Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2021 19:20 Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um heimasóttkví og sóttkvíarhótel tekur gildi á miðnætti. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þrír greindust smitaðir á landamærunum. Sóttvarnalæknir skilaði nýju minnisblaði til heilbrigisráðherra eftir að reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttkvíarhóteli var dæmd ólögleg. Sóttvarnalæknir segir að grípa þurfi til allra aðgerða sem lög leyfi til að komoa í veg fyrir að covid 19 veiran sleppi inn í landið. Það sé lykillinn að afléttingu takmarkana innanlands.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að reyna að bæta eftirlit með fólki sem er í sóttkví. Við þurfum að hafa skýrari kröfur og reglur um hvað húsnæðið þarf að uppfylla. Hvað fólk má gera og ekki gera í sóttkví. Svo þurfum við kannski að bæta eftirlitið á landamærum og fylgja því betur eftir hvort fólk er að fara í fullnægjandi húsnæði," segir Þórólfur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett nýja reglugerð í þessum anda sem gildir til fyrsta maí. Auk þess leggur ráðherra til í bréfi til ríkissaksóknara að sektir fyrir brot á sóttvarnalögum verði hækkaðar umtalsvert og í öðru bréfi er lagt til við ríkislögreglustjóra að eftirlit með sóttkví verði hert. Reglur um heimasóttkví skilgreindar Heilbrigðisráðherra segir ekki útilokað að breyta þurfi sóttvarnalögum þrátt fyrir nýja reglugerð hennar.Vísir/Vilhelm „Nú gerum við ráð fyrir að það þurfi að uppfylla tiltekin skilyrði sem eru þröng til að kallast geti að vera í heimasóttkví. Ef þau eru ekki uppfyllt þurfi að vera í sóttkvíarhúsi,“ segir Svandís. Þetta hafi verið skoðaðmeð hliðsjón af dómi héraðsdóms og lagaumhverfisins. Fólk þarf aðvera eitt á sóttkvíarstaðen ef fleiri dvelji þar þurfi þeir að lúta öllum sömu skilyrðum og sásem er í sóttkví. Að öðrum kosti verði fólk að fara ásóttkvíarhótel. „Svo höfum við líka tekið ákvörðun um að falla frá gjaldtöku í sóttkvíarhótel og tryggja útiveru.“ Þannig að þú heldur að þetta rúmist innan lagarammans? „ Já ég hef verið fullvissuðum það af mínu fólki hér í ráðuneytinu," segir Svandís. Enn sé þó ekki útilokaðað breyta þurfi lögum „Ég held að viðþurfum að velta því fyrir okkur áfram næstu daga. Sjá hvernig þetta virkar. Þessi reglugerðtekur gildi núna á miðnætti þannig að við ættum að sjá áhrifin af þessum breytingum vonandi fljótt og vel," segir Svandís. Enginn stefnubreyting um veirufrítt Ísland Sóttvarnalæknir segir enga stefnubreytingu felast í þvíað stefnt sé aðveirulausu landi. Frá upphafi hafi markmiðiðverið að fletja kúrfuna. „Þá vissum við ekki hvað við gætum gert. Þá vissum við ekki hver árangurinn væri af okkar aðgerðum. Þegar við sáum að við gátum með aðgerðum haldið hér nánast veirufríu samfélagi þá að sjálfsögðu stefnum við að því. Það er það sem við höfum veriðað gera. Þess vegna erum við að reyna að aflétta aðgerðum innanlands eins og mögulegt er. En forsendan fyrir því er að við fáum ekki veiru inn í landið til að setja hér allt á kvolf," segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þrír greindust smitaðir á landamærunum. Sóttvarnalæknir skilaði nýju minnisblaði til heilbrigisráðherra eftir að reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttkvíarhóteli var dæmd ólögleg. Sóttvarnalæknir segir að grípa þurfi til allra aðgerða sem lög leyfi til að komoa í veg fyrir að covid 19 veiran sleppi inn í landið. Það sé lykillinn að afléttingu takmarkana innanlands.Vísir/Vilhelm „Við þurfum að reyna að bæta eftirlit með fólki sem er í sóttkví. Við þurfum að hafa skýrari kröfur og reglur um hvað húsnæðið þarf að uppfylla. Hvað fólk má gera og ekki gera í sóttkví. Svo þurfum við kannski að bæta eftirlitið á landamærum og fylgja því betur eftir hvort fólk er að fara í fullnægjandi húsnæði," segir Þórólfur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett nýja reglugerð í þessum anda sem gildir til fyrsta maí. Auk þess leggur ráðherra til í bréfi til ríkissaksóknara að sektir fyrir brot á sóttvarnalögum verði hækkaðar umtalsvert og í öðru bréfi er lagt til við ríkislögreglustjóra að eftirlit með sóttkví verði hert. Reglur um heimasóttkví skilgreindar Heilbrigðisráðherra segir ekki útilokað að breyta þurfi sóttvarnalögum þrátt fyrir nýja reglugerð hennar.Vísir/Vilhelm „Nú gerum við ráð fyrir að það þurfi að uppfylla tiltekin skilyrði sem eru þröng til að kallast geti að vera í heimasóttkví. Ef þau eru ekki uppfyllt þurfi að vera í sóttkvíarhúsi,“ segir Svandís. Þetta hafi verið skoðaðmeð hliðsjón af dómi héraðsdóms og lagaumhverfisins. Fólk þarf aðvera eitt á sóttkvíarstaðen ef fleiri dvelji þar þurfi þeir að lúta öllum sömu skilyrðum og sásem er í sóttkví. Að öðrum kosti verði fólk að fara ásóttkvíarhótel. „Svo höfum við líka tekið ákvörðun um að falla frá gjaldtöku í sóttkvíarhótel og tryggja útiveru.“ Þannig að þú heldur að þetta rúmist innan lagarammans? „ Já ég hef verið fullvissuðum það af mínu fólki hér í ráðuneytinu," segir Svandís. Enn sé þó ekki útilokaðað breyta þurfi lögum „Ég held að viðþurfum að velta því fyrir okkur áfram næstu daga. Sjá hvernig þetta virkar. Þessi reglugerðtekur gildi núna á miðnætti þannig að við ættum að sjá áhrifin af þessum breytingum vonandi fljótt og vel," segir Svandís. Enginn stefnubreyting um veirufrítt Ísland Sóttvarnalæknir segir enga stefnubreytingu felast í þvíað stefnt sé aðveirulausu landi. Frá upphafi hafi markmiðiðverið að fletja kúrfuna. „Þá vissum við ekki hvað við gætum gert. Þá vissum við ekki hver árangurinn væri af okkar aðgerðum. Þegar við sáum að við gátum með aðgerðum haldið hér nánast veirufríu samfélagi þá að sjálfsögðu stefnum við að því. Það er það sem við höfum veriðað gera. Þess vegna erum við að reyna að aflétta aðgerðum innanlands eins og mögulegt er. En forsendan fyrir því er að við fáum ekki veiru inn í landið til að setja hér allt á kvolf," segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent