Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2021 01:05 Hvorki Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra né Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa tjáð sig um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu í kjölfar úrskurðarins var fólk hvatt til að ljúka sóttkví í sóttvarnahúsi en þeir sem hafi viðunandi aðstöðu til heimasóttkvíar megi yfirgefa sóttvarnahús. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp úrskurð í málum nokkurra aðila sem mótmæltu veru sinni í sóttvarnahúsi, Fosshóteli við Þórunnartún. Þrjú mál voru rekin saman fyrir dómnum en Vísir hefur úrskurð í máli eins þeirra undir höndum. Um er að ræða aðila sem ferðaðist til landsins frá Rúmeníu með viðkomu í Frankfurt í Þýskalandi. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari segir í átján blaðsíðna löngum úrskurði sínum brýnt að heimild í lögum sé skýr til að skylda einstaklinga til dvalar í sóttvarnahúsi í tilviki fólks sem eigi heimili hér á landi eða hafi aðstöðu til að vera í sóttkví. Vísar dómurinn til meðalhófs og reglna um jafnræði borgara í því samhengi. Lykilatriði í málinu var að viðkomandi sagðist vilja uppfylla skyldur um sóttkví, í heimasóttkví, og hefði aðstöðu til þess. Þeir sem ekki vildu uppfylla skyldur um sóttkví gætu ekki yfirgefið sóttvarnahús. Þrátt fyrir niðurstöðuna hvetja stjórnvöld gesti í sóttvarnahúsi til að ljúka dvöl sinni þar. Þeir sem hafi viðunandi aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar megi þó hverfa þangað. Sóttvarnalæknir hefur sagt sérstakt að hann þurfi að svara fyrir reglugerð heilbrigðisráðuneytisins í málinu. Ráðuneytið eigi að bera ábyrgð á því að allt sé innan ramma laganna. Bólusettur af fyrri skammti Pfizer Ómar Valdimarsson lögmaður gætti hagsmuna einstaklingsins sem kom með flugi til Íslands þann 1. apríl, þegar nýju lögin tóku gildi sem skikkuðu fólk af hááhættusvæðum í sóttvarnarhús. Í greinargerð Ómars kom fram að viðkomandi hafði verið bólusettur með fyrri skammti Pfizer og gert ráðstafanir fyrir komuna til landsins til að ljúka sóttkví á heimili sínu hér á landi. Meðal þeirra sem dvalið hafa í sóttvarnahúsi eru fjölmiðlafólk og teymið í kringum 21 árs landslið karla í knattspyrnu. Hann hafi mótmælt þessu við komuna til landsins án viðbragða starfsmanna yfirvalda. Honum hafi verið ekið með rútu til Reykjavíkur þar sem mjög takmarkað hafi verið gætt að sóttvörnum. Aftur hafi hann mótmælt við komuna í Þórunnartún en ekki brugðist við því á nokkurn hátt. Því hafi hann leitað til lögmanns. Lítið hótelherbergi Í greinargerðinni kom fram að viðkomandi hygðist taka fullan þátt í sóttvarnaraðgerðum, heima hjá sér. Hann mótmælti hins vegar hvernig staðið hefði verið að málum. Upplýsingagjöf til hans hefði verið takmörkuð, hann ekki fengið að vita um tilhögun sóttkvíarinnar, hvernig hann gæti matast eða yfirgefið sóttvarnahúsið til að fara í gönguferðir. Þá væri hótelherbergið lítið, ekki hægt að opna glugga auk þess sem skilyrði hans hafi verið strangari en annarra. Formaður velferðarnefndar telur farsælla að loka á tilefnislaus ferðalög til landsins en að skikka fólk í sóttvarnahús. Í greinagerð sóttvarnalæknis var vísað til almannahags og heimsfaraldurs, þess að sóttvarnahús ætti að tryggja eftirlit með fólki í sóttkví þar sem borið hefði verið á því að fólk sinnti henni ekki. Héraðsdómur þurfti að komast að ákvörðun um lögmæti aðgerða sóttvarnalæknis, að skikka viðkomandi í sóttkví í sóttvarnahúsi. Tilefni stjórnvalda brýnt Héraðsdómur vísaði