Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Eiður Þór Árnason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 3. apríl 2021 23:06 Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður fer með mál konunnar. Vísir Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti reglugerðar um skyldusóttkví á sóttkvíarhóteli og hafa þrjár kærur borist dómstólum þar sem farið er fram á að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Í lögum segir að sóttvarnalæknir þurfi að bregðast við slíkum málum svo fljótt sem verða megi með því að setja fram skriflega kröfu um staðfestingu á gildi ákvörðunarinnar. Hann undirbýr nú kröfugerð sem hann mun leggja fyrir Héraðsdóms Reykjavíkur vegna kæranna. Jón Magnússon, lögmaður konunnar, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé næg lagastoð fyrir því skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli hafi það önnur úrræði. Konan fór erlendis ásamt þrettán ára dóttur sinni til að vera viðstödd jarðarför og dvelja þær nú saman í herbergi á hótelinu. Jón segir mæðgurnar hafa fulla möguleika á því að vera í sóttkví á heimili sínu og virða þar þær reglur sem gilda um sóttkví. Reglugerðin byggi á veikri lagastoð Reglugerðin sem um ræðir tók gildi á fimmtudag. Er þar kveðið á um að fólk sem komi frá eða hafi dvalið á svæði sem skilgreint er dökkrautt eða grátt samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópu, eigi að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttkvíarhúsi eftir komuna til landsins. Fram að því gátu einstaklingar verið í skimunarsóttkví í eigin húsnæði. Jón segir að samkvæmt sóttvarnalögum sé stjórnvöldum einungis heimilt að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli ef það geti ekki verið heima hjá sér. Þar vísar hann til eftirfarandi skilgreiningar á sóttvarnahúsi: „Staður þar sem einstaklingur, sem ekki á samastað á Íslandi eða getur af öðrum sökum ekki eða vill ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum, getur verið í sóttkví eða einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af farsótt eða ef staðfest er að svo sé.“ Jón telur að reglugerðin stangist á við þessa skilgreiningu og bendir á að ákvæðinu hafi verið bætt við lagafrumvarpið í meðförum Alþingis. Því sé um að ræða „sérstaka vörn fyrir þá aðila sem óska eftir því að fá að vera heima hjá sér.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í kvöld að ráðuneytið telji reglugerðina byggja á traustum lagagrunni og að ekki væri ástæða til að endurskoða hana að svo stöddu. Klárlega um nauðungarvistun að ræða Er hægt að tala um þetta sem nauðungarvistun ? „Já, í fyrsta lagi þarf fólk sem kemur til landsins að fara í sýnatöku og síðan á viðkomandi engan annan kost en að vera keyrður í rútu og vera á þessum stað. Það má ekki fara út af þessum stað svo það liggur alveg ljóst fyrir að þarna eru um nauðungarvistun að ræða,“ segir Jón. Þar breyti engu hvort fólk hafi verið upplýst um þessa tilhögun áður en það lagði af stað til landsins. Samkvæmt sóttvarnalögum er það sóttvarnalæknis eða fulltrúa landlæknis að bera lögmæti frelsissviptingar í sóttvarnaskyni undir dóm en ekki einstaklings sem er ósáttur við þá tilhögun. Jón gagnrýnir mjög seinagang embættisins og vísar til þess að sóttvarnalæknir þurfi að bregðst við slíkum málum svo fljótt sem verða megi. Þá þykir honum ámælisvert að farþegar séu ekki upplýstir um málskotsrétt sinn áður en þeir eru fluttir á sóttkvíarhótelið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00 Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48 Liðstjórinn lætur fara vel um sig á sóttkvíarhóteli með skyrbúst og enska boltann Liðstjóri U21 karlalandsliðsins í knattspyrnu er meðal þeirra sem gistir á sóttkvíarhótelinu um páskanna. Hann heldur úti stuttri dagbók um veru sína á Facebook og ætlar að njóta Enska boltans í dag. 3. apríl 2021 14:21 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti reglugerðar um skyldusóttkví á sóttkvíarhóteli og hafa þrjár kærur borist dómstólum þar sem farið er fram á að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Í lögum segir að sóttvarnalæknir þurfi að bregðast við slíkum málum svo fljótt sem verða megi með því að setja fram skriflega kröfu um staðfestingu á gildi ákvörðunarinnar. Hann undirbýr nú kröfugerð sem hann mun leggja fyrir Héraðsdóms Reykjavíkur vegna kæranna. Jón Magnússon, lögmaður konunnar, segir í samtali við fréttastofu að ekki sé næg lagastoð fyrir því skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli hafi það önnur úrræði. Konan fór erlendis ásamt þrettán ára dóttur sinni til að vera viðstödd jarðarför og dvelja þær nú saman í herbergi á hótelinu. Jón segir mæðgurnar hafa fulla möguleika á því að vera í sóttkví á heimili sínu og virða þar þær reglur sem gilda um sóttkví. Reglugerðin byggi á veikri lagastoð Reglugerðin sem um ræðir tók gildi á fimmtudag. Er þar kveðið á um að fólk sem komi frá eða hafi dvalið á svæði sem skilgreint er dökkrautt eða grátt samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópu, eigi að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttkvíarhúsi eftir komuna til landsins. Fram að því gátu einstaklingar verið í skimunarsóttkví í eigin húsnæði. Jón segir að samkvæmt sóttvarnalögum sé stjórnvöldum einungis heimilt að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli ef það geti ekki verið heima hjá sér. Þar vísar hann til eftirfarandi skilgreiningar á sóttvarnahúsi: „Staður þar sem einstaklingur, sem ekki á samastað á Íslandi eða getur af öðrum sökum ekki eða vill ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum, getur verið í sóttkví eða einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af farsótt eða ef staðfest er að svo sé.“ Jón telur að reglugerðin stangist á við þessa skilgreiningu og bendir á að ákvæðinu hafi verið bætt við lagafrumvarpið í meðförum Alþingis. Því sé um að ræða „sérstaka vörn fyrir þá aðila sem óska eftir því að fá að vera heima hjá sér.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í kvöld að ráðuneytið telji reglugerðina byggja á traustum lagagrunni og að ekki væri ástæða til að endurskoða hana að svo stöddu. Klárlega um nauðungarvistun að ræða Er hægt að tala um þetta sem nauðungarvistun ? „Já, í fyrsta lagi þarf fólk sem kemur til landsins að fara í sýnatöku og síðan á viðkomandi engan annan kost en að vera keyrður í rútu og vera á þessum stað. Það má ekki fara út af þessum stað svo það liggur alveg ljóst fyrir að þarna eru um nauðungarvistun að ræða,“ segir Jón. Þar breyti engu hvort fólk hafi verið upplýst um þessa tilhögun áður en það lagði af stað til landsins. Samkvæmt sóttvarnalögum er það sóttvarnalæknis eða fulltrúa landlæknis að bera lögmæti frelsissviptingar í sóttvarnaskyni undir dóm en ekki einstaklings sem er ósáttur við þá tilhögun. Jón gagnrýnir mjög seinagang embættisins og vísar til þess að sóttvarnalæknir þurfi að bregðst við slíkum málum svo fljótt sem verða megi. Þá þykir honum ámælisvert að farþegar séu ekki upplýstir um málskotsrétt sinn áður en þeir eru fluttir á sóttkvíarhótelið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Tengdar fréttir Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00 Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48 Liðstjórinn lætur fara vel um sig á sóttkvíarhóteli með skyrbúst og enska boltann Liðstjóri U21 karlalandsliðsins í knattspyrnu er meðal þeirra sem gistir á sóttkvíarhótelinu um páskanna. Hann heldur úti stuttri dagbók um veru sína á Facebook og ætlar að njóta Enska boltans í dag. 3. apríl 2021 14:21 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00
Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48
Liðstjórinn lætur fara vel um sig á sóttkvíarhóteli með skyrbúst og enska boltann Liðstjóri U21 karlalandsliðsins í knattspyrnu er meðal þeirra sem gistir á sóttkvíarhótelinu um páskanna. Hann heldur úti stuttri dagbók um veru sína á Facebook og ætlar að njóta Enska boltans í dag. 3. apríl 2021 14:21