Leita að þeim sem kveiktu eld nærri Reykholti Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 20:37 Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Vísir/Egill Töluverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum á Suðurlandi í kvöld þegar tilkynning um mögulegan eld í sumarhúsi skammt frá Reykholti í Árnessýslu í kvöld. Svo virðist sem að um brennu hafi verið að ræða og er þeirra sem kveiktu hana nú leitað. Þeir gætu þurft að greiða fyrir útkall slökkviliðs og lögreglu. Tilkynning barst slökkviliði um klukkan hálf átta í kvöld. Þá hafði mikill svartur reykur sést við Tjarnarveg í sumarhúsabyggð nærri Reykholti. Dælubílar frá Reykholti og Flúðum, tankbíll frá Selfossi auk lögreglu- og sjúkrabíls frá Selfossi voru sendir á staðin, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Aðeins um tíu mínútum síðar kom í ljós að einhver hafði kveikt í brennu og voru viðbragðsaðilar því afturkallaðir. Pétur segir að svo virðist sem að reykurinn hafi gosið upp þegar olíu var helt á bálköst. Brennur eru bannaðar en leyfilegt er að brenna varðelda ef þeir eru litlir og viður hreinn. Pétur segir að mikill svartur reykur gjósi ekki upp frá slíkum varðeldum. Kannað verði hver stóð fyrir eldinum og hvers eðlis hann var. Lögregla gæti gefið út kæru ef talið sé að gengið hafi verið of langt. „Mögulega þarf viðkomandi að borga fyrir útkallið. Svona útkall getur skipt hundruðum þúsunda [króna] í kostnað fyrir sveitarfélögin. Þá er bara sjálfsagt að sá sem brýtur af sér borgi fyrir það,“ segir Pétur. Hann leggur áherslu á að þeir sem kveikja varðelda láti slökkvilið vita, ekki síst með tilliti til almannaöryggis. Það myndist alltaf hætta þegar stór og mikil tæki eins og slökkviliðsbílar fara af stað í forgangi út í umferðina. „Sem betur fer láta flestir okkur vita þannig að við förum ekki af stað með mikið viðbragð með tilheyrandi hættu,“ segir Pétur. Bláskógabyggð Slökkvilið Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Tilkynning barst slökkviliði um klukkan hálf átta í kvöld. Þá hafði mikill svartur reykur sést við Tjarnarveg í sumarhúsabyggð nærri Reykholti. Dælubílar frá Reykholti og Flúðum, tankbíll frá Selfossi auk lögreglu- og sjúkrabíls frá Selfossi voru sendir á staðin, að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Aðeins um tíu mínútum síðar kom í ljós að einhver hafði kveikt í brennu og voru viðbragðsaðilar því afturkallaðir. Pétur segir að svo virðist sem að reykurinn hafi gosið upp þegar olíu var helt á bálköst. Brennur eru bannaðar en leyfilegt er að brenna varðelda ef þeir eru litlir og viður hreinn. Pétur segir að mikill svartur reykur gjósi ekki upp frá slíkum varðeldum. Kannað verði hver stóð fyrir eldinum og hvers eðlis hann var. Lögregla gæti gefið út kæru ef talið sé að gengið hafi verið of langt. „Mögulega þarf viðkomandi að borga fyrir útkallið. Svona útkall getur skipt hundruðum þúsunda [króna] í kostnað fyrir sveitarfélögin. Þá er bara sjálfsagt að sá sem brýtur af sér borgi fyrir það,“ segir Pétur. Hann leggur áherslu á að þeir sem kveikja varðelda láti slökkvilið vita, ekki síst með tilliti til almannaöryggis. Það myndist alltaf hætta þegar stór og mikil tæki eins og slökkviliðsbílar fara af stað í forgangi út í umferðina. „Sem betur fer láta flestir okkur vita þannig að við förum ekki af stað með mikið viðbragð með tilheyrandi hættu,“ segir Pétur.
Bláskógabyggð Slökkvilið Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira