Fengu frábæran leikmann en misstu allan takt: „Skil ekki hvað Borche var að pæla“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 16:30 Zvonko Buljan tekur frákasti á undan Collin Anthony Pryor í sigurleik á móti Hetti. Buljan var með 16 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar í þeim leik. Einu leikirnir sem ÍR hefur unnið með Buljan innanborðs er þegar hann hefur gefið fleiri en fjórar stoðsendingar á félaga sína. Vísir/Vilhelm Domino´s Körfuboltakvöldi ræddi tímabilið til þessa hjá ÍR og Val sem eru lið sem eru á leið í þveröfuga átt. Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex neðstu sæti deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í sjöunda og áttunda sæti. Liðin í sjöunda og áttunda sæti Domino´s deildarinnar eru Reykjavíkurliðin ÍR og Valur sem eru leiðinni í sitthvora áttina. Valsmenn eru að komast á flug á meðan ÍR-ingar hafa misst flugið að undanförnu. „Liðið sem er í síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni hefur ekki verið í takt upp á síðkastið. Það eru ÍR-ingar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, í upphafi umræðunnar um ÍR-inga sem eru í áttunda sæti eftir sextán fyrstu umferðirnar. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á ÍR og Val eftir sextán umferðir Umræðan var um Zvonko Buljan sem kom inn í ÍR-liðið á miðju tímabili. „Ég er ekkert svakalega hrifinn af honum inn í þetta ÍR-lið af því mér finnst hann taka alltof mikið til sín. Þarna eru leikmenn innan ÍR-liðsins eins og Everage, Singletary, Sigvaldi, Pryor og Danero. Þetta eru leikmenn sem þurfa að fá að spila sinn leik. Það er búið að taka svolítið taktinn úr ÍR-liðinu með komu Buljan því hann tekur svakalega mikið. Hann er ekki bara að gera eitthvað undir körfunni því hann er að negla þristum og er að hluti sem mér finnst maður í hans stöðu eigi ekki að vera að gera,“ sagði Hermann Hauksson. „ÍR hefur misst taktinn eftir að hann kom og mér finnst þeir ekki eins sannfærandi,“ sagði Hermann og tölfræðin sýnir þetta því ÍR hefur tapað sex af átta leikjum sínum síðan að Zvonko Buljan kom í Breiðholtið. „Ég er búinn að koma inn á þetta áður því ég skil bara ekki hvað Borche (Ilievski, þjálfari ÍR) var að pæla. Hann var með nóg af mönnum til að skora enda var liðið að skora 90 og eitthvað stig í leik. Þeir eru ennþá að því að það er ekki eins og hann sé að bæta við tuttugu stigum í leik. Þeir eru að skora jafnmikið og það eru einhverjir aðrir að skora minna,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Vörnin veikist því mér fannst þeir betri varnarlega með Colin Pryor í fimmunni. Þá var erfiðara að spila á móti þeim. Ég hef ekkert á móti þessum leikmanni enda frábær leikmaður sem getur skorað og á alveg sendingar. Hann er ekki meðalmaður í vörn en frábær sóknarmaður,“ sagði Benedikt. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllunina um ÍR og Vals og frammistöðu þeirra til þessa á tímabilinu. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld ÍR Valur Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex neðstu sæti deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í sjöunda og áttunda sæti. Liðin í sjöunda og áttunda sæti Domino´s deildarinnar eru Reykjavíkurliðin ÍR og Valur sem eru leiðinni í sitthvora áttina. Valsmenn eru að komast á flug á meðan ÍR-ingar hafa misst flugið að undanförnu. „Liðið sem er í síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni hefur ekki verið í takt upp á síðkastið. Það eru ÍR-ingar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, í upphafi umræðunnar um ÍR-inga sem eru í áttunda sæti eftir sextán fyrstu umferðirnar. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á ÍR og Val eftir sextán umferðir Umræðan var um Zvonko Buljan sem kom inn í ÍR-liðið á miðju tímabili. „Ég er ekkert svakalega hrifinn af honum inn í þetta ÍR-lið af því mér finnst hann taka alltof mikið til sín. Þarna eru leikmenn innan ÍR-liðsins eins og Everage, Singletary, Sigvaldi, Pryor og Danero. Þetta eru leikmenn sem þurfa að fá að spila sinn leik. Það er búið að taka svolítið taktinn úr ÍR-liðinu með komu Buljan því hann tekur svakalega mikið. Hann er ekki bara að gera eitthvað undir körfunni því hann er að negla þristum og er að hluti sem mér finnst maður í hans stöðu eigi ekki að vera að gera,“ sagði Hermann Hauksson. „ÍR hefur misst taktinn eftir að hann kom og mér finnst þeir ekki eins sannfærandi,“ sagði Hermann og tölfræðin sýnir þetta því ÍR hefur tapað sex af átta leikjum sínum síðan að Zvonko Buljan kom í Breiðholtið. „Ég er búinn að koma inn á þetta áður því ég skil bara ekki hvað Borche (Ilievski, þjálfari ÍR) var að pæla. Hann var með nóg af mönnum til að skora enda var liðið að skora 90 og eitthvað stig í leik. Þeir eru ennþá að því að það er ekki eins og hann sé að bæta við tuttugu stigum í leik. Þeir eru að skora jafnmikið og það eru einhverjir aðrir að skora minna,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Vörnin veikist því mér fannst þeir betri varnarlega með Colin Pryor í fimmunni. Þá var erfiðara að spila á móti þeim. Ég hef ekkert á móti þessum leikmanni enda frábær leikmaður sem getur skorað og á alveg sendingar. Hann er ekki meðalmaður í vörn en frábær sóknarmaður,“ sagði Benedikt. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllunina um ÍR og Vals og frammistöðu þeirra til þessa á tímabilinu.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld ÍR Valur Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum