Erlent

Létu þriggja og fimm ára stúlkubörn falla niður fjögurra metra háan landamæravegg

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Um er að ræða tvö stúlkubörn sem sögð eru hafa sætt „mögulega lífshættulegri meðferð“ af hálfu smyglara.
Um er að ræða tvö stúlkubörn sem sögð eru hafa sætt „mögulega lífshættulegri meðferð“ af hálfu smyglara. Skjáskot/US Border Patrol

Bandaríska landamæragæslan birti í gær myndband sem sýnir hvar tvö börn eru látin detta yfir rúmlega fjögurra metra háan vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Börnin tvö eru systkini frá Ekvador og talið er að smyglarar hafi verið að verki.

Atvikið náðist á myndbandið sem má sjá hér að neðan er ef til vill ekki fyrir viðkvæma. Landamæraverðir fluttu börnin á spítala og eru þau nú í umsjá bandarískra yfirvalda sem reyna í samvinnu við lögregluyfirvöld í Mexíkó að bera kennsl á einstaklingana sem létu börnin falla yfir vegginn að því er fram kemur í frétt BBC.

Hinir grunuðu sjást hlaupa frá vettvangi aftar í myndbandinu eftir að hafa látið börnin falla niður vegginn sem er um 4,2 metra hár.

Í tilkynningu á heimasíðu bandarísku toll- og landamæragæslunnar segir að um sé að ræða tvö stúlkubörn sem hafi sætt „mögulega lífshættulegri meðferð“ af hálfu smyglara vestur af Mt. Cristo Rey á þriðjudagskvöldið.

Atvikið náðist líkt og fyrr segir á myndband og var þegar í stað brugðist við með því að sækja stúlkurnar, sem eru þriggja og fimm ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×