Neyðarkall Arnar Már Eyfells Davíðsson skrifar 1. apríl 2021 09:00 Áður en lengra er haldið vil ég ítreka að ég er ekki sjálfskipaður sófasérfræðingur á sviði landamæramála eða sóttvarna, ráðinn af nýgotneskum feigðarkrákum sitjandi í sínum steypta sessi fyrir ofan lyklaborðin sín að fylgjast með á ljósvakamiðlum áður en þau hella sér yfir alla og allt sem á sér stað í samfélaginu. Þvert á móti. Ég vil meira að segja meina að ég gefi mig ekki út fyrir að hafa skoðanir á hlutum sem ég hef ekkert sérstakt vit á. En að þessu sinni, þar sem geðheilsa mín og margra nánustu vina og vandamanna minna hefur hrörnað undanfarið ár, fann ég mig knúinn til þess að setjast niður, fá mér rótsterkt kaffi sem bragðast frekar eins og útþynnt mold heldur en kaffi og þannig auka dópamín flæðið mitt allhressilega, áður en ég opna á samtal við æðstu stjórnendur landsins um stöðu okkar Íslendinga í þessum heimsfaraldri. Við höfum nefnilega dansað í takt við fyrirskipanir keisarans í meira en tólf mánuði og höfum í gríð og erg sýnt þeim tilskipunum sem hafa verið bornar upp skilning og fylgt þeim í einu og öllu, enda ekkert óeðlilegt við það. Svo því sé haldið til haga er ég ekki að fara mæta í Bónus og bölva því að vera með grímu eða fara í kröfugöngu gegn bólusetningu. Ég er með almannavörnum í liði og verð það áfram. En þessa dagana eru einu alvöru áhrifavaldar landsins farnir að hljóma eins og jarðfræðingarnir þegar þeir gefa sitt mat á gosstöðvunum í Fagradal. Hringavitleysan í hringleikahúsinu virðist ekki ætla að enda. Í fyrra áttum við ekki að fara í sumarbústað yfir páskana. Nú erum við hvött, beint og óbeint, að finna okkur griðarstað í faðmi „páskaeggsins“ rétt eins og í „jólakúlunni“ í desember og læsa okkur inni með þeim sem standa okkur næst, hvort sem það er í bústað eða ekki. Skólahald er stöðvað, en samt bara rétt fyrir páska til þess að þyrla upp eins miklu ryki og mögulega hægt er, en svo verður „eðlilegt“ skólahald aftur tekið upp með einhverjum hætti beint eftir páska. Skemmtistaðir mega ekki vera opnir á meðan aðrir skemmtistaðir selja samlokur til þess að geta haldið sínum rekstri við að einhverju leyti. Einn fer í þrot, annar umbreytist í Sómasamlokusölu með Aperol Spritz til hliðar í staðinn fyrir Frissa Fríska. Veitingastöðum er skipt upp eins og menntaskólamatsali í amerískri þroskasögu. Við megum ekki mæta á æfingar með félagsliðunum okkar en megum safna saman í hóp sem samanstendur af tíu félagsliðum til þess að skoða froðufellandi fjall á Suðurnesinu frussa sínu fegursta og búa til nýja nýlendu innan Íslands daglega. Í ofanálag megum við ekki heimsækja ættingja sem liggja veikir fyrir á Landspítalanum nema í klukkustund í senn. Þrátt fyrir alla hringavitleysuna þá held ég áfram að fylgja þeim reglum sem eru settar þótt ég sé ekkert allt of kátur með þær. En þegar hertar aðgerðir voru kynntar í fjórðu bylgju gat ég ekki annað en hrópað, öskrað, bölvað og blöskrað. Heyrðist þá neyðarkallið. Við eigum öll að standa saman, vera í sama liði og vera almannavarnir. En það virðist ekki eiga við um landamærin. Því langar mig að spyrja: Hversu lengi ætlar æðsta vald landsins að hampa einni atvinnugrein umfram öllum öðrum? Hversu lengi ætlar æðsta vald landsins að horfa frekar til ferðaþorsta erlendra einstaklinga umfram andlegrar heilsu sinnar eigin þjóðar? Hversu oft þarf íslenska þjóðin að loka sig af og kyngja nýjum og hertum aðgerðum á meðan erlendir ferðamenn svala forvitnisþörf sinni og þykjast fara í sóttkví þess á milli? Hversu mörg afbrigði þurfa að hrókerast framhjá yfirvöldum í gegnum landamærin til þess að við loksins áttum okkur á því að það sé skæður heimsfaraldur í gangi? Við erum mjög greinilega ekki í þessu saman. En ekki misskilja mig, ég hef ekkert gegn endurreisn efnahagskerfisins innanlands og þrái ekkert meira en að sjá fleiri lundabúðir spretta upp í mínu nánasta nágrenni, fá frændfólk mitt af erlendum uppruna að ferðast til landsins aftur og kenna þeim að segja Eyjafjallajökull og skál. En það er staður og stund fyrir allt og einmitt núna er það mitt auma, amatör-mat að íslenska ríkið ætti með einu og öllu að loka landamærunum tímabundið. Byggja upp „hype“ hjá öllum eldgosaáhugamönnum og markaðssetja okkur sem áhugaverðasta stað í heimi - þegar - landamærin opna. Stay tuned. Like and subscribe for more news. Öll sú gleði. Við gætum samhliða því náð stjórn á faraldrinum. Er það ekki? Eða var Nýja-Sjálands dæmið bara hluti af hinni nýju öldu falsfrétta sem allir tala um? Við gætum þá einnig veitt þeim fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar sem verða verst úti (þrátt fyrir gullgrafaraæði síðastliðin ár) sambærilega styrki og við þekkjum frá því í fyrra á meðan við náum tökum á vandanum innanlands, í stað þess að skipa alla þá sem koma til landsins í stofufangelsi í fimm daga á þeirra kostnað, sem mun eflaust einungis skilja fólk eftir með meira óbragð í munninum eftir Íslandsför sína heldur en ella. En hvað veit ég. Þetta er náttúrulega bara mat áhugamanns um vellíðan og geðheilsu Íslendinga. Ég er hvorki faglærður né þykist ég vera sérfræðingur í þessum málum. Fyrir mér er þetta bara Football Fantasy. Ég þarf aldrei að takast beint á við þessi verkefni en maður veltir þessu fyrir sér. Ætli þetta sé ekki bara ákall á hjálp? Þangað til held ég áfram að ofanda yfir því að geta ekki heimsótt ömmu mína nema í klukkustund annan eða þriðja hvern dag upp á Landspítala á meðan John og Jane Doe dúlla sér í sinni ferð um Reykjanesið eftir að hafa brotið sér leið úr sinni sóttkví, án eftirlits. Höfundur er framleiðandi á sviði íslenskrar kvikmyndagerðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Áður en lengra er haldið vil ég ítreka að ég er ekki sjálfskipaður sófasérfræðingur á sviði landamæramála eða sóttvarna, ráðinn af nýgotneskum feigðarkrákum sitjandi í sínum steypta sessi fyrir ofan lyklaborðin sín að fylgjast með á ljósvakamiðlum áður en þau hella sér yfir alla og allt sem á sér stað í samfélaginu. Þvert á móti. Ég vil meira að segja meina að ég gefi mig ekki út fyrir að hafa skoðanir á hlutum sem ég hef ekkert sérstakt vit á. En að þessu sinni, þar sem geðheilsa mín og margra nánustu vina og vandamanna minna hefur hrörnað undanfarið ár, fann ég mig knúinn til þess að setjast niður, fá mér rótsterkt kaffi sem bragðast frekar eins og útþynnt mold heldur en kaffi og þannig auka dópamín flæðið mitt allhressilega, áður en ég opna á samtal við æðstu stjórnendur landsins um stöðu okkar Íslendinga í þessum heimsfaraldri. Við höfum nefnilega dansað í takt við fyrirskipanir keisarans í meira en tólf mánuði og höfum í gríð og erg sýnt þeim tilskipunum sem hafa verið bornar upp skilning og fylgt þeim í einu og öllu, enda ekkert óeðlilegt við það. Svo því sé haldið til haga er ég ekki að fara mæta í Bónus og bölva því að vera með grímu eða fara í kröfugöngu gegn bólusetningu. Ég er með almannavörnum í liði og verð það áfram. En þessa dagana eru einu alvöru áhrifavaldar landsins farnir að hljóma eins og jarðfræðingarnir þegar þeir gefa sitt mat á gosstöðvunum í Fagradal. Hringavitleysan í hringleikahúsinu virðist ekki ætla að enda. Í fyrra áttum við ekki að fara í sumarbústað yfir páskana. Nú erum við hvött, beint og óbeint, að finna okkur griðarstað í faðmi „páskaeggsins“ rétt eins og í „jólakúlunni“ í desember og læsa okkur inni með þeim sem standa okkur næst, hvort sem það er í bústað eða ekki. Skólahald er stöðvað, en samt bara rétt fyrir páska til þess að þyrla upp eins miklu ryki og mögulega hægt er, en svo verður „eðlilegt“ skólahald aftur tekið upp með einhverjum hætti beint eftir páska. Skemmtistaðir mega ekki vera opnir á meðan aðrir skemmtistaðir selja samlokur til þess að geta haldið sínum rekstri við að einhverju leyti. Einn fer í þrot, annar umbreytist í Sómasamlokusölu með Aperol Spritz til hliðar í staðinn fyrir Frissa Fríska. Veitingastöðum er skipt upp eins og menntaskólamatsali í amerískri þroskasögu. Við megum ekki mæta á æfingar með félagsliðunum okkar en megum safna saman í hóp sem samanstendur af tíu félagsliðum til þess að skoða froðufellandi fjall á Suðurnesinu frussa sínu fegursta og búa til nýja nýlendu innan Íslands daglega. Í ofanálag megum við ekki heimsækja ættingja sem liggja veikir fyrir á Landspítalanum nema í klukkustund í senn. Þrátt fyrir alla hringavitleysuna þá held ég áfram að fylgja þeim reglum sem eru settar þótt ég sé ekkert allt of kátur með þær. En þegar hertar aðgerðir voru kynntar í fjórðu bylgju gat ég ekki annað en hrópað, öskrað, bölvað og blöskrað. Heyrðist þá neyðarkallið. Við eigum öll að standa saman, vera í sama liði og vera almannavarnir. En það virðist ekki eiga við um landamærin. Því langar mig að spyrja: Hversu lengi ætlar æðsta vald landsins að hampa einni atvinnugrein umfram öllum öðrum? Hversu lengi ætlar æðsta vald landsins að horfa frekar til ferðaþorsta erlendra einstaklinga umfram andlegrar heilsu sinnar eigin þjóðar? Hversu oft þarf íslenska þjóðin að loka sig af og kyngja nýjum og hertum aðgerðum á meðan erlendir ferðamenn svala forvitnisþörf sinni og þykjast fara í sóttkví þess á milli? Hversu mörg afbrigði þurfa að hrókerast framhjá yfirvöldum í gegnum landamærin til þess að við loksins áttum okkur á því að það sé skæður heimsfaraldur í gangi? Við erum mjög greinilega ekki í þessu saman. En ekki misskilja mig, ég hef ekkert gegn endurreisn efnahagskerfisins innanlands og þrái ekkert meira en að sjá fleiri lundabúðir spretta upp í mínu nánasta nágrenni, fá frændfólk mitt af erlendum uppruna að ferðast til landsins aftur og kenna þeim að segja Eyjafjallajökull og skál. En það er staður og stund fyrir allt og einmitt núna er það mitt auma, amatör-mat að íslenska ríkið ætti með einu og öllu að loka landamærunum tímabundið. Byggja upp „hype“ hjá öllum eldgosaáhugamönnum og markaðssetja okkur sem áhugaverðasta stað í heimi - þegar - landamærin opna. Stay tuned. Like and subscribe for more news. Öll sú gleði. Við gætum samhliða því náð stjórn á faraldrinum. Er það ekki? Eða var Nýja-Sjálands dæmið bara hluti af hinni nýju öldu falsfrétta sem allir tala um? Við gætum þá einnig veitt þeim fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar sem verða verst úti (þrátt fyrir gullgrafaraæði síðastliðin ár) sambærilega styrki og við þekkjum frá því í fyrra á meðan við náum tökum á vandanum innanlands, í stað þess að skipa alla þá sem koma til landsins í stofufangelsi í fimm daga á þeirra kostnað, sem mun eflaust einungis skilja fólk eftir með meira óbragð í munninum eftir Íslandsför sína heldur en ella. En hvað veit ég. Þetta er náttúrulega bara mat áhugamanns um vellíðan og geðheilsu Íslendinga. Ég er hvorki faglærður né þykist ég vera sérfræðingur í þessum málum. Fyrir mér er þetta bara Football Fantasy. Ég þarf aldrei að takast beint á við þessi verkefni en maður veltir þessu fyrir sér. Ætli þetta sé ekki bara ákall á hjálp? Þangað til held ég áfram að ofanda yfir því að geta ekki heimsótt ömmu mína nema í klukkustund annan eða þriðja hvern dag upp á Landspítala á meðan John og Jane Doe dúlla sér í sinni ferð um Reykjanesið eftir að hafa brotið sér leið úr sinni sóttkví, án eftirlits. Höfundur er framleiðandi á sviði íslenskrar kvikmyndagerðar.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun