Woods var á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók út af Kjartan Kjartansson skrifar 7. apríl 2021 19:31 Flakið af bíl Tiger Woods eftir slysið. Hann ók út af veginum, rakst á tré og fór margar veltur. AP/Ringo H.W. Chiu Tiger Woods, fyrrverandi besti kylfingur heims, ók á tæplega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða þegar hann fór út af veginum og valt í Kaliforníu í febrúar. Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu segir þó ekkert benda til þess að Woods hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja þegar slysið varð. Bíll Woods var á 135-140 kílómetra hraða á klukkustund þegar hann ók út af veginum. Hámarkshraði á slysstaðnum er rúmir 72 kílómetrar á klukkustund (45 mílur á klukkustund), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögreglustjórinn segir hraðaksturinn meginorsök slyssins. Woods hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Aksturstölva bílsins sýndi að Woods snerti aldrei bremsuna áður en hann ók út af veginum. Lögreglustjórinn segir að það kunni að benda til þess að kylfingurinn hafi stigið á rangan fetil. Woods verður þó hvorki sektaður né kærður þar sem engin vitni urðu að óhappinu. Woods slasaðist alvarlega í slysinu og þurftu sjúkraliðar og slökkviliðsmenn að losa hann úr flaki bifreiðarinnar. Hann var skorinn upp vegna opins beinbrots á fótlegg. Hann slasaðist einnig á fæti og ökkla. Kylfingurinn var útskrifaður af sjúkrahúsi fyrr í þessum mánuði. Ljóst er að hann verður frá keppni í lengri tíma en ferill hans jafnvel fyrir slysið á lokametrunum vegna þrálátra bakmeiðsla Woods. Tiger Woods var um langt skeið besti kylfingur heims. Hann hefur unnið fimmtán risamót, það síðasta árið 2019. Aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri risamótum í golfi en hann sigraði á átján slíkum á ferlinum. Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Tengdar fréttir Segir að svekkelsið sé farið að segja til sín hjá Tiger sem missir af Masters Masters-mótið í golfi hefst á morgun, fimmtudag. Mótsins er beðið með mikilli eftirvæntingu en eitt stærsta nafn golfheimsins, Tiger Woods, verður ekki með vegna meiðsla sem hann hlaut í bílslysi fyrr á árinu. 7. apríl 2021 15:00 Tiger á batavegi og lét McIlroy heyra það á sjúkrabeðinu Tiger Woods er á batavegi eftir bílslysið í síðasta mánuði og gæti farið af spítalanum og heim til sín á næstu dögum. 11. mars 2021 09:30 Lögreglan fékk leitarheimild til að fá að skoða svarta kassann í bíl Tigers Lögreglan í Los Angeles sýslu er ekki búin að loka rannsókninni á bílslysi kylfingsins Tiger Woods. 4. mars 2021 09:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bíll Woods var á 135-140 kílómetra hraða á klukkustund þegar hann ók út af veginum. Hámarkshraði á slysstaðnum er rúmir 72 kílómetrar á klukkustund (45 mílur á klukkustund), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögreglustjórinn segir hraðaksturinn meginorsök slyssins. Woods hafi ekið of hratt miðað við aðstæður. Aksturstölva bílsins sýndi að Woods snerti aldrei bremsuna áður en hann ók út af veginum. Lögreglustjórinn segir að það kunni að benda til þess að kylfingurinn hafi stigið á rangan fetil. Woods verður þó hvorki sektaður né kærður þar sem engin vitni urðu að óhappinu. Woods slasaðist alvarlega í slysinu og þurftu sjúkraliðar og slökkviliðsmenn að losa hann úr flaki bifreiðarinnar. Hann var skorinn upp vegna opins beinbrots á fótlegg. Hann slasaðist einnig á fæti og ökkla. Kylfingurinn var útskrifaður af sjúkrahúsi fyrr í þessum mánuði. Ljóst er að hann verður frá keppni í lengri tíma en ferill hans jafnvel fyrir slysið á lokametrunum vegna þrálátra bakmeiðsla Woods. Tiger Woods var um langt skeið besti kylfingur heims. Hann hefur unnið fimmtán risamót, það síðasta árið 2019. Aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri risamótum í golfi en hann sigraði á átján slíkum á ferlinum.
Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Tengdar fréttir Segir að svekkelsið sé farið að segja til sín hjá Tiger sem missir af Masters Masters-mótið í golfi hefst á morgun, fimmtudag. Mótsins er beðið með mikilli eftirvæntingu en eitt stærsta nafn golfheimsins, Tiger Woods, verður ekki með vegna meiðsla sem hann hlaut í bílslysi fyrr á árinu. 7. apríl 2021 15:00 Tiger á batavegi og lét McIlroy heyra það á sjúkrabeðinu Tiger Woods er á batavegi eftir bílslysið í síðasta mánuði og gæti farið af spítalanum og heim til sín á næstu dögum. 11. mars 2021 09:30 Lögreglan fékk leitarheimild til að fá að skoða svarta kassann í bíl Tigers Lögreglan í Los Angeles sýslu er ekki búin að loka rannsókninni á bílslysi kylfingsins Tiger Woods. 4. mars 2021 09:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Segir að svekkelsið sé farið að segja til sín hjá Tiger sem missir af Masters Masters-mótið í golfi hefst á morgun, fimmtudag. Mótsins er beðið með mikilli eftirvæntingu en eitt stærsta nafn golfheimsins, Tiger Woods, verður ekki með vegna meiðsla sem hann hlaut í bílslysi fyrr á árinu. 7. apríl 2021 15:00
Tiger á batavegi og lét McIlroy heyra það á sjúkrabeðinu Tiger Woods er á batavegi eftir bílslysið í síðasta mánuði og gæti farið af spítalanum og heim til sín á næstu dögum. 11. mars 2021 09:30
Lögreglan fékk leitarheimild til að fá að skoða svarta kassann í bíl Tigers Lögreglan í Los Angeles sýslu er ekki búin að loka rannsókninni á bílslysi kylfingsins Tiger Woods. 4. mars 2021 09:00