Suðri gefur eftir en Norðri gefur í Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2021 12:14 Hraun spýtist upp úr tveimur gígum í Geldingadölum á Reykjanesi. Suðri er að gefa eftir meðan Norðri bætir í. Vísir/Vilhelm Lítið lát virðist á hraunrennsli úr gosstöðvunum í Geldingadölum. Mesta breytingin upp á síðkastið er sú að meiri kraftmunur er á virkni úr gígunum tveimur en áður. Gígarnir hafa fengið viðurnefnin Norðri og Suðri, til aðgreiningar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. „Norðri hefur gefið aðeins í og einkennist virknin af sveiflukenndu sígosi sem viðheldur 10-15 m hárri kvikustrókanefnu. Töluvert magna af kvikustróka-slettunum frá honum fellur í og sameinast hraunstraumnum sem vellur út úr gígnum. Þetta endar kannski með að flæðið frá Norðra breytist í fallegt kvikustrókahraun? Eitthvað virðist hafa dregið úr Suðra, en samt puðrar hann áfram. Hraunkvikan stendur hátt í honum, gosopið virðist hafa þrengst og barmarnir hækkað,“ segir í færslunni. Þar kemur fram að þetta sé dæmigert fyrir aflminni virkni, eða suðu, sem drifin er áfram af einstökum blöðrusprengingum og kasta slettunum einungis upp á veggina umhverfis gígopið. Við það hækka veggirnir hraðar en annars. „Athugið, stærstu gígarnir, eru myndaðir af aflminnstu virkninni og á löngum tíma – einfaldlega vegna þess að virknin hefur ekki aflið til þess að dreifa gosefnunum og þess vegna hlaðast þau upp í kringum gígopið. Jafnframt fellur stöðugur taumur hrauns frá Suðra og stendur útflæðið töluvert hærra en í Norðra. Þannig að enn þá virðist engin samgangur vera með gígunum, a.m.k. ekki í allra efsta hluta gosrásarinnar.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51 Rauðglóandi hraunið í rökkrinu Færri komust að en vildu til að berja eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesi augum í gærkvöldi. Þeir sem þangað komu fengu að njóta náttúruaflanna og fylgjast með rauðglóandi hrauninu vella upp úr eldkeilunni sem hefur verið að myndast. 31. mars 2021 23:37 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. „Norðri hefur gefið aðeins í og einkennist virknin af sveiflukenndu sígosi sem viðheldur 10-15 m hárri kvikustrókanefnu. Töluvert magna af kvikustróka-slettunum frá honum fellur í og sameinast hraunstraumnum sem vellur út úr gígnum. Þetta endar kannski með að flæðið frá Norðra breytist í fallegt kvikustrókahraun? Eitthvað virðist hafa dregið úr Suðra, en samt puðrar hann áfram. Hraunkvikan stendur hátt í honum, gosopið virðist hafa þrengst og barmarnir hækkað,“ segir í færslunni. Þar kemur fram að þetta sé dæmigert fyrir aflminni virkni, eða suðu, sem drifin er áfram af einstökum blöðrusprengingum og kasta slettunum einungis upp á veggina umhverfis gígopið. Við það hækka veggirnir hraðar en annars. „Athugið, stærstu gígarnir, eru myndaðir af aflminnstu virkninni og á löngum tíma – einfaldlega vegna þess að virknin hefur ekki aflið til þess að dreifa gosefnunum og þess vegna hlaðast þau upp í kringum gígopið. Jafnframt fellur stöðugur taumur hrauns frá Suðra og stendur útflæðið töluvert hærra en í Norðra. Þannig að enn þá virðist engin samgangur vera með gígunum, a.m.k. ekki í allra efsta hluta gosrásarinnar.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51 Rauðglóandi hraunið í rökkrinu Færri komust að en vildu til að berja eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesi augum í gærkvöldi. Þeir sem þangað komu fengu að njóta náttúruaflanna og fylgjast með rauðglóandi hrauninu vella upp úr eldkeilunni sem hefur verið að myndast. 31. mars 2021 23:37 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51
Rauðglóandi hraunið í rökkrinu Færri komust að en vildu til að berja eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesi augum í gærkvöldi. Þeir sem þangað komu fengu að njóta náttúruaflanna og fylgjast með rauðglóandi hrauninu vella upp úr eldkeilunni sem hefur verið að myndast. 31. mars 2021 23:37