Þórólfur og Svandís mæta á fund eftir úrskurð héraðsdóms Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. apríl 2021 08:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu mæta á fund velferðarnefndar alþingis klukkan tíu. Á fundinum verða rædd næstu skref í sóttvarnaaðgerðum eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að ríkinu væri óheimilt að skikka fólk til vistar á sóttkvíarhóteli. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, sem Vísir hefur gert ítarleg skil, að sóttvarnalæknir hafi gengið lengra en lög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnahúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. Þrátt fyrir niðurstöðuna hvetja stjórnvöld gesti í sóttvarnahúsi til að ljúka dvöl sinni þar. Þeir sem hafi viðunandi aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar megi þó hverfa þangað. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar.Vísir/vilhelm Fundurinn í velferðarnefnd er fjarfundur og hefst eins og áður segir klukkan tíu. Auk Svandísar og Þórólfs verða þar hinir ýmsu lögspekingar, að sögn Helgu Völu Helgadóttir, formanns velferðarnefndar. Hún gerir ráð fyrir að fundurinn standi fram yfir hádegi. Staðan á öðrum fundahöldum Enginn ríkisstjórnarfundur verður haldinn í dag eins og venjan er á þriðjudögum. Ákveðið var fyrir nokkru síðan að fresta fundinum, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ekki er ráðgert annað en að næsti ríkisstjórnarfundur verði haldinn á föstudag. Þá verður hefðbundinn upplýsingafundur um stöðu kórónuveirufaraldursins haldinn í dag. Fundur viðbragðsaðila um ástandið á gosstöðvunum er hins vegar staðfestur nú klukkan níu en þangað til, hið minnsta, verður svæðið áfram lokað almenningi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, sem Vísir hefur gert ítarleg skil, að sóttvarnalæknir hafi gengið lengra en lög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnahúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. Þrátt fyrir niðurstöðuna hvetja stjórnvöld gesti í sóttvarnahúsi til að ljúka dvöl sinni þar. Þeir sem hafi viðunandi aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar megi þó hverfa þangað. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar.Vísir/vilhelm Fundurinn í velferðarnefnd er fjarfundur og hefst eins og áður segir klukkan tíu. Auk Svandísar og Þórólfs verða þar hinir ýmsu lögspekingar, að sögn Helgu Völu Helgadóttir, formanns velferðarnefndar. Hún gerir ráð fyrir að fundurinn standi fram yfir hádegi. Staðan á öðrum fundahöldum Enginn ríkisstjórnarfundur verður haldinn í dag eins og venjan er á þriðjudögum. Ákveðið var fyrir nokkru síðan að fresta fundinum, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ekki er ráðgert annað en að næsti ríkisstjórnarfundur verði haldinn á föstudag. Þá verður hefðbundinn upplýsingafundur um stöðu kórónuveirufaraldursins haldinn í dag. Fundur viðbragðsaðila um ástandið á gosstöðvunum er hins vegar staðfestur nú klukkan níu en þangað til, hið minnsta, verður svæðið áfram lokað almenningi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39
Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05
Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49