Átta ár frá hvarfi Friðriks: „Búin að upplifa martröð sem er ekki hægt að lýsa“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2021 21:41 Friðrik Kristjánsson hvarf í Paragvæ í apríl 2013. Aðsend Nú eru liðin átta ár síðan Friðrik Kristjánsson hvarf sporlaust í Paragvæ og hefur ekkert spurst til hans síðan. Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks, birti í gær færslu á Facebook þar sem hún biðlaði til fólks sem vissi eitthvað um hvarf Friðriks að stíga fram og segja frá. „Til þín þarna úti, til þín sem veist – vilt þú finna kjarkinn og manngæskuna í hjarta þínu til þess að gera það sem rétt er. Lyfta þunganum sem þessari vitneskju fylgir með því að deila henni,“ skrifar Vilborg á Facebook. Vilborg segist í samtali við fréttastofu orðlaus yfir því hve margir hafi deilt færslunni undanfarinn sólarhring. Meira en þúsund hafa deilt henni á Facebook, rúmlega 600 líkað við hana og hátt í 80 skrifað athugasemd. „Við vitum að „þessi einhver“ er til. Og, að hann veit hvar Frikki var í Paragvæ fyrir átta árum og hvað gerðist. Ég bið til Guðs að hann finni kjarkinn til að stíga fram og gera það rétta,“ skrifar Vilborg. Enn í sömu sporum og í apríl 2013 „Við erum í nákvæmlega sömu stöðu og við vorum fyrir átta árum. Spurningin sem brennur á okkar vörum er: Hvar er Frikki?“ segir Vilborg. Hún segir að í gegn um árin hafi margt komið fram sem hafi hjálpað fjölskyldunni og lögreglu við rannsóknina að hvarfi Friðriks. Þær upplýsingar hafi hins vegar ekki veitt nein svör við spurningunum um það hvar Friðrik sé niður kominn eða hvað hafi komið fyrir hann fyrir átta árum síðan. To that someone who knows. Throughout today I've tried to find the words to write. It is March 31st 2021 and that...Posted by Vilborg Einars on Wednesday, March 31, 2021 „Við fórum í stóra herferð niðri í Paragvæ í lok 2013 og hún skilaði gríðarlega miklu. Við fórum aftur í aðeins öðruvísi herferð árið 2014 út um allt land með plaggöt og það skilaði líka helling af upplýsingum,“ segir Vilborg. „Þrátt fyrir allt, allt þetta, erum við í sömu sporum og í þessari viku fyrir átta árum. Og við vitum ekki svarið við einu spurningunni sem skiptir máli: Hvar er Frikki.“ „Erum búin að upplifa martröð sem er ekki hægt að lýsa“ Fregnir af hvarfi Friðriks bárust fyrst í apríl 2013. Þann 31. mars reyndi Friðrik tvisvar sinnum að hringja í fjölskyldu sína, á innan við tíu mínútum, án árangurs en eftir það náðist aldrei í hann aftur. Vilborg hefur tvisvar á ári undanfarin sjö ár birt mynd af Friðriki og fjölskyldu hans á Facebook og minnt á hvarf hans. Hún segir að í gær hafi þyrmt yfir hana að átta ár væru liðin frá hvarfinu. „Maður vill ekki trúa því hvað er liðinn langur tími og maður vill ekki trúa því að maður standi gagnvart honum, gagnvart hvarfinu sjálfu, jafn ráðalaus og í sömu sporum og í byrjun apríl 2013,“ segir Vilborg. „Ég ákvað að skrifa ákall til aðila sem við vitum að eru þarna úti sem séu með upplýsingar sem gætu hjálpað okkur fjölskyldunni að ná einhverri lokun, einhverri lendingu. Við erum búin að upplifa martröð sem er ekki hægt að lýsa,“ segir Vilborg. Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks.Aðsend Hún segist hafa átt von á einhverjum viðbrögðum við Facebook-færslunni en henni hafi ekki komið til hugar að á tæpum 24 tímum væru rúmlega 1000 manns búin að deila færslunni. „Ef þetta mál hefur kennt okkur eitthvað, bæði hér og í Paragvæ, er það að heimurinn er fullur af afskaplega góðu fólki og afskaplega hjálpsömu fólki sem þú þekkir ekki neitt en kemur með þér í lið þegar svona mannlegar hremmingar koma upp,“ segir Vilborg. „Málið er ekki búið“ Hún segir að þrátt fyrir tímann sem liðinn er sé málið ekki búið. Fjölskyldan sé sannfærð um að fyrr eða síðar fáist niðurstaða í málið. „Það sem skiptir okkur máli er að málið er ekki búið. Fyrir þessa fjölskyldu verður þetta mál ekki búið fyrr en hann finnst. Hvort sem hann verður lífs eða liðinn þá verður það ekki búið fyrr en hann finnst og við getum lokað því. Ef það er eitthvað sem þessi stóra fjölskylda hans er sammála um þá er það það,“ segir Vilborg. „Við værum ekki búin að vera í þessum slag í átta ár, og hvergi nærri hætt, ef við værum ekki sannfærð um að við fengjum niðurstöðu á einhverjum tíma. Hvort sem það gerist í ár, eftir tvö, eftir tíu. Það er ekkert annað í boði en að við fáum að vita, einhvern vegin, einhvern tíma, hvar hann er og hvað gerðist.“ Paragvæ Lögreglumál Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
„Til þín þarna úti, til þín sem veist – vilt þú finna kjarkinn og manngæskuna í hjarta þínu til þess að gera það sem rétt er. Lyfta þunganum sem þessari vitneskju fylgir með því að deila henni,“ skrifar Vilborg á Facebook. Vilborg segist í samtali við fréttastofu orðlaus yfir því hve margir hafi deilt færslunni undanfarinn sólarhring. Meira en þúsund hafa deilt henni á Facebook, rúmlega 600 líkað við hana og hátt í 80 skrifað athugasemd. „Við vitum að „þessi einhver“ er til. Og, að hann veit hvar Frikki var í Paragvæ fyrir átta árum og hvað gerðist. Ég bið til Guðs að hann finni kjarkinn til að stíga fram og gera það rétta,“ skrifar Vilborg. Enn í sömu sporum og í apríl 2013 „Við erum í nákvæmlega sömu stöðu og við vorum fyrir átta árum. Spurningin sem brennur á okkar vörum er: Hvar er Frikki?“ segir Vilborg. Hún segir að í gegn um árin hafi margt komið fram sem hafi hjálpað fjölskyldunni og lögreglu við rannsóknina að hvarfi Friðriks. Þær upplýsingar hafi hins vegar ekki veitt nein svör við spurningunum um það hvar Friðrik sé niður kominn eða hvað hafi komið fyrir hann fyrir átta árum síðan. To that someone who knows. Throughout today I've tried to find the words to write. It is March 31st 2021 and that...Posted by Vilborg Einars on Wednesday, March 31, 2021 „Við fórum í stóra herferð niðri í Paragvæ í lok 2013 og hún skilaði gríðarlega miklu. Við fórum aftur í aðeins öðruvísi herferð árið 2014 út um allt land með plaggöt og það skilaði líka helling af upplýsingum,“ segir Vilborg. „Þrátt fyrir allt, allt þetta, erum við í sömu sporum og í þessari viku fyrir átta árum. Og við vitum ekki svarið við einu spurningunni sem skiptir máli: Hvar er Frikki.“ „Erum búin að upplifa martröð sem er ekki hægt að lýsa“ Fregnir af hvarfi Friðriks bárust fyrst í apríl 2013. Þann 31. mars reyndi Friðrik tvisvar sinnum að hringja í fjölskyldu sína, á innan við tíu mínútum, án árangurs en eftir það náðist aldrei í hann aftur. Vilborg hefur tvisvar á ári undanfarin sjö ár birt mynd af Friðriki og fjölskyldu hans á Facebook og minnt á hvarf hans. Hún segir að í gær hafi þyrmt yfir hana að átta ár væru liðin frá hvarfinu. „Maður vill ekki trúa því hvað er liðinn langur tími og maður vill ekki trúa því að maður standi gagnvart honum, gagnvart hvarfinu sjálfu, jafn ráðalaus og í sömu sporum og í byrjun apríl 2013,“ segir Vilborg. „Ég ákvað að skrifa ákall til aðila sem við vitum að eru þarna úti sem séu með upplýsingar sem gætu hjálpað okkur fjölskyldunni að ná einhverri lokun, einhverri lendingu. Við erum búin að upplifa martröð sem er ekki hægt að lýsa,“ segir Vilborg. Vilborg Einarsdóttir, stjúpmóðir Friðriks.Aðsend Hún segist hafa átt von á einhverjum viðbrögðum við Facebook-færslunni en henni hafi ekki komið til hugar að á tæpum 24 tímum væru rúmlega 1000 manns búin að deila færslunni. „Ef þetta mál hefur kennt okkur eitthvað, bæði hér og í Paragvæ, er það að heimurinn er fullur af afskaplega góðu fólki og afskaplega hjálpsömu fólki sem þú þekkir ekki neitt en kemur með þér í lið þegar svona mannlegar hremmingar koma upp,“ segir Vilborg. „Málið er ekki búið“ Hún segir að þrátt fyrir tímann sem liðinn er sé málið ekki búið. Fjölskyldan sé sannfærð um að fyrr eða síðar fáist niðurstaða í málið. „Það sem skiptir okkur máli er að málið er ekki búið. Fyrir þessa fjölskyldu verður þetta mál ekki búið fyrr en hann finnst. Hvort sem hann verður lífs eða liðinn þá verður það ekki búið fyrr en hann finnst og við getum lokað því. Ef það er eitthvað sem þessi stóra fjölskylda hans er sammála um þá er það það,“ segir Vilborg. „Við værum ekki búin að vera í þessum slag í átta ár, og hvergi nærri hætt, ef við værum ekki sannfærð um að við fengjum niðurstöðu á einhverjum tíma. Hvort sem það gerist í ár, eftir tvö, eftir tíu. Það er ekkert annað í boði en að við fáum að vita, einhvern vegin, einhvern tíma, hvar hann er og hvað gerðist.“
Paragvæ Lögreglumál Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira