Einnig þurfi að horfa til hve „skelfilegur skaðvaldur“ einkabílinn sé Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2021 08:00 Notkun rafhlaupahjóla mun vafalítið færast í aukanna með hækkandi sól en margir hafa þó ekki látið smá snjó koma í veg fyrir að þeir þeytist um gangstéttir borgarinnar. Vísir/vilhelm Stór hluti þeirra sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala síðasta sumar vegna slysa á rafhlaupahjólum voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Könnun sýnir að næst algengast sé að slík farartæki séu notuð til að komast til og frá skemmtistöðum, börum og veitingastöðum. Sprenging hefur orðið í útbreiðslu rafhlaupahjóla á síðustu tveimur árum og eru sérfræðingar sammála um að það muni taka tíma fyrir samfélagið og samgönguinnviði að aðlagast nýjum fararmáta. Þetta kom fram á fundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um fjölbreytta ferðamáta og öryggi smáfarartækja sem fram fór í síðustu viku. Þar sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala, að 149 komur hafi verið skráðar á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjólum frá 1. júní til 31. ágúst í fyrra en þá var framkvæmd sérstök rannsókn á þessum flokki óhappa. Jafngildir það um 1,6 óhöppum að meðaltali á dag en ekkert var um alvarleg slys. Geti dregið úr bílslysum Í þeim 149 málum sem skráð voru á tímabilinu sögðust 40% prósent fullorðinna hafa verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar slysið átti sér stað. Hjalti áréttaði að bráðamóttakan hafi alls tekið á móti um fimm þúsund einstaklingum vegna slysa síðasta sumar og því sé fjöldi rafhlaupahjólaslysa ekki endilega hátt hlutfall. Einnig verði að taka með í reikninginn að hjólin dragi úr slysum og dauðsföllum sem fylgi bílanotkun þar sem kannanir bendi til að notkun rafhlaupahjóla fækki bílferðum. Hjalti sagði mikilvægt að setja fjölda óhappa í samhengi við fjölda ferða sem farnar væru með þessum nýja fararmáta. Miðað við að þetta séu þúsundir ef ekki tugþúsundir ferða á dag þá er slysatíðnin sennilega ekki mjög há. Það er hins vegar áhyggjuefni hversu oft börn eru að slasast og þá sérstaklega yngri börn.“ Eitt af hverjum 300 börnum Í sjúklingahópnum var fólk á aldrinum 8 til 77 ára og var meðalaldur 24 ár. Hlutfallega fleiri börn voru í þeim hópi en 45% hinna slösuðu voru undir 18 ára aldri. Hjalti setti tölur bráðamóttökunnar í samhengi við fjölda barna á aldrinum níu til tíu ára á höfuðborgarsvæðinu en 21 barn var skráð með áverka vegna rafhlaupahjóla síðasta sumar. Út frá því má gróflega áætla að eitt af hverjum 300 börnum hafi komið slasað á spítalann vegna rafhlaupahjólaslysa. Við vitum ekki hvort það er munur er á notkun þeirra og eldri unglinga en við sjáum að slysatíðnin hjá fimmtán til sextán ára er mun lægri svo hugsanlega þurfum við að beina forvörnum frekar að þessum yngri hópum sem hafa ekki hreyfiþroska í þetta.“ Hjalti tók fram að ekki hafi verið um að ræða nógu stóra rannsókn til að draga nákvæmar ályktanir og að starfsfólk bráðamóttökunnar þekki vel að allri mannlegri virkni fylgi slysatíðni. Til að mynda hafi þurft að sinna 26 ungmennum síðasta sumar í tengslum við eitt 1.500 manna fótboltamót þar sem eitt af hverjum 100 börnum hafi komið heim með beinbrot. 45% notað farartækin til að komast til og frá börum og veitingastöðum Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar lét kanna notkun rafhlaupahjóla í haust. Þar kom fram að slík farartæki væru á 12% heimila hjá aðspurðum og 17 til 18% heimila með íbúa yngri en 54 ára. 44% svarenda sögðust hafa prófað rafhlaupahjól og 76% í aldurshópnum 18 til 24 ára. 62% 18 til 24 ára sögðust hafa leigt hjól og 31% svarenda sem höfðu prófað slíkt gerðu það einu sinni í mánuði eða oftar. Þetta kom fram í máli Guðbjargar Lilju Erlendsdóttur, deildarstjóra samgangna hjá Reykjavíkurborg. 12,5% þeirra sem höfðu prófað rafhlaupahjól höfðu einu sinni lent í óhappi og var hlutfallið 24% hjá 18 til 24 ára. Þegar spurt var um tilgang ferðanna sögðust 51% notenda nýta farartækin til að komast til og frá vinnu og 44,7% til að fara til og frá skemmtistöðum, börum og veitingastöðum. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg.Vísir 43% notenda sögðust fara færri ferðir á bíl eftir að þeir fóru að nota rafhlaupahjól, 53,2% svipað margar og 3,2% fleiri ferðir. Að lokum sögðu 26% þeirra sem notuðu rafhlaupahjól að þeir hafi nýtt þau í ferðir sem þeir höfðu annars farið akandi og 50% í stað þess að ganga. Hvert hjól notað tíu sinnum á dag Guðbjörg sagði á veffundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að sprenging hafi orðið í notkun rafhlaupahjóla í borginni og hlutirnir gerst hratt. Í apríl árið 2019 var samþykkt tillaga í borgarstjórn þar sem lýst var yfir vilja til að bjóða rafhlaupahjólaleigur velkomnar. Á þessum tíma fór umfang þeirra í hinum ýmsu borgum hratt vaxandi og fyrirtæki farin að sýna því áhuga að opna slíkar leigur á Íslandi. Í júlí sama ár voru samþykktar verklagsreglur um stöðvalausar hjólaleigur í Reykjavík og í september hóf Hopp, fyrsta rafhlaupahjólaleigan hérlendis, starfsemi sína með 60 hjólum. Í dag eru leigurnar alls orðnar fimm á höfuðborgarsvæðinu og fjöldi farartækja orðin yfir þúsund talsins, að sögn Guðbjargar. Þá er ekki meðtalið mikill fjöldi rafhlaupahjóla sem eru í einkaeigu. Guðbjörg greindi frá því á fundinum að samkvæmt gögnum Hopp hafi daglega verið farnar yfir tíu ferðir á hverju hjóli síðasta sumar að jafnaði og um átta notendur notað hvert hjól. Hún sagði ýmsar áskoranir fylgja farartækjunum og margar þeirra tengist frágangi hjólanna. Mörg dæmi séu um að hjól séu skilin eftir á miðri gangstétt eða á öðrum óheppilegum stöðum þar sem þau geti skapað vandræði og hættu fyrir aðrar vegfarendur. Guðbjörg sagði að Reykjavíkurborg væri nú í samtali við leigurnar um hvernig væri hægt að mæta þessum áskorunum en til greina kemur að útbúa hjólastæði eða skilgreina sérstök skilasvæði fyrir hjólin. Verstu slysin gerast á næturnar Höskuldur Kröyer, ráðgjafi hjá sænska ráðgjafafyrirtækinu Trafkon AB, sagði í erindi sínu á fundinum að almennt væri erfitt að bera slysatíðni rafhlaupahjóla saman við önnur farartæki. Fáar rannsóknir hafi verið gerðar á notkun þeirra enn sem komið er og mikið um vanskráningu á slysum í gagnagrunnum. Danskar rannsóknir bendi þó til að slysatíðni á hvern ekinn kílómetra á rafhlaupahjólum sé svipuð og á vespum, með þeim fyrirvara að enn sé mikill skortur á gögnum um notkunina. Höskuldur Kröyer, ráðgjafi hjá sænska ráðgjafafyrirtækinu Trafkon AB.Vegagerðin Samkvæmt sömu rannsóknum eru 2 til 28% skráðra slysa vegna árekstra við ökutæki og eru 8 til 13% þeirra sem slasast aðrir óvarðir vegfarendur. Helmingur einstaklinga slasast í árekstri og hinn helmingurinn þegar þeir lenda á kyrrstæðum rafhlaupahjólum. Höskuldur sagði að þegar litið er til orsakaþátta sé mjög algengt að vegfarandinn hafi verið á of miklum hraða eða undir áhrifum áfengis og að hátt hlutfall dauðsfalla eigi sér stað að nóttu til. Hann bætti við að um væri að ræða nýjan fararmáta sem fólk myndi fá meiri reynslu á með tíð og tíma og eins eigi umferðarinnviðir eftir að aðlagast notkun þeirra. Hopp var fyrsta fyrirtækið hér á landi til að leigja út rafmagnshlaupahjól.Vísir/Vilhelm Fólk komi oft inn með heilahristing Hjalti Már Björnsson, yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítala, sagði að samkvæmt þeirra reynslu eigi algengustu slysin sér stað þegar fólk missi jafnvægið og detti, fari of hratt eða lendi á ójöfnu í götu. Hann sagði talsvert um að fólk hafi komið inn á bráðamóttökuna með beinbrot eftir slík slys en að öðru leyti væri mjög oft um að ræða heilahristing, sár eða yfirborðsáverka á höfði, andliti eða höndum. Hér þarf að hafa í huga að mikið af þessu eru andlitsáverkar sem hefðbundinn reiðhjólahjálmur myndi ekki verja fólk fyrir,“ sagði Hjalti. 80% þeirra barna sem komu inn á bráðamóttökuna síðasta sumar vegna slíkra slysa voru með hjálm en einungis 16% þeirra yfir 16 ára aldri. „Jákvæðu fréttirnar eru að þegar alvarleikinn var metinn með stöðluðu áverkakerfi þá voru eiginlega langflestir með mjög væga eða meðalvæga áverka en það var enginn með alvarlegan eða lífshættulegan áverka og það var enginn sem lést út af þessum slysum.“ Níu þurftu innlögn síðustu sumar vegna rafhlaupahjólaslysa og 13 þurftu að gangast undir læknisaðgerð vegna beinbrota. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala.Vísir/Baldur Mikilvægt að bæta innviði „Þetta er samgöngumáti sem fólk er að læra inn á og það tekur tíma fyrir samfélagið og aðra vegfarendur að læra hvernig þessi tæki hegða sér í umferðinni,“ sagði Hjalti. Þar að auki þurfi að taka mið af því „hversu mikill skelfilegur skaðvaldur“ einkabílinn sé sem valdi dauðsföllum vegna loftmengunar og slysa. „Við sjáum mjög oft skelfileg slys með alvarlegum áverkum á bráðamóttökunni og svo eru hinar duldu afleiðingar hreyfingarleysis í formi félagslegar einangrunar, offitu, sykursýki, þunglyndi, hjarta- og æðasjúkdóma sem eru gífurlegt vandamál og allt það góða starf sem fer í að byggja örflæðið vinnur gegn,“ sagði Hjalti og vísar þar til samheitis yfir lítil farartæki á borð við rafhjól og rafhlaupahjól. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við höldum áfram að bæta innviðina. Við þurfum að fræða fólk um gagnsemi hjálma og hættu af því að vera á þessum farartækjum undir áhrifum áfengis og svo ætti ef til vill að huga að námskeiðum til að fræða fólk um notkun þeirra.“ Samgöngur Heilbrigðismál Rafskútur Landspítalinn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Sprenging hefur orðið í útbreiðslu rafhlaupahjóla á síðustu tveimur árum og eru sérfræðingar sammála um að það muni taka tíma fyrir samfélagið og samgönguinnviði að aðlagast nýjum fararmáta. Þetta kom fram á fundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um fjölbreytta ferðamáta og öryggi smáfarartækja sem fram fór í síðustu viku. Þar sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala, að 149 komur hafi verið skráðar á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjólum frá 1. júní til 31. ágúst í fyrra en þá var framkvæmd sérstök rannsókn á þessum flokki óhappa. Jafngildir það um 1,6 óhöppum að meðaltali á dag en ekkert var um alvarleg slys. Geti dregið úr bílslysum Í þeim 149 málum sem skráð voru á tímabilinu sögðust 40% prósent fullorðinna hafa verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar slysið átti sér stað. Hjalti áréttaði að bráðamóttakan hafi alls tekið á móti um fimm þúsund einstaklingum vegna slysa síðasta sumar og því sé fjöldi rafhlaupahjólaslysa ekki endilega hátt hlutfall. Einnig verði að taka með í reikninginn að hjólin dragi úr slysum og dauðsföllum sem fylgi bílanotkun þar sem kannanir bendi til að notkun rafhlaupahjóla fækki bílferðum. Hjalti sagði mikilvægt að setja fjölda óhappa í samhengi við fjölda ferða sem farnar væru með þessum nýja fararmáta. Miðað við að þetta séu þúsundir ef ekki tugþúsundir ferða á dag þá er slysatíðnin sennilega ekki mjög há. Það er hins vegar áhyggjuefni hversu oft börn eru að slasast og þá sérstaklega yngri börn.“ Eitt af hverjum 300 börnum Í sjúklingahópnum var fólk á aldrinum 8 til 77 ára og var meðalaldur 24 ár. Hlutfallega fleiri börn voru í þeim hópi en 45% hinna slösuðu voru undir 18 ára aldri. Hjalti setti tölur bráðamóttökunnar í samhengi við fjölda barna á aldrinum níu til tíu ára á höfuðborgarsvæðinu en 21 barn var skráð með áverka vegna rafhlaupahjóla síðasta sumar. Út frá því má gróflega áætla að eitt af hverjum 300 börnum hafi komið slasað á spítalann vegna rafhlaupahjólaslysa. Við vitum ekki hvort það er munur er á notkun þeirra og eldri unglinga en við sjáum að slysatíðnin hjá fimmtán til sextán ára er mun lægri svo hugsanlega þurfum við að beina forvörnum frekar að þessum yngri hópum sem hafa ekki hreyfiþroska í þetta.“ Hjalti tók fram að ekki hafi verið um að ræða nógu stóra rannsókn til að draga nákvæmar ályktanir og að starfsfólk bráðamóttökunnar þekki vel að allri mannlegri virkni fylgi slysatíðni. Til að mynda hafi þurft að sinna 26 ungmennum síðasta sumar í tengslum við eitt 1.500 manna fótboltamót þar sem eitt af hverjum 100 börnum hafi komið heim með beinbrot. 45% notað farartækin til að komast til og frá börum og veitingastöðum Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar lét kanna notkun rafhlaupahjóla í haust. Þar kom fram að slík farartæki væru á 12% heimila hjá aðspurðum og 17 til 18% heimila með íbúa yngri en 54 ára. 44% svarenda sögðust hafa prófað rafhlaupahjól og 76% í aldurshópnum 18 til 24 ára. 62% 18 til 24 ára sögðust hafa leigt hjól og 31% svarenda sem höfðu prófað slíkt gerðu það einu sinni í mánuði eða oftar. Þetta kom fram í máli Guðbjargar Lilju Erlendsdóttur, deildarstjóra samgangna hjá Reykjavíkurborg. 12,5% þeirra sem höfðu prófað rafhlaupahjól höfðu einu sinni lent í óhappi og var hlutfallið 24% hjá 18 til 24 ára. Þegar spurt var um tilgang ferðanna sögðust 51% notenda nýta farartækin til að komast til og frá vinnu og 44,7% til að fara til og frá skemmtistöðum, börum og veitingastöðum. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg.Vísir 43% notenda sögðust fara færri ferðir á bíl eftir að þeir fóru að nota rafhlaupahjól, 53,2% svipað margar og 3,2% fleiri ferðir. Að lokum sögðu 26% þeirra sem notuðu rafhlaupahjól að þeir hafi nýtt þau í ferðir sem þeir höfðu annars farið akandi og 50% í stað þess að ganga. Hvert hjól notað tíu sinnum á dag Guðbjörg sagði á veffundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að sprenging hafi orðið í notkun rafhlaupahjóla í borginni og hlutirnir gerst hratt. Í apríl árið 2019 var samþykkt tillaga í borgarstjórn þar sem lýst var yfir vilja til að bjóða rafhlaupahjólaleigur velkomnar. Á þessum tíma fór umfang þeirra í hinum ýmsu borgum hratt vaxandi og fyrirtæki farin að sýna því áhuga að opna slíkar leigur á Íslandi. Í júlí sama ár voru samþykktar verklagsreglur um stöðvalausar hjólaleigur í Reykjavík og í september hóf Hopp, fyrsta rafhlaupahjólaleigan hérlendis, starfsemi sína með 60 hjólum. Í dag eru leigurnar alls orðnar fimm á höfuðborgarsvæðinu og fjöldi farartækja orðin yfir þúsund talsins, að sögn Guðbjargar. Þá er ekki meðtalið mikill fjöldi rafhlaupahjóla sem eru í einkaeigu. Guðbjörg greindi frá því á fundinum að samkvæmt gögnum Hopp hafi daglega verið farnar yfir tíu ferðir á hverju hjóli síðasta sumar að jafnaði og um átta notendur notað hvert hjól. Hún sagði ýmsar áskoranir fylgja farartækjunum og margar þeirra tengist frágangi hjólanna. Mörg dæmi séu um að hjól séu skilin eftir á miðri gangstétt eða á öðrum óheppilegum stöðum þar sem þau geti skapað vandræði og hættu fyrir aðrar vegfarendur. Guðbjörg sagði að Reykjavíkurborg væri nú í samtali við leigurnar um hvernig væri hægt að mæta þessum áskorunum en til greina kemur að útbúa hjólastæði eða skilgreina sérstök skilasvæði fyrir hjólin. Verstu slysin gerast á næturnar Höskuldur Kröyer, ráðgjafi hjá sænska ráðgjafafyrirtækinu Trafkon AB, sagði í erindi sínu á fundinum að almennt væri erfitt að bera slysatíðni rafhlaupahjóla saman við önnur farartæki. Fáar rannsóknir hafi verið gerðar á notkun þeirra enn sem komið er og mikið um vanskráningu á slysum í gagnagrunnum. Danskar rannsóknir bendi þó til að slysatíðni á hvern ekinn kílómetra á rafhlaupahjólum sé svipuð og á vespum, með þeim fyrirvara að enn sé mikill skortur á gögnum um notkunina. Höskuldur Kröyer, ráðgjafi hjá sænska ráðgjafafyrirtækinu Trafkon AB.Vegagerðin Samkvæmt sömu rannsóknum eru 2 til 28% skráðra slysa vegna árekstra við ökutæki og eru 8 til 13% þeirra sem slasast aðrir óvarðir vegfarendur. Helmingur einstaklinga slasast í árekstri og hinn helmingurinn þegar þeir lenda á kyrrstæðum rafhlaupahjólum. Höskuldur sagði að þegar litið er til orsakaþátta sé mjög algengt að vegfarandinn hafi verið á of miklum hraða eða undir áhrifum áfengis og að hátt hlutfall dauðsfalla eigi sér stað að nóttu til. Hann bætti við að um væri að ræða nýjan fararmáta sem fólk myndi fá meiri reynslu á með tíð og tíma og eins eigi umferðarinnviðir eftir að aðlagast notkun þeirra. Hopp var fyrsta fyrirtækið hér á landi til að leigja út rafmagnshlaupahjól.Vísir/Vilhelm Fólk komi oft inn með heilahristing Hjalti Már Björnsson, yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítala, sagði að samkvæmt þeirra reynslu eigi algengustu slysin sér stað þegar fólk missi jafnvægið og detti, fari of hratt eða lendi á ójöfnu í götu. Hann sagði talsvert um að fólk hafi komið inn á bráðamóttökuna með beinbrot eftir slík slys en að öðru leyti væri mjög oft um að ræða heilahristing, sár eða yfirborðsáverka á höfði, andliti eða höndum. Hér þarf að hafa í huga að mikið af þessu eru andlitsáverkar sem hefðbundinn reiðhjólahjálmur myndi ekki verja fólk fyrir,“ sagði Hjalti. 80% þeirra barna sem komu inn á bráðamóttökuna síðasta sumar vegna slíkra slysa voru með hjálm en einungis 16% þeirra yfir 16 ára aldri. „Jákvæðu fréttirnar eru að þegar alvarleikinn var metinn með stöðluðu áverkakerfi þá voru eiginlega langflestir með mjög væga eða meðalvæga áverka en það var enginn með alvarlegan eða lífshættulegan áverka og það var enginn sem lést út af þessum slysum.“ Níu þurftu innlögn síðustu sumar vegna rafhlaupahjólaslysa og 13 þurftu að gangast undir læknisaðgerð vegna beinbrota. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala.Vísir/Baldur Mikilvægt að bæta innviði „Þetta er samgöngumáti sem fólk er að læra inn á og það tekur tíma fyrir samfélagið og aðra vegfarendur að læra hvernig þessi tæki hegða sér í umferðinni,“ sagði Hjalti. Þar að auki þurfi að taka mið af því „hversu mikill skelfilegur skaðvaldur“ einkabílinn sé sem valdi dauðsföllum vegna loftmengunar og slysa. „Við sjáum mjög oft skelfileg slys með alvarlegum áverkum á bráðamóttökunni og svo eru hinar duldu afleiðingar hreyfingarleysis í formi félagslegar einangrunar, offitu, sykursýki, þunglyndi, hjarta- og æðasjúkdóma sem eru gífurlegt vandamál og allt það góða starf sem fer í að byggja örflæðið vinnur gegn,“ sagði Hjalti og vísar þar til samheitis yfir lítil farartæki á borð við rafhjól og rafhlaupahjól. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við höldum áfram að bæta innviðina. Við þurfum að fræða fólk um gagnsemi hjálma og hættu af því að vera á þessum farartækjum undir áhrifum áfengis og svo ætti ef til vill að huga að námskeiðum til að fræða fólk um notkun þeirra.“
Samgöngur Heilbrigðismál Rafskútur Landspítalinn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira