Ný sprunga hefur opnast og hraun rennur inn í Geldingadali Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2021 00:43 Ný sprunga myndaðist á miðnætti innan við hálfan kílómetra frá upptökunum í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Hraun streymir nú úr nýrri sprungu sem sérfræðingar á Veðurstofu Íslands tóku eftir um miðnætti. Erfitt er að greina á þessu stigi hve stór sprungan er. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að björgunarsveitir hafi séð sprunguna í myndun í gær. Hún hafi verið mæld úr frá hnitum og sé um 420 metrum norðaustur af upptökunum í Geldingadölum. „Sprungan liggur í rauninni á milli þessara tveggja jarðelda sem nú þegar eru opnir,“ segir Einar. Tilkynning Veðurstofu Íslands klukkan 01:05 Á miðnætti opnaðist þriðji jarðeldurinn. Hann er á milli gosstaðanna tveggja ( í Geldingadölum og norðan við Meradali). Björgunarsveitir höfðu séð jarðsig á svæðinu í gær um 420 metrum norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum sem var um150m að lengd og um 1 meter að dýpt. Við teljum að þar hafi eldurinn opnast. Jarðeldurinn nær ekki á milli gíganna tveggja eins og er, sjá má að hraunið frá nýja eldinum rennur í Geldingadali á vefmyndavélum á svæðinu. Hann segir að klukkan hafi í raun slegið miðnætti þegar nýja sprungan opnaðist og eldhræringar við hana orðið sýnilegar á vefmyndavélum. Einar segir hraunið streyma í áttina inn í Geldingadali. Kári Rafn Þorbergsson, björgunarsveitarmaður í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ segir Kári en nánar er rætt við hann hér. Kári tók þetta myndband sem sýnir staðsetningu nýju sprungunnar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að líklegast væri að ný sprunga myndi opnast á milli þeirra tveggja jarðelda sem væru þegar opnir, sem varð raunin. Nýja hraunið sést renna í vefmyndavélum RÚV og Mbl sem sjá má hér að neðan. Augnablikið sést í vefmyndavél RÚV klukkan 23:59:58. Tímakóðinn er niðri í vinstra horninu á skjánum. Vefmyndavél Mbl er staðsett svo nærri nýju sprungunni að sumir velta fyrir sér hvort hún sé hreinlega í hættu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Sjá meira
Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að björgunarsveitir hafi séð sprunguna í myndun í gær. Hún hafi verið mæld úr frá hnitum og sé um 420 metrum norðaustur af upptökunum í Geldingadölum. „Sprungan liggur í rauninni á milli þessara tveggja jarðelda sem nú þegar eru opnir,“ segir Einar. Tilkynning Veðurstofu Íslands klukkan 01:05 Á miðnætti opnaðist þriðji jarðeldurinn. Hann er á milli gosstaðanna tveggja ( í Geldingadölum og norðan við Meradali). Björgunarsveitir höfðu séð jarðsig á svæðinu í gær um 420 metrum norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum sem var um150m að lengd og um 1 meter að dýpt. Við teljum að þar hafi eldurinn opnast. Jarðeldurinn nær ekki á milli gíganna tveggja eins og er, sjá má að hraunið frá nýja eldinum rennur í Geldingadali á vefmyndavélum á svæðinu. Hann segir að klukkan hafi í raun slegið miðnætti þegar nýja sprungan opnaðist og eldhræringar við hana orðið sýnilegar á vefmyndavélum. Einar segir hraunið streyma í áttina inn í Geldingadali. Kári Rafn Þorbergsson, björgunarsveitarmaður í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ segir Kári en nánar er rætt við hann hér. Kári tók þetta myndband sem sýnir staðsetningu nýju sprungunnar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að líklegast væri að ný sprunga myndi opnast á milli þeirra tveggja jarðelda sem væru þegar opnir, sem varð raunin. Nýja hraunið sést renna í vefmyndavélum RÚV og Mbl sem sjá má hér að neðan. Augnablikið sést í vefmyndavél RÚV klukkan 23:59:58. Tímakóðinn er niðri í vinstra horninu á skjánum. Vefmyndavél Mbl er staðsett svo nærri nýju sprungunni að sumir velta fyrir sér hvort hún sé hreinlega í hættu.
Tilkynning Veðurstofu Íslands klukkan 01:05 Á miðnætti opnaðist þriðji jarðeldurinn. Hann er á milli gosstaðanna tveggja ( í Geldingadölum og norðan við Meradali). Björgunarsveitir höfðu séð jarðsig á svæðinu í gær um 420 metrum norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum sem var um150m að lengd og um 1 meter að dýpt. Við teljum að þar hafi eldurinn opnast. Jarðeldurinn nær ekki á milli gíganna tveggja eins og er, sjá má að hraunið frá nýja eldinum rennur í Geldingadali á vefmyndavélum á svæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Sjá meira