Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2021 17:48 Landamæraverðir hafa tól til að sannreyna að ferðamenn komi ekki frá rauðum svæðum í gegnum græn. Vísir/Vilhelm Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. Í dag tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum muni taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi, samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. Dvölin í farsóttarhúsunum verður gjaldfrjáls fyrstu dagana en svo munu þau sem þar dvelja þurfa að greiða 10.000 krónur fyrir nóttina í hverju herbergi. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og segir allar hendur á lofti hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum, þar sem greint var frá reglugerðinni eftir hádegi í dag. Undirbúa þurfi starfsemina fyrir framkvæmd reglnanna. Hann segir viðbúið að reglurnar muni tefja flæði fólks í gegnum flugvöllinn. „Þetta mun að einhverju leyti gera það, þar sem raunverulega er verið að boða alla sem koma til landsins í sýnatöku. Núna áður, fyrir þessar breytingar voru ákveðnir aðilar undanþegnir sýnatökunni. Það auðvitað flýtti fyrir, en nú fara allir í sýnatöku,“ segir Arngrímur. Fylgjast með hvort fólk skili sér í hús Þeir farþegar sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum, samkvæmt skilgreiningu Evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar, munu þurfa að dvelja í farsóttarhúsum við komuna til landsins. Svæðum er skipt upp eftir nýgengi kórónuveirusmita síðustu 14 daga. Í þeim eldrauðu er smittíðnin hæst, en minnst í þeim sem skilgreind eru sem græn. „Í þeim tilfellum þar sem vélar koma eingöngu þaðan, þá er ferlið einfalt. Fólk fer bara í gegn, í sýnatöku sem leið liggur, og síðan væntanlega í rútum í sóttvarnahótel,“ segir Arngrímur. Þó hafi ekki endanlega verið útfært hvort fólki verði gert að fara í sóttvarnahús með rútu eða hvort það geti farið þangað með öðrum leiðum. Þó verði eftirlit með því hvort fólk skili sér þangað, þar sem allir farþegar séu skráðir. Arngrímur segir þá að ef fólk einfaldlega neiti að dvelja í sóttvarnahúsi sé það í höndum sóttvarnalæknis hvort vista beri viðkomandi í sóttvarnahúsi. Kanna hvort komið sé frá rauðum svæðum Þegar farþegar koma frá öðrum svæðum en rauðum er sérstaklega kannað hvort þeir hafi ferðast í gegnum umrædd svæði, frá þeim rauðu. „Við skoðum sérstaklega þegar vélar koma frá þessum grænni svæðum. Þá förum við yfir farþegalista og könnum hvort viðkomandi hafi einhversstaðar farið yfir landamæri síðustu fjórtán daga frá rauðum svæðum. Það er talsverð vinna í kringum þetta en við þekkjum þetta aðeins frá síðasta sumri, þegar við vorum með þessa litakóðun á löndunum. Þá var eitt af verkefnum okkar að fylgjast með því hvort farþegar væru að stytta sér leið,“ segir Arngrímur. Farþegar skrái sig á brottfararstað, auk þess sem hægt sé að afla upplýsinga hjá farþegum um ferðir þeirra fyrir komuna til Íslands. „Við getum séð ýmislegt hjá þeim. Ef menn eru með GSM-símann með sér og sýna okkur myndir sem teknar voru síðustu daga, þá sjáum við hvar þær voru teknar. Það eru ýmis ráð til, en fyrst og fremst erum við að sækja upplýsingar úr þeim gagnagrunnum sem við höfum og farþegar eru búnir að skrá sig í,“ segir Arngrímur. Hann segist reikna með því að fleiri hendur þurfi á dekk til þess að halda utan um starfsemina á flugvellinum, sem og að manna þurfi sóttvarnahúsin. Ekki liggi fyrir hversu margir muni leggja leið sína til landsins um páskana, þó búast megi við talsverðri umferð. „Farþegatölur breytast mjög fljótt og farþegar í dag eru að kaupa ferðir frekar seint. Degi fyrir flug erum við kannski með nokkuð örugga tölu fyrir næsta dag,“ segir Arngrímur. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Í dag tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum muni taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi, samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. Dvölin í farsóttarhúsunum verður gjaldfrjáls fyrstu dagana en svo munu þau sem þar dvelja þurfa að greiða 10.000 krónur fyrir nóttina í hverju herbergi. Arngrímur Guðmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og segir allar hendur á lofti hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum, þar sem greint var frá reglugerðinni eftir hádegi í dag. Undirbúa þurfi starfsemina fyrir framkvæmd reglnanna. Hann segir viðbúið að reglurnar muni tefja flæði fólks í gegnum flugvöllinn. „Þetta mun að einhverju leyti gera það, þar sem raunverulega er verið að boða alla sem koma til landsins í sýnatöku. Núna áður, fyrir þessar breytingar voru ákveðnir aðilar undanþegnir sýnatökunni. Það auðvitað flýtti fyrir, en nú fara allir í sýnatöku,“ segir Arngrímur. Fylgjast með hvort fólk skili sér í hús Þeir farþegar sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum, samkvæmt skilgreiningu Evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar, munu þurfa að dvelja í farsóttarhúsum við komuna til landsins. Svæðum er skipt upp eftir nýgengi kórónuveirusmita síðustu 14 daga. Í þeim eldrauðu er smittíðnin hæst, en minnst í þeim sem skilgreind eru sem græn. „Í þeim tilfellum þar sem vélar koma eingöngu þaðan, þá er ferlið einfalt. Fólk fer bara í gegn, í sýnatöku sem leið liggur, og síðan væntanlega í rútum í sóttvarnahótel,“ segir Arngrímur. Þó hafi ekki endanlega verið útfært hvort fólki verði gert að fara í sóttvarnahús með rútu eða hvort það geti farið þangað með öðrum leiðum. Þó verði eftirlit með því hvort fólk skili sér þangað, þar sem allir farþegar séu skráðir. Arngrímur segir þá að ef fólk einfaldlega neiti að dvelja í sóttvarnahúsi sé það í höndum sóttvarnalæknis hvort vista beri viðkomandi í sóttvarnahúsi. Kanna hvort komið sé frá rauðum svæðum Þegar farþegar koma frá öðrum svæðum en rauðum er sérstaklega kannað hvort þeir hafi ferðast í gegnum umrædd svæði, frá þeim rauðu. „Við skoðum sérstaklega þegar vélar koma frá þessum grænni svæðum. Þá förum við yfir farþegalista og könnum hvort viðkomandi hafi einhversstaðar farið yfir landamæri síðustu fjórtán daga frá rauðum svæðum. Það er talsverð vinna í kringum þetta en við þekkjum þetta aðeins frá síðasta sumri, þegar við vorum með þessa litakóðun á löndunum. Þá var eitt af verkefnum okkar að fylgjast með því hvort farþegar væru að stytta sér leið,“ segir Arngrímur. Farþegar skrái sig á brottfararstað, auk þess sem hægt sé að afla upplýsinga hjá farþegum um ferðir þeirra fyrir komuna til Íslands. „Við getum séð ýmislegt hjá þeim. Ef menn eru með GSM-símann með sér og sýna okkur myndir sem teknar voru síðustu daga, þá sjáum við hvar þær voru teknar. Það eru ýmis ráð til, en fyrst og fremst erum við að sækja upplýsingar úr þeim gagnagrunnum sem við höfum og farþegar eru búnir að skrá sig í,“ segir Arngrímur. Hann segist reikna með því að fleiri hendur þurfi á dekk til þess að halda utan um starfsemina á flugvellinum, sem og að manna þurfi sóttvarnahúsin. Ekki liggi fyrir hversu margir muni leggja leið sína til landsins um páskana, þó búast megi við talsverðri umferð. „Farþegatölur breytast mjög fljótt og farþegar í dag eru að kaupa ferðir frekar seint. Degi fyrir flug erum við kannski með nokkuð örugga tölu fyrir næsta dag,“ segir Arngrímur.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59
Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30