Fjölskyldan biður fólk um að hugsa sig tvisvar um áður en það setur sig í dómarasætið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. apríl 2021 12:00 Alma Dögg lýsti ítrekuðum ofsóknum á hendur sér í sjónvarsþættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld. Fjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Skjáskot úr Ofsóknum Foreldrar og systir karlmanns sem hefur ofsótt Ölmu Dögg Torfadóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Stöðvar 2 um málið. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir í gærkvöld, þar sem hún lýsti því hvernig maðurinn hefur ofsótt hana í um áratug, eða frá því hún var átján ára. Hún lýsti hræðslu og vanlíðan sem leiddi til þess að hún hraktist úr heimabæ sínum, Akranesi, vegna ofsóknanna. „Frá þeim tíma sem við höfðum fyrst veður af því sem um ræðir höfum við tekið eindregna afstöðu með Ölmu Dögg, varðandi rétt hennar á því að neita samskiptum við hvern sem hún óskar, þar á meðal þann sem um ræðir. Við höfum ítrekað lagt áherslu á að hver einstaklingur hefur rétt á sinni friðhelgi einkalífs. Við höfum lagt mikið af mörkum til að svo megi vera í þessu tilfelli og höfum lagt áherslu á að tjá okkur ekki um þetta mál og ítrekað hvatt viðkomandi til þess að gera það ekki á opinberum vettvangi,“ segir í yfirlýsingunni. Hefur mætt erfiðum áskorunum Þá segir að viðkomandi hafi mætt erfiðum áskorunum í lífinu. Frá barnæsku hafi hann þurft að takast á við einelti og einmanaleika. „Úrræði eða inngrip til stuðnings fyrir slíkan dreng voru ekki til staðar og fyrir vikið hefur hann takmarkaða færni til félagslegra samskipta – líkt og raunin er í þessu tiltekna máli,“ segir enn fremur. „Umræddur maður hefur viðurkennt gerðir sínar greiðlega en það þýðir þó ekki að hann hafi gerst sekur um allt sem hann hefur verið sakaður um opinberlega. Það skal áréttað að tilgangur okkar er ekki að réttlæta gjörðir umrædds manns með vísan í andlega erfiðleika hans, en þó er mikilvægt að standa vörð um rétt hans til að bregðast við athugasemdum sem um hann kunna að falla, einkum ef ekki er rétt með farið.“ Í yfirlýsingunni er ekki tekið fram hvaða atriði eru röng, en þess ber að geta að aðstandendur sendu frá sér yfirlýsinguna áður en þátturinn var sýndur á Stöð 2 og höfðu ekki upplýsingar um innihald eða atriði þáttarins. Ítrekað leitað sér aðstoðar „Það skal einnig tekið fram að umræddur maður hefur ítrekað leitað sér aðstoðar fagaðila í þeim tilgangi að fá rétta meðferð og stuðning í sínum erfiðleikum. Þrátt fyrir það hefur samfélagið sem hann býr í valið að hafna honum. Dómstóll götunnar hefur tekið einhliða afstöðu til málsins og útskúfað honum.“ Enn fremur segir að maðurinn hafi fengið „óteljandi skilaboð“ frá aðilum sem telji sig vera málsvarar Ölmu Daggar, þar sem honum hafi meðal annars verið hótað. Þá hafi hann verið nafngreindur á samfélagsmiðlum og úthúðað á íbúasíðu Akraness, sem hafi gert það að verkum að úrvinnsla málsins hafi reynst honum þungbær. Fyrir vikið glími maðurinn við alvarlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Að lokum er ítrekað að fjölskyldan muni aldrei samþykkja eða afsaka atriði þar sem sannanlega halli á manninn. Áfram muni þau gera það sem þau geti til þess að Alma eða aðstandendur hennar verði ekki frá ónæði frá manninum. Hins vegar óski þau eftir því að fólk hugsi sig tvisvar um áður en fólk setji sig í dómarasætið. Yfirlýsingin var send viku áður en þátturinn fór í loftið. Maðurinn sem um ræðir skrifar ekki undir hana en að sögn fjölskyldunnar gaf hann samþykki fyrir birtingu hennar. Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan. Við, aðstandendur þess manns er rætt er um í viðtali við Ölmu Dögg Torfadóttur og aðstandendur hennar í þættinum Ofsóknir, óskum eftir að koma eftirfarandi á framfæri. Frá þeim tíma sem við höfðum fyrst veður af því sem um ræðir höfum við tekið eindregna afstöðu með Ölmu Dögg, varðandi rétt hennar á því að neita samskiptum við hvern sem hún óskar, þar á meðal þann sem um ræðir. Við höfum ítrekað lagt áherslu á að hver einstaklingur hefur rétt á sinni friðhelgi einkalífs. Við höfum lagt mikið af mörkum til að svo megi vera í þessu tilfelli og höfum lagt áherslu á að tjá okkur ekki um þetta mál og ítrekað hvatt viðkomandi til þess að gera það ekki á opinberum vettvangi. Í ljósi þess að Stöð 2 mun sýna þátt um þetta viðkvæma mál, viljum við árétta að um einhliða frásögn annars málsaðila er að ræða þar sem hvorki hefur verið rætt við aðstandendur mannsins né hann sjálfan. Hvorki umræddur aðili né aðstandendur hans hafa séð þáttinn. Vegna veikinda og andlegrar líðan viðkomandi, sjáum við okkur ekki annað fært en að koma ákveðnum upplýsingum á framfæri, því á öllum málum eru tvær hliðar. Maðurinn sem er til umfjöllunar hefur mætt erfiðum áskorunum í lífinu. Frá barnæsku hefur hann þurft að takast á við einelti og einmanaleika. Úrræði eða inngrip til stuðnings fyrir slíkan dreng voru ekki til staðar og fyrir vikið hefur hann takmarkaða færni til félagslegra samskipta - líkt og raunin er í þessu tiltekna máli. Vert er að taka fram að strax frá upphafi var það afdráttarlaus afstaða aðstandenda að láta orð Ölmu Daggar njóta alls vafa. Með frekari framvindu þessa máls hafa þó komið í ljós efnislegar staðreyndir sem ekki standast skoðun. Umræddur maður hefur viðurkennt gerðir sínar greiðlega en það þýðir þó ekki að hann hafi gerst sekur um allt sem hann hefur verið sakaður um opinberlega. Það skal áréttað að tilgangur okkar er ekki að réttlæta gjörðir umrædds manns með vísan í andlega erfiðleika hans, en þó er mikilvægt að standa vörð um rétt hans til að bregðast við athugasemdum sem um hann kunna að falla, einkum ef ekki er rétt með farið. Það skal einnig tekið fram að umræddur maður hefur ítrekað leitað sér aðstoðar fagaðila í þeim tilgangi að fá rétta meðferð og stuðning í sínum erfiðleikum. Þrátt fyrir það hefur samfélagið sem hann býr í valið að hafna honum. Dómstóll götunnar hefur tekið einhliða afstöðu til málsins og útskúfað honum. Viðkomandi hefur fengið óteljandi skilaboð frá aðilum sem telja sig vera málsvarar Ölmu Daggar. Honum hefur verið hótað lífláti og líkamsmeiðingum. Hann hefur auk þess orðið fyrir ofbeldi af hendi málsvara Ölmu Daggar með þeim afleiðingum að hann þurfti að leita til bráðamóttöku. Hann hefur verið nafngreindur á samfélagsmiðlum, úthúðað á íbúasíðu þess bæjarfélags sem hann býr í, hrakinn burt af skemmtunum og margt fleira. Viðhorf og viðbrögð samfélagsins, í bland við þær ásakanir sem á hann eru bornar, hafa gert það að verkum að úrvinnsla málsins hefur reynst honum þungbær, sérstaklega í ljósi þess að hluti þessara ásakana virðist vera ósannur. Fyrir vikið glímir umræddur maður við alvarlega vanlíðan og hefur ítrekað leitað á bráðamóttöku geðdeildar vegna alvarlegra sjálfsvígshugsana, vonleysis og uppgjafar sem rekja má til þessa máls. Við viljum ítreka að við höfum og munum aldrei samþykkja eða afsaka atriði þar sem sannanlega hallar á hann. Við munum áfram gera það sem við getum til að Alma Dögg eða aðstandendur hennar verði ekki fyrir ónæði frá honum. Á sama tíma óskum við eftir því að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það ber upp á hann rangar sakir, eða setur sig í dómarasætið án þess að hafa í huga að sérhvert mál hefur margar hliðar og ólík sjónarhorn. Með vinsemd og virðingu, aðstandendur Akranes Ofsóknir Tengdar fréttir Hefur þurft að lifa við stöðugar ofsóknir í tíu ár Alma Dögg Torfadóttir var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. Hún bjó og starfaði í heimabæ sínum, Akranesi, en hraktist burt eftir ítrekað áreiti frá manni sem hún þekkti ekkert, að öðru leyti en því að hafa afgreitt hann í sjoppu sem hún vann í. Nú tíu árum síðar er áreitið enn í gangi. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld. 6. apríl 2021 10:57 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