til þess að með sóttvarnalögum væri stjórnvöldum veittar rúmar heimildir þegar hætta á farsóttum er fyrir hendi. Ljóst væri að ráðstafanir sem stjórnvöld hefðu gripið til væru íþyngjandi. Því gildi sú grunnregla að þær verði að eiga sér stoð í lögum og ekki ganga gegn stjórnarskrá. Þá gildi um þær sú grunnregla að þær verði að þjóna markmiðum sínum og ekki ganga lengra en nauðsynlegt sé. Virða þurfi skráðar og óskráðar reglur um jafnræði borgaranna. Þá var minnt á þá víðtæku vernd sem stjórnarskráin veiti gegn því að frelsi einstaklingsins sé skert. Þau réttindi séu líka vernduð af mannréttindasáttmála Evrópu. Því verði að gera ríkar kröfur til þeirra heimilda sem stjórnvöldum séu fengnar með almennum lögum. Lárentsínus dómari taldi hafið yfir vafa að tilefni stjórnvalda til að grípa til sóttvarnaráðstafana hafi verið brýnt og sé enn. Hins vegar þyrfti að skoða hvort skilyrði væru fyrir því í lögum að skylda viðkomandi karlmann til dvalar í sóttvarnahúsi. Vegna fólks sem virðir ekki fyrirmæli í sóttkví Héraðsdómur vísaði til þess að aðgerðirnar sem deilt væru um væru aðallega notaðar því almenningur hefði í ýmsum tilfellum ekki virt fyrirmæli um sóttkví. Dæmi eru um að ferðamenn hafi til dæmis farið að gosstöðvunum beint frá Keflavíkurflugvelli í stað þess að vera í sóttkví. Þannig ætti úrræðið að tryggja betur eftirlit með þeim sem dveldu í sóttkví hverju sinni. Samkvæmt þessu væri markmið aðgerðanna skýrt, að miða að því að sporna við útbreiðslu farsóttarinnar hér á landi. Íslenskar mæðgur lýstu reynslu sinni af sóttvarnahúsinu í viðtali í gær. Ekki færi á milli mála að það markmið helgaðist af almannahagsmunum og væri lögmætt. Brýnir hagsmunir einstaklinga og réttindi sem venjulega séu varin af stjórnarskrá verði að víkja þegar almannahagsmunir krefjist. Í þessu samhengi minnti Lárentsínus dómari á að enginn ágreiningur væri uppi um að viðkomandi ætti að vera í sóttkví, óháð grundvallarréttindum hans. Aðeins væru til skoðunar mótmæli um að þurfa að sinna sóttkví í sóttvarnahúsi í stað þess að fá að velja sér sjálfur stað sem uppfylli skilyrði sem sóttvarnalæknir hefur sett. Strangari reglur fyrir ferðamenn en heimamenn Þá sagði Lárentsínus ekki ágreining um að ákvæði í reglugerðum væri sérstaklega beint að ferðamönnum sem kæmu til landsins. Óhjákvæmilegt væri annað en að líta svo á að um ferðamenn giltu strangari reglur en um þá einstaklinga hér á landi sem hefðu umgengist smitaða hér á landi og væri treyst til þess að sinna heimasóttkví. Ferðamönnum á leið frá löndum sem skilgreind væru sem hááhættusvæði væri hins vegar skylt að dvelja í sóttvarnahúsi, Fosshóteli við Þórunnartún. Starfsfólk í sóttvarnahúsinu við Þórunnartún, sem alla jafna gengur undir nafninu Fosshótel.Vísir/ArnarH Í sóttvarnalögum er sóttvarnahús skilgreint svona: „Staður þar sem einstaklingur, sem ekki á samastað á Íslandi eða getur að öðrum sökum ekki eða vill ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum, getur verið í sóttkví eða einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af farsótt eða ef staðfest er að svo sé.“ Lárentsínus dómari taldi ekki hægt að segja að karlmaðurinn, hvers máls væri hér til umfjöllunar, félli undir þessa skilgreiningu. Ekki hefði verið mótmælt að karlmaðurinn ætti lögheimili á Íslandi, hefði sannarlega í hús að venda og væri viljugur til að vera í sóttkví heima hjá sér. Þungbærari dvöl í sóttvarnahúsi Þá benti dómarinn á að fyrrnefnd skilgreining hefði byggt á nýlegu nefndaráliti velferðarnefndar Alþingis sem hefði lagt hana til í þágu meðalhófs. Nefndin hefði einnig lagt til að sóttvarnalæknir gæti opnað sóttvarnahús eins og þörf þætti vegna farsótta. Héraðsdómur taldi óhjákvæmilegt að líta svo á að sú heimild væri bundin við sóttvarnahús eins og þau eru skilgreind að ofan. Þá nefndi héraðsdómur að þótt sú frelsisskerðing sem felist í dvöl í sóttvarnahúsi sé að vissu leyti sambærileg heimasóttkví verði af ýmsum ástæðum, sumum augljósum, að telja dvöl þar þungbærari en í heimahúsi. Giltu þá einu þótt viðurlög við því að brjóta gegn sóttkví væru þau sömu í báðum tilfellum. Lárentsínus Kristjánsson dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur var ræstur út yfir páskana til að taka mál fólksins í sóttvarnahúsi til skoðunar.Vísir/Vilhelm Með hliðsjón af kröfum um meðalhóf og reglum um jafnræði borgaranna væri því brýnt að skýr heimild væri til þeirrar ráðstöfunar sem hér um ræðir, í tilviki þeirra sem eiga heimili hér á landi og geta því verið í heimasóttkví með sambærilegum hætti og aðrir landsmenn. Að öllu framangreindu virtu taldi Lárentsínus héraðsdómari að ákvæði reglugerðar stjórnvaldaskorti lagastoð og þar með ákvörðun sóttvarnalæknis sem hafi gengið lengra en lögin heimiluðu. Ákvörðun sóttvarnalæknis felld úr gildi Af þessum sökum taldi dómurinn óhjákvæmilegt annað en að fella úr gildi ákvörðunina að skikka viðkomandi í sóttvarnahús enda hefði hann með fullnægjandi hætti sýnt fram á að hann gæti uppfyllt þá lagalegu skyldu sína að sæta sóttkví. Dómari tók þó fram að engin afstaða væri tekin til eftirlits með væntanlegri heimasóttkví viðkomandi eða skilyrðum til aðstæðna hans þar. Einnig yrði að skoða mál hvers ferðamanns fyrir sig sem dvelur í sóttvarnahúsi kjósi viðkomandi að freista þess að binda enda á dvöl sína þar. Þannig þyrfti að kanna hvort viðkomandi búi við þær aðstæður sem greinir í skilgreiningu laganna á sóttvarnahúsi eða lýsi sig andvígan til að sæta sóttkví. Í því tilfelli telur dómurinn ekki séð að hann geti krafist þess að breyting verði gerð á dvalarstað hans. Réttur til bóta ekki tekinn til skoðunar Ómar Valdimarsson lögmaður fór fram á skaða- og miskabætur handa umbjóðanda sínum. Dómurinn sagði málið hins vegar einskorðast við stjórnvaldsákvörðun og sætti sérstakri meðferð. Því kæmu þær kröfur ekki til álita. Ómar vakti athygli dómsins á því að hann hefði varið nánast öllum vökustundum sínum í málið, eða um þrjátíu tímum. Það væri hóflega áætlað auk þess sem vinnan hefði farið fram á einum helgasta tíma ársins þegar flestir væru í fríi frá hefðbundum störfum. Málkostnaðarkrafan tæki mið af því en tímagjald hans væri 29.900 krónur án virðisaukaskatts. Fór svo að héraðsdómur dæmdi ríkissjóð til að greiða honum 750 þúsund krónur fyrir vinnuna. Hvorki Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra né Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa tjáð sig um niðurstöðuna. Þórólfur sagði þó í aðdraganda úrskurðarins að ólögmæti gæti kippt fótunum undan sóttvarnaaðgerðum hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Dómsmál Stjórnarskrá Mannréttindi Tengdar fréttir Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49 Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57 „Gríðarlega veigamiklir hagsmunir“ fyrir alla sem dvelja á sóttkvíarhótelinu Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur er lokið en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi á morgun í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður samtali við Vísi. 4. apríl 2021 19:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp úrskurð í málum nokkurra aðila sem mótmæltu veru sinni í sóttvarnahúsi, Fosshóteli við Þórunnartún. Þrjú mál voru rekin saman fyrir dómnum en Vísir hefur úrskurð í máli eins þeirra undir höndum. Um er að ræða aðila sem ferðaðist til landsins frá Rúmeníu með viðkomu í Frankfurt í Þýskalandi. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari segir í átján blaðsíðna löngum úrskurði sínum brýnt að heimild í lögum sé skýr til að skylda einstaklinga til dvalar í sóttvarnahúsi í tilviki fólks sem eigi heimili hér á landi eða hafi aðstöðu til að vera í sóttkví. Vísar dómurinn til meðalhófs og reglna um jafnræði borgara í því samhengi. Lykilatriði í málinu var að viðkomandi sagðist vilja uppfylla skyldur um sóttkví, í heimasóttkví, og hefði aðstöðu til þess. Þeir sem ekki vildu uppfylla skyldur um sóttkví gætu ekki yfirgefið sóttvarnahús. Þrátt fyrir niðurstöðuna hvetja stjórnvöld gesti í sóttvarnahúsi til að ljúka dvöl sinni þar. Þeir sem hafi viðunandi aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar megi þó hverfa þangað. Sóttvarnalæknir hefur sagt sérstakt að hann þurfi að svara fyrir reglugerð heilbrigðisráðuneytisins í málinu. Ráðuneytið eigi að bera ábyrgð á því að allt sé innan ramma laganna. Bólusettur af fyrri skammti Pfizer Ómar Valdimarsson lögmaður gætti hagsmuna einstaklingsins sem kom með flugi til Íslands þann 1. apríl, þegar nýju lögin tóku gildi sem skikkuðu fólk af hááhættusvæðum í sóttvarnarhús. Í greinargerð Ómars kom fram að viðkomandi hafði verið bólusettur með fyrri skammti Pfizer og gert ráðstafanir fyrir komuna til landsins til að ljúka sóttkví á heimili sínu hér á landi. Meðal þeirra sem dvalið hafa í sóttvarnahúsi eru fjölmiðlafólk og teymið í kringum 21 árs landslið karla í knattspyrnu. Hann hafi mótmælt þessu við komuna til landsins án viðbragða starfsmanna yfirvalda. Honum hafi verið ekið með rútu til Reykjavíkur þar sem mjög takmarkað hafi verið gætt að sóttvörnum. Aftur hafi hann mótmælt við komuna í Þórunnartún en ekki brugðist við því á nokkurn hátt. Því hafi hann leitað til lögmanns. Lítið hótelherbergi Í greinargerðinni kom fram að viðkomandi hygðist taka fullan þátt í sóttvarnaraðgerðum, heima hjá sér. Hann mótmælti hins vegar hvernig staðið hefði verið að málum. Upplýsingagjöf til hans hefði verið takmörkuð, hann ekki fengið að vita um tilhögun sóttkvíarinnar, hvernig hann gæti matast eða yfirgefið sóttvarnahúsið til að fara í gönguferðir. Þá væri hótelherbergið lítið, ekki hægt að opna glugga auk þess sem skilyrði hans hafi verið strangari en annarra. Formaður velferðarnefndar telur farsælla að loka á tilefnislaus ferðalög til landsins en að skikka fólk í sóttvarnahús. Í greinagerð sóttvarnalæknis var vísað til almannahags og heimsfaraldurs, þess að sóttvarnahús ætti að tryggja eftirlit með fólki í sóttkví þar sem borið hefði verið á því að fólk sinnti henni ekki. Héraðsdómur þurfti að komast að ákvörðun um lögmæti aðgerða sóttvarnalæknis, að skikka viðkomandi í sóttkví í sóttvarnahúsi. Tilefni stjórnvalda brýnt Héraðsdómur vísaði til þess að með sóttvarnalögum væri stjórnvöldum veittar rúmar heimildir þegar hætta á farsóttum er fyrir hendi. Ljóst væri að ráðstafanir sem stjórnvöld hefðu gripið til væru íþyngjandi. Því gildi sú grunnregla að þær verði að eiga sér stoð í lögum og ekki ganga gegn stjórnarskrá. Þá gildi um þær sú grunnregla að þær verði að þjóna markmiðum sínum og ekki ganga lengra en nauðsynlegt sé. Virða þurfi skráðar og óskráðar reglur um jafnræði borgaranna. Þá var minnt á þá víðtæku vernd sem stjórnarskráin veiti gegn því að frelsi einstaklingsins sé skert. Þau réttindi séu líka vernduð af mannréttindasáttmála Evrópu. Því verði að gera ríkar kröfur til þeirra heimilda sem stjórnvöldum séu fengnar með almennum lögum. Lárentsínus dómari taldi hafið yfir vafa að tilefni stjórnvalda til að grípa til sóttvarnaráðstafana hafi verið brýnt og sé enn. Hins vegar þyrfti að skoða hvort skilyrði væru fyrir því í lögum að skylda viðkomandi karlmann til dvalar í sóttvarnahúsi. Vegna fólks sem virðir ekki fyrirmæli í sóttkví Héraðsdómur vísaði til þess að aðgerðirnar sem deilt væru um væru aðallega notaðar því almenningur hefði í ýmsum tilfellum ekki virt fyrirmæli um sóttkví. Dæmi eru um að ferðamenn hafi til dæmis farið að gosstöðvunum beint frá Keflavíkurflugvelli í stað þess að vera í sóttkví. Þannig ætti úrræðið að tryggja betur eftirlit með þeim sem dveldu í sóttkví hverju sinni. Samkvæmt þessu væri markmið aðgerðanna skýrt, að miða að því að sporna við útbreiðslu farsóttarinnar hér á landi. Íslenskar mæðgur lýstu reynslu sinni af sóttvarnahúsinu í viðtali í gær. Ekki færi á milli mála að það markmið helgaðist af almannahagsmunum og væri lögmætt. Brýnir hagsmunir einstaklinga og réttindi sem venjulega séu varin af stjórnarskrá verði að víkja þegar almannahagsmunir krefjist. Í þessu samhengi minnti Lárentsínus dómari á að enginn ágreiningur væri uppi um að viðkomandi ætti að vera í sóttkví, óháð grundvallarréttindum hans. Aðeins væru til skoðunar mótmæli um að þurfa að sinna sóttkví í sóttvarnahúsi í stað þess að fá að velja sér sjálfur stað sem uppfylli skilyrði sem sóttvarnalæknir hefur sett. Strangari reglur fyrir ferðamenn en heimamenn Þá sagði Lárentsínus ekki ágreining um að ákvæði í reglugerðum væri sérstaklega beint að ferðamönnum sem kæmu til landsins. Óhjákvæmilegt væri annað en að líta svo á að um ferðamenn giltu strangari reglur en um þá einstaklinga hér á landi sem hefðu umgengist smitaða hér á landi og væri treyst til þess að sinna heimasóttkví. Ferðamönnum á leið frá löndum sem skilgreind væru sem hááhættusvæði væri hins vegar skylt að dvelja í sóttvarnahúsi, Fosshóteli við Þórunnartún. Starfsfólk í sóttvarnahúsinu við Þórunnartún, sem alla jafna gengur undir nafninu Fosshótel.Vísir/ArnarH Í sóttvarnalögum er sóttvarnahús skilgreint svona: „Staður þar sem einstaklingur, sem ekki á samastað á Íslandi eða getur að öðrum sökum ekki eða vill ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum, getur verið í sóttkví eða einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af farsótt eða ef staðfest er að svo sé.“ Lárentsínus dómari taldi ekki hægt að segja að karlmaðurinn, hvers máls væri hér til umfjöllunar, félli undir þessa skilgreiningu. Ekki hefði verið mótmælt að karlmaðurinn ætti lögheimili á Íslandi, hefði sannarlega í hús að venda og væri viljugur til að vera í sóttkví heima hjá sér. Þungbærari dvöl í sóttvarnahúsi Þá benti dómarinn á að fyrrnefnd skilgreining hefði byggt á nýlegu nefndaráliti velferðarnefndar Alþingis sem hefði lagt hana til í þágu meðalhófs. Nefndin hefði einnig lagt til að sóttvarnalæknir gæti opnað sóttvarnahús eins og þörf þætti vegna farsótta. Héraðsdómur taldi óhjákvæmilegt að líta svo á að sú heimild væri bundin við sóttvarnahús eins og þau eru skilgreind að ofan. Þá nefndi héraðsdómur að þótt sú frelsisskerðing sem felist í dvöl í sóttvarnahúsi sé að vissu leyti sambærileg heimasóttkví verði af ýmsum ástæðum, sumum augljósum, að telja dvöl þar þungbærari en í heimahúsi. Giltu þá einu þótt viðurlög við því að brjóta gegn sóttkví væru þau sömu í báðum tilfellum. Lárentsínus Kristjánsson dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur var ræstur út yfir páskana til að taka mál fólksins í sóttvarnahúsi til skoðunar.Vísir/Vilhelm Með hliðsjón af kröfum um meðalhóf og reglum um jafnræði borgaranna væri því brýnt að skýr heimild væri til þeirrar ráðstöfunar sem hér um ræðir, í tilviki þeirra sem eiga heimili hér á landi og geta því verið í heimasóttkví með sambærilegum hætti og aðrir landsmenn. Að öllu framangreindu virtu taldi Lárentsínus héraðsdómari að ákvæði reglugerðar stjórnvaldaskorti lagastoð og þar með ákvörðun sóttvarnalæknis sem hafi gengið lengra en lögin heimiluðu. Ákvörðun sóttvarnalæknis felld úr gildi Af þessum sökum taldi dómurinn óhjákvæmilegt annað en að fella úr gildi ákvörðunina að skikka viðkomandi í sóttvarnahús enda hefði hann með fullnægjandi hætti sýnt fram á að hann gæti uppfyllt þá lagalegu skyldu sína að sæta sóttkví. Dómari tók þó fram að engin afstaða væri tekin til eftirlits með væntanlegri heimasóttkví viðkomandi eða skilyrðum til aðstæðna hans þar. Einnig yrði að skoða mál hvers ferðamanns fyrir sig sem dvelur í sóttvarnahúsi kjósi viðkomandi að freista þess að binda enda á dvöl sína þar. Þannig þyrfti að kanna hvort viðkomandi búi við þær aðstæður sem greinir í skilgreiningu laganna á sóttvarnahúsi eða lýsi sig andvígan til að sæta sóttkví. Í því tilfelli telur dómurinn ekki séð að hann geti krafist þess að breyting verði gerð á dvalarstað hans. Réttur til bóta ekki tekinn til skoðunar Ómar Valdimarsson lögmaður fór fram á skaða- og miskabætur handa umbjóðanda sínum. Dómurinn sagði málið hins vegar einskorðast við stjórnvaldsákvörðun og sætti sérstakri meðferð. Því kæmu þær kröfur ekki til álita. Ómar vakti athygli dómsins á því að hann hefði varið nánast öllum vökustundum sínum í málið, eða um þrjátíu tímum. Það væri hóflega áætlað auk þess sem vinnan hefði farið fram á einum helgasta tíma ársins þegar flestir væru í fríi frá hefðbundum störfum. Málkostnaðarkrafan tæki mið af því en tímagjald hans væri 29.900 krónur án virðisaukaskatts. Fór svo að héraðsdómur dæmdi ríkissjóð til að greiða honum 750 þúsund krónur fyrir vinnuna. Hvorki Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra né Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa tjáð sig um niðurstöðuna. Þórólfur sagði þó í aðdraganda úrskurðarins að ólögmæti gæti kippt fótunum undan sóttvarnaaðgerðum hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Dómsmál Stjórnarskrá Mannréttindi Tengdar fréttir Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49 Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57 „Gríðarlega veigamiklir hagsmunir“ fyrir alla sem dvelja á sóttkvíarhótelinu Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur er lokið en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi á morgun í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður samtali við Vísi. 4. apríl 2021 19:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49
Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57
„Gríðarlega veigamiklir hagsmunir“ fyrir alla sem dvelja á sóttkvíarhótelinu Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur er lokið en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi á morgun í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður samtali við Vísi. 4. apríl 2021 19:12