Enginn Sancho eða Lingard á EM ef Neville eða Carragher fengu að ráða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 08:30 Þessir tveir eru ekki á leiðinni á EM ef Gary Neville og Jamie Carragher hafa rétt fyrir sér. Nick Potts/Getty Images Í Monday Night Football í gærkvöld fóru þeir Gary Neville og Jamie Carragher yfir hvaða 23 leikmenn þeir vilja sjá fara á Evrópumótið í knattspyrnu í sumar fyrir Englands hönd. Venjulega fara sparkspekingarnir, og fyrrverandi atvinnumennirnir, Neville og Carragher yfir leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni sem og það helsta sem gerðist í umferðinni sem var að klárast. Í gær fóru þeir hins vegar einnig yfir enska landsliðið og hvaða leikmenn þeim finnst eiga skilið að fara á EM í sumar. Bæði Neville og Carragher eru fyrrverandi enskir landsliðsmenn og fóru á nokkur stórmótin á sínum tíma.Carragher lék 38 landsleiki fyrir England og fór á EM 2004, HM 2006 og HM 2010. Neville lék 85 leiki, fór á þrjú Evrópumót og tvær heimsmeistarakeppnir. Þá var hann aðstoðarþjálfari enska landsliðsins sem fór á EM 2012 og HM 2014. Athygli vekur að hvorugur þeirra valdi Jadon Sancho [Borussia Dortmund] eða Jesse Lingard [West Ham United, á láni frá Man Utd]. Sancho hefur verið frábær undanfarið með Dortmund þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu. Lingard hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá West Ham og er einn heitasti leikmaður deildarinnar. They agreed on most... After much debate, @GNev2 and @Carra23 picked their #Euro2020 England squads on Monday Night Football — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2021 Þó lið þeirra hafi í grunninn verið mjög lík þá voru nokkrir hlutir sem þessir fyrrum leikmenn Manchester United og Liverpool voru ekki sammála um. Neville vildi til að mynda taka átta varnarmenn með á meðan Carragher valdi níu í sitt lið. Fyrstu sjö voru eins en á meðan Neville vildi sjá Eric Dier [Tottenham Hotspur] fara með þá valdi Carragher þá Conor Coady [Wolves] og Reece James [Chelsea]. Sá síðarnefndi var valinn á kostnað Mason Greenwood [Manchester United] en hann var í hópnum sem Neville valdi. Þeir 23 leikmenn sem Gary Neville vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports Þá voru þeir ekki sammála hver ætti að vera sjötti og síðasta miðjumaður liðsins. Neville vildi taka James Ward-Prowse [Southampton] á meðan Carragher vildi taka hinn unga Jude Bellingham [Dortmund] með. Kalvin Phillips [Leeds United] var í báðum leikmannahópum og ljóst að þeir sjá hann fyrir sér í öðrum af tveimur stöðum á miðjunni ef Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, heldur sig við 3-4-3 leikkerfi sitt. Þá var Jack Grealish [Aston Villa] einnig í báðum leikmannahópunum þó hann sé meiddur sem stendur og í raun óvíst hvort Southgate treysti honum á stóra sviðinu. Þeir 23 leikmenn sem Jamie Carragher vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports England verður í D-riðli á EM í sumar ásamt Króatíu, Skotlandi og Tékklandi. Fótbolti Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Sjá meira
Venjulega fara sparkspekingarnir, og fyrrverandi atvinnumennirnir, Neville og Carragher yfir leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni sem og það helsta sem gerðist í umferðinni sem var að klárast. Í gær fóru þeir hins vegar einnig yfir enska landsliðið og hvaða leikmenn þeim finnst eiga skilið að fara á EM í sumar. Bæði Neville og Carragher eru fyrrverandi enskir landsliðsmenn og fóru á nokkur stórmótin á sínum tíma.Carragher lék 38 landsleiki fyrir England og fór á EM 2004, HM 2006 og HM 2010. Neville lék 85 leiki, fór á þrjú Evrópumót og tvær heimsmeistarakeppnir. Þá var hann aðstoðarþjálfari enska landsliðsins sem fór á EM 2012 og HM 2014. Athygli vekur að hvorugur þeirra valdi Jadon Sancho [Borussia Dortmund] eða Jesse Lingard [West Ham United, á láni frá Man Utd]. Sancho hefur verið frábær undanfarið með Dortmund þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu. Lingard hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá West Ham og er einn heitasti leikmaður deildarinnar. They agreed on most... After much debate, @GNev2 and @Carra23 picked their #Euro2020 England squads on Monday Night Football — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2021 Þó lið þeirra hafi í grunninn verið mjög lík þá voru nokkrir hlutir sem þessir fyrrum leikmenn Manchester United og Liverpool voru ekki sammála um. Neville vildi til að mynda taka átta varnarmenn með á meðan Carragher valdi níu í sitt lið. Fyrstu sjö voru eins en á meðan Neville vildi sjá Eric Dier [Tottenham Hotspur] fara með þá valdi Carragher þá Conor Coady [Wolves] og Reece James [Chelsea]. Sá síðarnefndi var valinn á kostnað Mason Greenwood [Manchester United] en hann var í hópnum sem Neville valdi. Þeir 23 leikmenn sem Gary Neville vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports Þá voru þeir ekki sammála hver ætti að vera sjötti og síðasta miðjumaður liðsins. Neville vildi taka James Ward-Prowse [Southampton] á meðan Carragher vildi taka hinn unga Jude Bellingham [Dortmund] með. Kalvin Phillips [Leeds United] var í báðum leikmannahópum og ljóst að þeir sjá hann fyrir sér í öðrum af tveimur stöðum á miðjunni ef Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, heldur sig við 3-4-3 leikkerfi sitt. Þá var Jack Grealish [Aston Villa] einnig í báðum leikmannahópunum þó hann sé meiddur sem stendur og í raun óvíst hvort Southgate treysti honum á stóra sviðinu. Þeir 23 leikmenn sem Jamie Carragher vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports England verður í D-riðli á EM í sumar ásamt Króatíu, Skotlandi og Tékklandi.
Fótbolti Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Sjá meira