„Frá þeim tíma sem við höfðum fyrst veður af því sem um ræðir höfum við tekið eindregna afstöðu með Ölmu Dögg, varðandi rétt hennar á því að neita samskiptum við hvern sem hún óskar, þar á meðal þann sem um ræðir. Við höfum ítrekað lagt áherslu á að hver einstaklingur hefur rétt á sinni friðhelgi einkalífs. Við höfum lagt mikið af mörkum til að svo megi vera í þessu tilfelli og höfum lagt áherslu á að tjá okkur ekki um þetta mál og ítrekað hvatt viðkomandi til þess að gera það ekki á opinberum vettvangi,“ segir í yfirlýsingunni. Hefur mætt erfiðum áskorunum Þá segir að viðkomandi hafi mætt erfiðum áskorunum í lífinu. Frá barnæsku hafi hann þurft að takast á við einelti og einmanaleika. „Úrræði eða inngrip til stuðnings fyrir slíkan dreng voru ekki til staðar og fyrir vikið hefur hann takmarkaða færni til félagslegra samskipta – líkt og raunin er í þessu tiltekna máli,“ segir enn fremur. „Umræddur maður hefur viðurkennt gerðir sínar greiðlega en það þýðir þó ekki að hann hafi gerst sekur um allt sem hann hefur verið sakaður um opinberlega. Það skal áréttað að tilgangur okkar er ekki að réttlæta gjörðir umrædds manns með vísan í andlega erfiðleika hans, en þó er mikilvægt að standa vörð um rétt hans til að bregðast við athugasemdum sem um hann kunna að falla, einkum ef ekki er rétt með farið.“ Í yfirlýsingunni er ekki tekið fram hvaða atriði eru röng, en þess ber að geta að aðstandendur sendu frá sér yfirlýsinguna áður en þátturinn var sýndur á Stöð 2 og höfðu ekki upplýsingar um innihald eða atriði þáttarins. Ítrekað leitað sér aðstoðar „Það skal einnig tekið fram að umræddur maður hefur ítrekað leitað sér aðstoðar fagaðila í þeim tilgangi að fá rétta meðferð og stuðning í sínum erfiðleikum. Þrátt fyrir það hefur samfélagið sem hann býr í valið að hafna honum. Dómstóll götunnar hefur tekið einhliða afstöðu til málsins og útskúfað honum.“ Enn fremur segir að maðurinn hafi fengið „óteljandi skilaboð“ frá aðilum sem telji sig vera málsvarar Ölmu Daggar, þar sem honum hafi meðal annars verið hótað. Þá hafi hann verið nafngreindur á samfélagsmiðlum og úthúðað á íbúasíðu Akraness, sem hafi gert það að verkum að úrvinnsla málsins hafi reynst honum þungbær. Fyrir vikið glími maðurinn við alvarlega vanlíðan og sjálfsvígshugsanir. Að lokum er ítrekað að fjölskyldan muni aldrei samþykkja eða afsaka atriði þar sem sannanlega halli á manninn. Áfram muni þau gera það sem þau geti til þess að Alma eða aðstandendur hennar verði ekki frá ónæði frá manninum. Hins vegar óski þau eftir því að fólk hugsi sig tvisvar um áður en fólk setji sig í dómarasætið. Yfirlýsingin var send viku áður en þátturinn fór í loftið. Maðurinn sem um ræðir skrifar ekki undir hana en að sögn fjölskyldunnar gaf hann samþykki fyrir birtingu hennar. Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan. Við, aðstandendur þess manns er rætt er um í viðtali við Ölmu Dögg Torfadóttur og aðstandendur hennar í þættinum Ofsóknir, óskum eftir að koma eftirfarandi á framfæri. Frá þeim tíma sem við höfðum fyrst veður af því sem um ræðir höfum við tekið eindregna afstöðu með Ölmu Dögg, varðandi rétt hennar á því að neita samskiptum við hvern sem hún óskar, þar á meðal þann sem um ræðir. Við höfum ítrekað lagt áherslu á að hver einstaklingur hefur rétt á sinni friðhelgi einkalífs. Við höfum lagt mikið af mörkum til að svo megi vera í þessu tilfelli og höfum lagt áherslu á að tjá okkur ekki um þetta mál og ítrekað hvatt viðkomandi til þess að gera það ekki á opinberum vettvangi. Í ljósi þess að Stöð 2 mun sýna þátt um þetta viðkvæma mál, viljum við árétta að um einhliða frásögn annars málsaðila er að ræða þar sem hvorki hefur verið rætt við aðstandendur mannsins né hann sjálfan. Hvorki umræddur aðili né aðstandendur hans hafa séð þáttinn. Vegna veikinda og andlegrar líðan viðkomandi, sjáum við okkur ekki annað fært en að koma ákveðnum upplýsingum á framfæri, því á öllum málum eru tvær hliðar. Maðurinn sem er til umfjöllunar hefur mætt erfiðum áskorunum í lífinu. Frá barnæsku hefur hann þurft að takast á við einelti og einmanaleika. Úrræði eða inngrip til stuðnings fyrir slíkan dreng voru ekki til staðar og fyrir vikið hefur hann takmarkaða færni til félagslegra samskipta - líkt og raunin er í þessu tiltekna máli. Vert er að taka fram að strax frá upphafi var það afdráttarlaus afstaða aðstandenda að láta orð Ölmu Daggar njóta alls vafa. Með frekari framvindu þessa máls hafa þó komið í ljós efnislegar staðreyndir sem ekki standast skoðun. Umræddur maður hefur viðurkennt gerðir sínar greiðlega en það þýðir þó ekki að hann hafi gerst sekur um allt sem hann hefur verið sakaður um opinberlega. Það skal áréttað að tilgangur okkar er ekki að réttlæta gjörðir umrædds manns með vísan í andlega erfiðleika hans, en þó er mikilvægt að standa vörð um rétt hans til að bregðast við athugasemdum sem um hann kunna að falla, einkum ef ekki er rétt með farið. Það skal einnig tekið fram að umræddur maður hefur ítrekað leitað sér aðstoðar fagaðila í þeim tilgangi að fá rétta meðferð og stuðning í sínum erfiðleikum. Þrátt fyrir það hefur samfélagið sem hann býr í valið að hafna honum. Dómstóll götunnar hefur tekið einhliða afstöðu til málsins og útskúfað honum. Viðkomandi hefur fengið óteljandi skilaboð frá aðilum sem telja sig vera málsvarar Ölmu Daggar. Honum hefur verið hótað lífláti og líkamsmeiðingum. Hann hefur auk þess orðið fyrir ofbeldi af hendi málsvara Ölmu Daggar með þeim afleiðingum að hann þurfti að leita til bráðamóttöku. Hann hefur verið nafngreindur á samfélagsmiðlum, úthúðað á íbúasíðu þess bæjarfélags sem hann býr í, hrakinn burt af skemmtunum og margt fleira. Viðhorf og viðbrögð samfélagsins, í bland við þær ásakanir sem á hann eru bornar, hafa gert það að verkum að úrvinnsla málsins hefur reynst honum þungbær, sérstaklega í ljósi þess að hluti þessara ásakana virðist vera ósannur. Fyrir vikið glímir umræddur maður við alvarlega vanlíðan og hefur ítrekað leitað á bráðamóttöku geðdeildar vegna alvarlegra sjálfsvígshugsana, vonleysis og uppgjafar sem rekja má til þessa máls. Við viljum ítreka að við höfum og munum aldrei samþykkja eða afsaka atriði þar sem sannanlega hallar á hann. Við munum áfram gera það sem við getum til að Alma Dögg eða aðstandendur hennar verði ekki fyrir ónæði frá honum. Á sama tíma óskum við eftir því að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það ber upp á hann rangar sakir, eða setur sig í dómarasætið án þess að hafa í huga að sérhvert mál hefur margar hliðar og ólík sjónarhorn. Með vinsemd og virðingu, aðstandendur
Akranes Ofsóknir Tengdar fréttir Hefur þurft að lifa við stöðugar ofsóknir í tíu ár Alma Dögg Torfadóttir var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. Hún bjó og starfaði í heimabæ sínum, Akranesi, en hraktist burt eftir ítrekað áreiti frá manni sem hún þekkti ekkert, að öðru leyti en því að hafa afgreitt hann í sjoppu sem hún vann í. Nú tíu árum síðar er áreitið enn í gangi. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld. 6. apríl 2021 10:57 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Hefur þurft að lifa við stöðugar ofsóknir í tíu ár Alma Dögg Torfadóttir var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. Hún bjó og starfaði í heimabæ sínum, Akranesi, en hraktist burt eftir ítrekað áreiti frá manni sem hún þekkti ekkert, að öðru leyti en því að hafa afgreitt hann í sjoppu sem hún vann í. Nú tíu árum síðar er áreitið enn í gangi. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld. 6. apríl 2021 10:57
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent