Minni umferð í dag en verið hefur og opið áfram á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2021 22:34 Eldgos í Geldingadölum á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Nokkuð færra fólk lagði leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag samanborið við síðustu daga. Aðeins voru um tvö til þrjú hundruð bílar á svæðinu þegar mest lét í dag. Gert er ráð fyrir að svæðið verði áfram opið á morgun en lokað var í gær vegna veðurs. „Það var einhver straumur fólks þarna en miklu minni heldur en síðustu daga, enda bauð veðrið kannski ekki upp á einhverja blíðu. Það var sjö til níu stiga frost og lengi vel 15-20 metrar og sló upp í 25 og jafnvel 29 metra í kviðum þarna um eitt leytið. Sem er meira heldur en maður myndi kæra sig um,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. „Mest var á bílastæðunum svona tvö til þrjú hundruð bílar, á bílastæðum sem taka þúsund um það bil, sem segir dálítið mikið,“ segir Gunnar. Hann segir að dagurinn hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. „Þessi óhöpp hafa verið mikið að gerast þegar það fer að skyggja og fólk er á leiðinni niður, jafnvel í myrkri, þannig að ég myndi ekki vilja fullyrða,“ sagði Gunnar þegar Vísir ræddi við hann fyrr í kvöld, en þá var fólk enn á svæðinu þótt það væru ekki ýkja margir. „Vonandi sleppur þetta bara vel.“ Hann kveðst ekki vita til þess að þurft hafi að hafa afskipti af fólki á svæðinu sem hafi átt að vera í sóttkví. Slík tilfelli hafi komið upp fyrir einhverjum dögum þegar fólki sem átti að vera í sóttkví var vísað frá svæðinu. Hann gerir ráð fyrir að svæðið verði opið áfram á morgun frá klukkan sex í fyrramálið til sex annað kvöld. „Ég geri ráð fyrir því. Það á að vera betra veður,“ segir Gunnar. Mikið hefur mætt á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og öðrum viðbragðsaðilum undanfarna daga og vikur, ekki aðeins vegna eldgossins. „Hitt stóra verkefnið okkar er náttúrlega uppi í flugstöð, með flugfarþegana og covid. Við erum að vinna, embættið, í þessum tveimur stóru verkefnum á sama tíma,“ segir Gunnar. „Á milli liggja þessi almennu daglegu verkefni,“ segir Gunnar. Birta kort sem sýnir þykktardreifingu hraunsins Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í kvöld kort á Facebook-síðu sinni sem sýnir þykktardreifingu hraunsins í Geldingadölum. Kortið sýnir þykkt hraunsins frá því á föstudaginn ásamt upplýsingum um flæði, rúmmál og flatarmál þess. „Gögnin byggja á ítarlegum myndmælingum úr drónum, en til grundvallar var nákvæmt hæðarlíkan af landinu frá því fyrir gos, auk ýmissa mælinga á vettvangi. Fleiri kort og upplýsingar munu birtast næstu daga,“ segir í færslunni sem sjá má hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Það var einhver straumur fólks þarna en miklu minni heldur en síðustu daga, enda bauð veðrið kannski ekki upp á einhverja blíðu. Það var sjö til níu stiga frost og lengi vel 15-20 metrar og sló upp í 25 og jafnvel 29 metra í kviðum þarna um eitt leytið. Sem er meira heldur en maður myndi kæra sig um,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. „Mest var á bílastæðunum svona tvö til þrjú hundruð bílar, á bílastæðum sem taka þúsund um það bil, sem segir dálítið mikið,“ segir Gunnar. Hann segir að dagurinn hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. „Þessi óhöpp hafa verið mikið að gerast þegar það fer að skyggja og fólk er á leiðinni niður, jafnvel í myrkri, þannig að ég myndi ekki vilja fullyrða,“ sagði Gunnar þegar Vísir ræddi við hann fyrr í kvöld, en þá var fólk enn á svæðinu þótt það væru ekki ýkja margir. „Vonandi sleppur þetta bara vel.“ Hann kveðst ekki vita til þess að þurft hafi að hafa afskipti af fólki á svæðinu sem hafi átt að vera í sóttkví. Slík tilfelli hafi komið upp fyrir einhverjum dögum þegar fólki sem átti að vera í sóttkví var vísað frá svæðinu. Hann gerir ráð fyrir að svæðið verði opið áfram á morgun frá klukkan sex í fyrramálið til sex annað kvöld. „Ég geri ráð fyrir því. Það á að vera betra veður,“ segir Gunnar. Mikið hefur mætt á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og öðrum viðbragðsaðilum undanfarna daga og vikur, ekki aðeins vegna eldgossins. „Hitt stóra verkefnið okkar er náttúrlega uppi í flugstöð, með flugfarþegana og covid. Við erum að vinna, embættið, í þessum tveimur stóru verkefnum á sama tíma,“ segir Gunnar. „Á milli liggja þessi almennu daglegu verkefni,“ segir Gunnar. Birta kort sem sýnir þykktardreifingu hraunsins Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í kvöld kort á Facebook-síðu sinni sem sýnir þykktardreifingu hraunsins í Geldingadölum. Kortið sýnir þykkt hraunsins frá því á föstudaginn ásamt upplýsingum um flæði, rúmmál og flatarmál þess. „Gögnin byggja á ítarlegum myndmælingum úr drónum, en til grundvallar var nákvæmt hæðarlíkan af landinu frá því fyrir gos, auk ýmissa mælinga á vettvangi. Fleiri kort og upplýsingar munu birtast næstu daga,“ segir í færslunni sem sjá má hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira