fléttur, tígó og 70's hártoppur. Í förðun eru kinnalitir í aðalhlutverki og einnig áberandi augnblýantur. 

Þegar kemur að húðinni eru hyaluronic sýrur, virk efni í húðvörum og alls konar sniðug tól fyrir húðumhirðu mjög áberandi.  Naglatrendin eru orðin skrautleg og falleg. Handmálaðar neglur og áberandi litir eru ofarlega í vinsældum í augnablikinu. Í fatatískunni eru plasthringir að ná að koma með endurkomu og jogginggallarnir hafa tekið yfir, afslappað og um fram allt þægilegt lúkk. 

HI beauty
HI beauty
HI beauty
HI beauty
HI beauty

Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan og á öllum helstu efnisveitum.

Klippa: HI Beauty hlaðvarp - 2021 Trend

Tengdar fréttir

Hannes lýtalæknir: „Maður er að skapa eitthvað“

„Að vera lýtalæknir, maður er hálfgerður listamaður. Það fer mikil orka og pælingar í það að fá sem fullkomnustu útkomu,“ segir Hannes Sigurjónsson lýtalæknir á Dea Medica. Hann segir að það hafi verið aukning í lýtalækningum hér á landi í Covid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×