Neyðarkall Arnar Már Eyfells Davíðsson skrifar 1. apríl 2021 09:00 Áður en lengra er haldið vil ég ítreka að ég er ekki sjálfskipaður sófasérfræðingur á sviði landamæramála eða sóttvarna, ráðinn af nýgotneskum feigðarkrákum sitjandi í sínum steypta sessi fyrir ofan lyklaborðin sín að fylgjast með á ljósvakamiðlum áður en þau hella sér yfir alla og allt sem á sér stað í samfélaginu. Þvert á móti. Ég vil meira að segja meina að ég gefi mig ekki út fyrir að hafa skoðanir á hlutum sem ég hef ekkert sérstakt vit á. En að þessu sinni, þar sem geðheilsa mín og margra nánustu vina og vandamanna minna hefur hrörnað undanfarið ár, fann ég mig knúinn til þess að setjast niður, fá mér rótsterkt kaffi sem bragðast frekar eins og útþynnt mold heldur en kaffi og þannig auka dópamín flæðið mitt allhressilega, áður en ég opna á samtal við æðstu stjórnendur landsins um stöðu okkar Íslendinga í þessum heimsfaraldri. Við höfum nefnilega dansað í takt við fyrirskipanir keisarans í meira en tólf mánuði og höfum í gríð og erg sýnt þeim tilskipunum sem hafa verið bornar upp skilning og fylgt þeim í einu og öllu, enda ekkert óeðlilegt við það. Svo því sé haldið til haga er ég ekki að fara mæta í Bónus og bölva því að vera með grímu eða fara í kröfugöngu gegn bólusetningu. Ég er með almannavörnum í liði og verð það áfram. En þessa dagana eru einu alvöru áhrifavaldar landsins farnir að hljóma eins og jarðfræðingarnir þegar þeir gefa sitt mat á gosstöðvunum í Fagradal. Hringavitleysan í hringleikahúsinu virðist ekki ætla að enda. Í fyrra áttum við ekki að fara í sumarbústað yfir páskana. Nú erum við hvött, beint og óbeint, að finna okkur griðarstað í faðmi „páskaeggsins“ rétt eins og í „jólakúlunni“ í desember og læsa okkur inni með þeim sem standa okkur næst, hvort sem það er í bústað eða ekki. Skólahald er stöðvað, en samt bara rétt fyrir páska til þess að þyrla upp eins miklu ryki og mögulega hægt er, en svo verður „eðlilegt“ skólahald aftur tekið upp með einhverjum hætti beint eftir páska. Skemmtistaðir mega ekki vera opnir á meðan aðrir skemmtistaðir selja samlokur til þess að geta haldið sínum rekstri við að einhverju leyti. Einn fer í þrot, annar umbreytist í Sómasamlokusölu með Aperol Spritz til hliðar í staðinn fyrir Frissa Fríska. Veitingastöðum er skipt upp eins og menntaskólamatsali í amerískri þroskasögu. Við megum ekki mæta á æfingar með félagsliðunum okkar en megum safna saman í hóp sem samanstendur af tíu félagsliðum til þess að skoða froðufellandi fjall á Suðurnesinu frussa sínu fegursta og búa til nýja nýlendu innan Íslands daglega. Í ofanálag megum við ekki heimsækja ættingja sem liggja veikir fyrir á Landspítalanum nema í klukkustund í senn. Þrátt fyrir alla hringavitleysuna þá held ég áfram að fylgja þeim reglum sem eru settar þótt ég sé ekkert allt of kátur með þær. En þegar hertar aðgerðir voru kynntar í fjórðu bylgju gat ég ekki annað en hrópað, öskrað, bölvað og blöskrað. Heyrðist þá neyðarkallið. Við eigum öll að standa saman, vera í sama liði og vera almannavarnir. En það virðist ekki eiga við um landamærin. Því langar mig að spyrja: Hversu lengi ætlar æðsta vald landsins að hampa einni atvinnugrein umfram öllum öðrum? Hversu lengi ætlar æðsta vald landsins að horfa frekar til ferðaþorsta erlendra einstaklinga umfram andlegrar heilsu sinnar eigin þjóðar? Hversu oft þarf íslenska þjóðin að loka sig af og kyngja nýjum og hertum aðgerðum á meðan erlendir ferðamenn svala forvitnisþörf sinni og þykjast fara í sóttkví þess á milli? Hversu mörg afbrigði þurfa að hrókerast framhjá yfirvöldum í gegnum landamærin til þess að við loksins áttum okkur á því að það sé skæður heimsfaraldur í gangi? Við erum mjög greinilega ekki í þessu saman. En ekki misskilja mig, ég hef ekkert gegn endurreisn efnahagskerfisins innanlands og þrái ekkert meira en að sjá fleiri lundabúðir spretta upp í mínu nánasta nágrenni, fá frændfólk mitt af erlendum uppruna að ferðast til landsins aftur og kenna þeim að segja Eyjafjallajökull og skál. En það er staður og stund fyrir allt og einmitt núna er það mitt auma, amatör-mat að íslenska ríkið ætti með einu og öllu að loka landamærunum tímabundið. Byggja upp „hype“ hjá öllum eldgosaáhugamönnum og markaðssetja okkur sem áhugaverðasta stað í heimi - þegar - landamærin opna. Stay tuned. Like and subscribe for more news. Öll sú gleði. Við gætum samhliða því náð stjórn á faraldrinum. Er það ekki? Eða var Nýja-Sjálands dæmið bara hluti af hinni nýju öldu falsfrétta sem allir tala um? Við gætum þá einnig veitt þeim fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar sem verða verst úti (þrátt fyrir gullgrafaraæði síðastliðin ár) sambærilega styrki og við þekkjum frá því í fyrra á meðan við náum tökum á vandanum innanlands, í stað þess að skipa alla þá sem koma til landsins í stofufangelsi í fimm daga á þeirra kostnað, sem mun eflaust einungis skilja fólk eftir með meira óbragð í munninum eftir Íslandsför sína heldur en ella. En hvað veit ég. Þetta er náttúrulega bara mat áhugamanns um vellíðan og geðheilsu Íslendinga. Ég er hvorki faglærður né þykist ég vera sérfræðingur í þessum málum. Fyrir mér er þetta bara Football Fantasy. Ég þarf aldrei að takast beint á við þessi verkefni en maður veltir þessu fyrir sér. Ætli þetta sé ekki bara ákall á hjálp? Þangað til held ég áfram að ofanda yfir því að geta ekki heimsótt ömmu mína nema í klukkustund annan eða þriðja hvern dag upp á Landspítala á meðan John og Jane Doe dúlla sér í sinni ferð um Reykjanesið eftir að hafa brotið sér leið úr sinni sóttkví, án eftirlits. Höfundur er framleiðandi á sviði íslenskrar kvikmyndagerðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Sjá meira
Áður en lengra er haldið vil ég ítreka að ég er ekki sjálfskipaður sófasérfræðingur á sviði landamæramála eða sóttvarna, ráðinn af nýgotneskum feigðarkrákum sitjandi í sínum steypta sessi fyrir ofan lyklaborðin sín að fylgjast með á ljósvakamiðlum áður en þau hella sér yfir alla og allt sem á sér stað í samfélaginu. Þvert á móti. Ég vil meira að segja meina að ég gefi mig ekki út fyrir að hafa skoðanir á hlutum sem ég hef ekkert sérstakt vit á. En að þessu sinni, þar sem geðheilsa mín og margra nánustu vina og vandamanna minna hefur hrörnað undanfarið ár, fann ég mig knúinn til þess að setjast niður, fá mér rótsterkt kaffi sem bragðast frekar eins og útþynnt mold heldur en kaffi og þannig auka dópamín flæðið mitt allhressilega, áður en ég opna á samtal við æðstu stjórnendur landsins um stöðu okkar Íslendinga í þessum heimsfaraldri. Við höfum nefnilega dansað í takt við fyrirskipanir keisarans í meira en tólf mánuði og höfum í gríð og erg sýnt þeim tilskipunum sem hafa verið bornar upp skilning og fylgt þeim í einu og öllu, enda ekkert óeðlilegt við það. Svo því sé haldið til haga er ég ekki að fara mæta í Bónus og bölva því að vera með grímu eða fara í kröfugöngu gegn bólusetningu. Ég er með almannavörnum í liði og verð það áfram. En þessa dagana eru einu alvöru áhrifavaldar landsins farnir að hljóma eins og jarðfræðingarnir þegar þeir gefa sitt mat á gosstöðvunum í Fagradal. Hringavitleysan í hringleikahúsinu virðist ekki ætla að enda. Í fyrra áttum við ekki að fara í sumarbústað yfir páskana. Nú erum við hvött, beint og óbeint, að finna okkur griðarstað í faðmi „páskaeggsins“ rétt eins og í „jólakúlunni“ í desember og læsa okkur inni með þeim sem standa okkur næst, hvort sem það er í bústað eða ekki. Skólahald er stöðvað, en samt bara rétt fyrir páska til þess að þyrla upp eins miklu ryki og mögulega hægt er, en svo verður „eðlilegt“ skólahald aftur tekið upp með einhverjum hætti beint eftir páska. Skemmtistaðir mega ekki vera opnir á meðan aðrir skemmtistaðir selja samlokur til þess að geta haldið sínum rekstri við að einhverju leyti. Einn fer í þrot, annar umbreytist í Sómasamlokusölu með Aperol Spritz til hliðar í staðinn fyrir Frissa Fríska. Veitingastöðum er skipt upp eins og menntaskólamatsali í amerískri þroskasögu. Við megum ekki mæta á æfingar með félagsliðunum okkar en megum safna saman í hóp sem samanstendur af tíu félagsliðum til þess að skoða froðufellandi fjall á Suðurnesinu frussa sínu fegursta og búa til nýja nýlendu innan Íslands daglega. Í ofanálag megum við ekki heimsækja ættingja sem liggja veikir fyrir á Landspítalanum nema í klukkustund í senn. Þrátt fyrir alla hringavitleysuna þá held ég áfram að fylgja þeim reglum sem eru settar þótt ég sé ekkert allt of kátur með þær. En þegar hertar aðgerðir voru kynntar í fjórðu bylgju gat ég ekki annað en hrópað, öskrað, bölvað og blöskrað. Heyrðist þá neyðarkallið. Við eigum öll að standa saman, vera í sama liði og vera almannavarnir. En það virðist ekki eiga við um landamærin. Því langar mig að spyrja: Hversu lengi ætlar æðsta vald landsins að hampa einni atvinnugrein umfram öllum öðrum? Hversu lengi ætlar æðsta vald landsins að horfa frekar til ferðaþorsta erlendra einstaklinga umfram andlegrar heilsu sinnar eigin þjóðar? Hversu oft þarf íslenska þjóðin að loka sig af og kyngja nýjum og hertum aðgerðum á meðan erlendir ferðamenn svala forvitnisþörf sinni og þykjast fara í sóttkví þess á milli? Hversu mörg afbrigði þurfa að hrókerast framhjá yfirvöldum í gegnum landamærin til þess að við loksins áttum okkur á því að það sé skæður heimsfaraldur í gangi? Við erum mjög greinilega ekki í þessu saman. En ekki misskilja mig, ég hef ekkert gegn endurreisn efnahagskerfisins innanlands og þrái ekkert meira en að sjá fleiri lundabúðir spretta upp í mínu nánasta nágrenni, fá frændfólk mitt af erlendum uppruna að ferðast til landsins aftur og kenna þeim að segja Eyjafjallajökull og skál. En það er staður og stund fyrir allt og einmitt núna er það mitt auma, amatör-mat að íslenska ríkið ætti með einu og öllu að loka landamærunum tímabundið. Byggja upp „hype“ hjá öllum eldgosaáhugamönnum og markaðssetja okkur sem áhugaverðasta stað í heimi - þegar - landamærin opna. Stay tuned. Like and subscribe for more news. Öll sú gleði. Við gætum samhliða því náð stjórn á faraldrinum. Er það ekki? Eða var Nýja-Sjálands dæmið bara hluti af hinni nýju öldu falsfrétta sem allir tala um? Við gætum þá einnig veitt þeim fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar sem verða verst úti (þrátt fyrir gullgrafaraæði síðastliðin ár) sambærilega styrki og við þekkjum frá því í fyrra á meðan við náum tökum á vandanum innanlands, í stað þess að skipa alla þá sem koma til landsins í stofufangelsi í fimm daga á þeirra kostnað, sem mun eflaust einungis skilja fólk eftir með meira óbragð í munninum eftir Íslandsför sína heldur en ella. En hvað veit ég. Þetta er náttúrulega bara mat áhugamanns um vellíðan og geðheilsu Íslendinga. Ég er hvorki faglærður né þykist ég vera sérfræðingur í þessum málum. Fyrir mér er þetta bara Football Fantasy. Ég þarf aldrei að takast beint á við þessi verkefni en maður veltir þessu fyrir sér. Ætli þetta sé ekki bara ákall á hjálp? Þangað til held ég áfram að ofanda yfir því að geta ekki heimsótt ömmu mína nema í klukkustund annan eða þriðja hvern dag upp á Landspítala á meðan John og Jane Doe dúlla sér í sinni ferð um Reykjanesið eftir að hafa brotið sér leið úr sinni sóttkví, án eftirlits. Höfundur er framleiðandi á sviði íslenskrar kvikmyndagerðar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun