Tólf einstaklingar undir í fimm málum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2021 18:30 Fyrirtaka í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. VILHELM Þinghald stendur enn yfir í máli sóttvarnalæknis og gesta sóttkvíarhótels sem krefjast þess að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Ákvörðun var tekin um að loka þinghaldi á seinustu stundu að ósk eins lögmanna. Fyrirtaka í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Í fyrstu leit út fyrir að þinghald yrði opið og höfðu fjölmiðlamenn komið sér fyrir í salnum þegar Reimar Pétursson, einn lögmannana, fór fram á að þinghald yrði lokað og var sammælst um það. Þrjár kröfur gesta á sóttkvíarhótelinu voru teknar fyrir í dag en þeir krefjast þess vistuninni verði aflétt tafarlaust. Kröfur tveggja fjölskyldna til viðbótar bættust við í dag og verður þær til meðferðar síðar. Alls eru tólf einstaklingar undir í málunum fimm að sögn Ómars R. Valdimarssonar, lögmanns. Lögmenn gesta á hótelinu telja að ekki sé næg lagastoð fyrir því að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli hafi það önnur úrræði. Kröfugerð sóttvarnalæknis barst héraðsdómi á hádegi í dag. Þórólfur Guðnason ítrekaði mikilvægi sóttvarnaraðgerða í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Ég bara bendi á að þungamiðjan í þessu máli og fókusinn eru sóttvarnarsjónarmið en ekki endilega lögfræðihlutinn þó hann verði auðvitað að vera í lagi. Við erum að reyna að koma í veg fyrir smit hingað inn með öllum tiltækum ráðum sem við getum og koma þannig í veg fyrir að við fáum faraldur innanlands á meðan við erum að reyna að ná útbreiddari þátttöku í bólusetningu,“ sagði Þórólfur. Þá veltir hann upp ábyrgð sóttvarnalæknis. „Það voru smá umræður um þetta í gær hvort það væri ráðuneytið eða sóttvarnalæknir og niðurstaðan var þessi, að það væri sóttvarnalæknir sem þyrfti að leggja fram þessa kröfugerð. Þetta er tilgreint svona í sóttvarnarlögum og reyndar kemur þetta líka fram í reglugerðinni.“ „En jújú ég tek alveg undir það. Mér finnst alveg sérkennilegt að sóttvarnalæknir þurfi að svara fyrir reglugerð ráðuneytisins en svona er þetta nú bara og ég tek því bara eins og öðru,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Fyrirtaka í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Í fyrstu leit út fyrir að þinghald yrði opið og höfðu fjölmiðlamenn komið sér fyrir í salnum þegar Reimar Pétursson, einn lögmannana, fór fram á að þinghald yrði lokað og var sammælst um það. Þrjár kröfur gesta á sóttkvíarhótelinu voru teknar fyrir í dag en þeir krefjast þess vistuninni verði aflétt tafarlaust. Kröfur tveggja fjölskyldna til viðbótar bættust við í dag og verður þær til meðferðar síðar. Alls eru tólf einstaklingar undir í málunum fimm að sögn Ómars R. Valdimarssonar, lögmanns. Lögmenn gesta á hótelinu telja að ekki sé næg lagastoð fyrir því að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli hafi það önnur úrræði. Kröfugerð sóttvarnalæknis barst héraðsdómi á hádegi í dag. Þórólfur Guðnason ítrekaði mikilvægi sóttvarnaraðgerða í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Ég bara bendi á að þungamiðjan í þessu máli og fókusinn eru sóttvarnarsjónarmið en ekki endilega lögfræðihlutinn þó hann verði auðvitað að vera í lagi. Við erum að reyna að koma í veg fyrir smit hingað inn með öllum tiltækum ráðum sem við getum og koma þannig í veg fyrir að við fáum faraldur innanlands á meðan við erum að reyna að ná útbreiddari þátttöku í bólusetningu,“ sagði Þórólfur. Þá veltir hann upp ábyrgð sóttvarnalæknis. „Það voru smá umræður um þetta í gær hvort það væri ráðuneytið eða sóttvarnalæknir og niðurstaðan var þessi, að það væri sóttvarnalæknir sem þyrfti að leggja fram þessa kröfugerð. Þetta er tilgreint svona í sóttvarnarlögum og reyndar kemur þetta líka fram í reglugerðinni.“ „En jújú ég tek alveg undir það. Mér finnst alveg sérkennilegt að sóttvarnalæknir þurfi að svara fyrir reglugerð ráðuneytisins en svona er þetta nú bara og ég tek því bara eins og öðru,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Sjá meira
Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06
Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent