Óvænt gifting á Hvolsvelli tilkynnt í páskaeggi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. apríl 2021 20:04 Brúðhjónin, Svandís og Guðmundur Jón, sem settu upp giftingahringana í dag eftir að tilkynning um giftinguna kom fram í tuttugu og fimm páskaeggjum fjölskyldunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið húllum hæ í húsi á Hvolsvelli í morgun þegar páskaeggin voru opnuð. Ástæðan er sú að þar var miði inn í, sem tilkynnti um óvænta uppákomu, sem fór fram í skjóli nætur. „Nei, þið eruð ekkert búin að gifta ykkur, gerðuð þið það í fyrra,“ sagði Sindri Sigurjónsson þegar hann var nýbúin að opna páskaeggið sitt í morgun og lesa á miðann inn í því. Þarna var leyndarmálið upplýst, Svandís og Guðmundur í Njálsgerði 3 á Hvolsvelli eru búin að gifta sig án þess að nokkur vissi af, enda koma það börnum og ættingjum þeirra skemmtilega á óvart þegar páskaeggin voru opnuð. Miðinn, sem var inn í páskaeggjunumMagnús Hlynur Hreiðarsson Þau höfðu reynt að gifta sig ítrekað og boða til athafnar og veislu nokkrum sinnum en hafa alltaf þurft að hætta við vegna heimsfaraldursins. Þau ákváðu því 10. október í haust í skjóli nætur eins og þau segja sjálf, að drífa sig til séra Halldóru J.K. Þorvarðardóttur, prófast í Suðurprófastsdæmi í Fellsmúla í Landsveit til að láta pússa sig saman. Þau ákváðu að halda því leyndu þar til um páskana. Guðmundur fékk það hlutverk að sækja páskaegginn þegar tilkynningin var komin á miða inn í þeim. Þeim va síðan dreift til fjölskyldumeðlima.Aðsend En var það ekki erfitt? „Jú, það er búið að vera mjög erfitt, sérstaklega gagnvart börnunum okkar og öldruðum foreldrum,“ segir Svandís. Hvenær haldið þið að brúðkaupsveislan verði? „Það er stóra spurningin, hún verður kannski í haust þegar börnin okkar koma frá Svíþjóð, elsti sonur minn býr þar. En svo verðum við bæði fimmtíu ára á næsta ári, kannski höldum við almennilegt 100 ára afmæli þá og brúðkaup,“ bætir Svandís við og Guðmundur tekur undir með henni. Svala Ingibjörg, prinsessan á heimilinu hefur verið að æfa sig á píanóið því hún er alveg ákveðin að spila á brúðkaupsveislunni þegar að því kemur. Svala Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem ætlar að spila fallegt lag í brúðkaupsveislunni þegar hún verður haldin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Svandís og Guðmundur settu upp hringana í dag í tilefni af skilaboðunum í páskeggjum til fjölskyldunnar og eru nú búin að innsigla hjónabandið formlega glöð og hamingjusömu með hvort annað, fjölskylduna og lífið sjálft. Brúðhjónin 10. október 2020 með séra Halldóru J.K. Þorvarðadóttur, prófasti.Aðsend Fjallað var um giftinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. Rangárþing eystra Páskar Þjóðkirkjan Ástin og lífið Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Nei, þið eruð ekkert búin að gifta ykkur, gerðuð þið það í fyrra,“ sagði Sindri Sigurjónsson þegar hann var nýbúin að opna páskaeggið sitt í morgun og lesa á miðann inn í því. Þarna var leyndarmálið upplýst, Svandís og Guðmundur í Njálsgerði 3 á Hvolsvelli eru búin að gifta sig án þess að nokkur vissi af, enda koma það börnum og ættingjum þeirra skemmtilega á óvart þegar páskaeggin voru opnuð. Miðinn, sem var inn í páskaeggjunumMagnús Hlynur Hreiðarsson Þau höfðu reynt að gifta sig ítrekað og boða til athafnar og veislu nokkrum sinnum en hafa alltaf þurft að hætta við vegna heimsfaraldursins. Þau ákváðu því 10. október í haust í skjóli nætur eins og þau segja sjálf, að drífa sig til séra Halldóru J.K. Þorvarðardóttur, prófast í Suðurprófastsdæmi í Fellsmúla í Landsveit til að láta pússa sig saman. Þau ákváðu að halda því leyndu þar til um páskana. Guðmundur fékk það hlutverk að sækja páskaegginn þegar tilkynningin var komin á miða inn í þeim. Þeim va síðan dreift til fjölskyldumeðlima.Aðsend En var það ekki erfitt? „Jú, það er búið að vera mjög erfitt, sérstaklega gagnvart börnunum okkar og öldruðum foreldrum,“ segir Svandís. Hvenær haldið þið að brúðkaupsveislan verði? „Það er stóra spurningin, hún verður kannski í haust þegar börnin okkar koma frá Svíþjóð, elsti sonur minn býr þar. En svo verðum við bæði fimmtíu ára á næsta ári, kannski höldum við almennilegt 100 ára afmæli þá og brúðkaup,“ bætir Svandís við og Guðmundur tekur undir með henni. Svala Ingibjörg, prinsessan á heimilinu hefur verið að æfa sig á píanóið því hún er alveg ákveðin að spila á brúðkaupsveislunni þegar að því kemur. Svala Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem ætlar að spila fallegt lag í brúðkaupsveislunni þegar hún verður haldin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Svandís og Guðmundur settu upp hringana í dag í tilefni af skilaboðunum í páskeggjum til fjölskyldunnar og eru nú búin að innsigla hjónabandið formlega glöð og hamingjusömu með hvort annað, fjölskylduna og lífið sjálft. Brúðhjónin 10. október 2020 með séra Halldóru J.K. Þorvarðadóttur, prófasti.Aðsend Fjallað var um giftinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Rangárþing eystra Páskar Þjóðkirkjan Ástin og lífið Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira