Reri heilt maraþon í frostinu í hvatvísiskasti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. apríl 2021 07:00 Leikarinn Arnar Dan hvetur alla þá sem geta hreyft sig til að gera það sem oftast. Leikarinn Arnar Dan sýndi frá því i vikunni þegar hann reri heilt maraþon, eða 42,2 kílómetra, á róðravél. Það vakti sérstaka athygli að hann gerði þetta utandyra í frostinu. „Mig langaði að róa maraþon um hádegi og var byrjaður klukkan þrjú. Spontant ákvörðun eins og margar aðrar. Prófa og sjá hvað það er. Mér finnst prógrömm leiðinleg, markmiðið er að geta bara brugðist við og gert það sem manni langar hér og nú, af því bara,“ segir Arnar um uppátækið. Maraþonið tók hann í garðinum hjá móður sinni. „Ég tók út róðravélina sem ég gaf henni í sextugsafmælisgjöf út í garð í fjögurra stiga frosti og byrjaði.“ Arnar hafði einu sinni áður prófað vélina áður en hann kláraði sitt fyrsta maraþon en hafði einnig prófað fjórum sinnum róðravél í World Class. Hann er samt duglegur að hreyfa líkaman sinn. „Ég æfði sund sem barn, en undanfarin ár verið í hreyfiflæðis partýi hjá Primal Iceland og heimspekin gengur út á að hreyfa sig hreyfingarinnar vegna og sú action getur farið fram hvar sem er hvenær sem er.“ Kókosbollur og heitur bakstur Hann segir að það besta við róðravélinni er að maður geti stjórnað svolítið ákefðinni og þar með álaginu sjálfur. „Ég lallaði þetta og var þrjá klukkutíma og þrjátíu mínútur með vegalengdina svo tempoið var ekkert svakalegt. Áhugavert að finna á þriðja klukkutímanum hvernig hendurnar höguðu sér eftir um það bil sex þúsund handtök. Ég þarf að dreifa álaginu betur.“ Arnar segir að þetta hafi verið skemmtileg áskorun. „Heilt yfir þá var þetta ekkert svakalega erfitt. Þarf að ögra mér frekar reyna við hundrað kílómetra. Reyndar var rassinn orðinn þreyttur á allri setunni.“ Ekkert kom honum á óvart þar sem hann vissi nákvæmlega hvað hann var að fara út í. Arnar sýndi aðeins frá þessu á Instagram og mátti þar sjá að hann hafði gott stuðningslið á staðnum. „Mamma, konan og strákarnir mínir tveir. Þau stjönuðu í kringum mig og sáu til þess að mig skorti ekki neitt. Fékk heitan bakstur á tærnar og kókosbollur. Þau eru best.“ Einn daginn ekki hægt Hann myndi án efa endurtaka þessa áskorun síðar og lærði ýmislegt á þessu. „Þegar þú finnur hjartað slá, þá veistu að þú ert á lífi. Þú þarft líka að leika á hausinn og brjóta ferðalagið niður og njóta augnabliksins. Bros bræðir mjólkursýru.“ Arnar sýndi svo frá því að hann fór beint í heitt bað, sem mamma hans hafði látið renna í á meðan hann reri. Líðanin daginn eftir var mjög góð. „Skrokkurinn góður og andinn betri.“ Framundan hjá leikaranum er að setja sér markmið á hverjum degi og fara sáttur á koddann og njóta þess að vinna með skemmtilegu fólki. „Það er gaman að leika sér. Hreyfðu þig því þú getur það, einn daginn verður það ekki hægt.“ Myndbandsbrot af maraþonsverkefni Arnars má sjá á Instagram síðunni hans og í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Maraþon á róðravél Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
„Mig langaði að róa maraþon um hádegi og var byrjaður klukkan þrjú. Spontant ákvörðun eins og margar aðrar. Prófa og sjá hvað það er. Mér finnst prógrömm leiðinleg, markmiðið er að geta bara brugðist við og gert það sem manni langar hér og nú, af því bara,“ segir Arnar um uppátækið. Maraþonið tók hann í garðinum hjá móður sinni. „Ég tók út róðravélina sem ég gaf henni í sextugsafmælisgjöf út í garð í fjögurra stiga frosti og byrjaði.“ Arnar hafði einu sinni áður prófað vélina áður en hann kláraði sitt fyrsta maraþon en hafði einnig prófað fjórum sinnum róðravél í World Class. Hann er samt duglegur að hreyfa líkaman sinn. „Ég æfði sund sem barn, en undanfarin ár verið í hreyfiflæðis partýi hjá Primal Iceland og heimspekin gengur út á að hreyfa sig hreyfingarinnar vegna og sú action getur farið fram hvar sem er hvenær sem er.“ Kókosbollur og heitur bakstur Hann segir að það besta við róðravélinni er að maður geti stjórnað svolítið ákefðinni og þar með álaginu sjálfur. „Ég lallaði þetta og var þrjá klukkutíma og þrjátíu mínútur með vegalengdina svo tempoið var ekkert svakalegt. Áhugavert að finna á þriðja klukkutímanum hvernig hendurnar höguðu sér eftir um það bil sex þúsund handtök. Ég þarf að dreifa álaginu betur.“ Arnar segir að þetta hafi verið skemmtileg áskorun. „Heilt yfir þá var þetta ekkert svakalega erfitt. Þarf að ögra mér frekar reyna við hundrað kílómetra. Reyndar var rassinn orðinn þreyttur á allri setunni.“ Ekkert kom honum á óvart þar sem hann vissi nákvæmlega hvað hann var að fara út í. Arnar sýndi aðeins frá þessu á Instagram og mátti þar sjá að hann hafði gott stuðningslið á staðnum. „Mamma, konan og strákarnir mínir tveir. Þau stjönuðu í kringum mig og sáu til þess að mig skorti ekki neitt. Fékk heitan bakstur á tærnar og kókosbollur. Þau eru best.“ Einn daginn ekki hægt Hann myndi án efa endurtaka þessa áskorun síðar og lærði ýmislegt á þessu. „Þegar þú finnur hjartað slá, þá veistu að þú ert á lífi. Þú þarft líka að leika á hausinn og brjóta ferðalagið niður og njóta augnabliksins. Bros bræðir mjólkursýru.“ Arnar sýndi svo frá því að hann fór beint í heitt bað, sem mamma hans hafði látið renna í á meðan hann reri. Líðanin daginn eftir var mjög góð. „Skrokkurinn góður og andinn betri.“ Framundan hjá leikaranum er að setja sér markmið á hverjum degi og fara sáttur á koddann og njóta þess að vinna með skemmtilegu fólki. „Það er gaman að leika sér. Hreyfðu þig því þú getur það, einn daginn verður það ekki hægt.“ Myndbandsbrot af maraþonsverkefni Arnars má sjá á Instagram síðunni hans og í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Maraþon á róðravél
Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira