Það þarf að skima alla sem koma til landsins, líka þá sem eru bólusettir Ingileif Jónsdóttir skrifar 30. mars 2021 17:22 Bólusetningar vernda gegn sýkingu af völdum SARS-COVID-19 veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómi og vernd þeirra er almennt betri gegn alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsinnlögn og dauða. Tveir skammtar af bóluefnum Pfizer og Moderna vernda 94-95% gegn COVID-19 sjúkdómi og bóluefni AstraZeneca veitir 79-80% vernd. Einn skammtur af bóluefni AstraZeneca veitir góða vernd þar til seinni skammtur er gefinn eftir 12 vikur, allt að 80% hjá 80 ára og eldri. Einn skammtur af bóluefni Janssen veitir yfir 63% vernd gegn sjúkdómi í öllum aldurshópum. Bóluefnin vernda 86-100% gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi eða sjúkrahúsinnlögn. Líklegt er að bólusettir verði minna veikir, ef þeir sýkjast á annað borð. Litlar upplýsingar um vernd bóluefnanna gegn einkennalausu COVID-19 Tveir skammtar af bóluefni AstraZeneca veittu aðeins 22,4% vernd gegn einkennalausu COVID-19 í Bretlandi. Einn skammtur veitti enga vernd gegn einkennalausri COVID-19 sýkingu í rannsókn á 18494 þátttakendum í fjórum rannsóknum, þótt verndin væri 76,0% gegn COVID-19 sjúkdómi. Rannsókn á Janssen COVID-19 bóluefninu sýndi 74.2% vernd gegn einkennalausu COVID-19. Það var sýnt með mælingu mótefna gegn kjarnapróteini veirunnar, sem er ekki í bóluefninu, en þau mældust hjá 0.7% bólusettra án COVID-19 einkenna, en hjá 2.8% þeirra sem fengu lyfleysu. Þar sem veiruskimun var ekki gerð var ekki hægt að álykta um hvort þeir bólusettu bæru minna af veiru og smituðu síður en óbólusettir gera. Lítið vitað um vernd bóluefnanna gegn sýkingu, því að bera veiruna og geta smitað aðra Vernd bóluefna gegn sýkingu, að bera veiruna í öndunarvegi og geta því smitað aðra, var ekki könnuð í fasa 3 rannsóknum á bóluefnunum, nema AstraZeneca í Bretlandi. Þar voru 8948 þátttakendur skimaðir vikulega og vernd gegn veirusýkingu (jákvætt PCR próf) var 67% eftir einn skammt en 49.5% eftir tvo skammta. Niðurstöðurnar benda til að bóluefnið geti dregið úr dreifingu veirunnar með því að fækka smituðum. Rannsóknin var gerð áður en breska afbrigði SARS-CoV-2 veirunnar kom fram í desember, en það er minnst 53% meira smitandi en upprunalega veiran. Bólusetning rúmlega hálfrar milljónar Ísraelsmanna með Pfizer bóluefninu samanborið við jafnmarga óbólusetta sýndi að einn skammtur verndaði 46% gegn staðfestri SARS-CoV-2 sýkingu og tveir skammtar veittu 92% vernd gegn staðfestri COVID-sýkingu, en 43% smitaðra voru einkennalausir. Af smitum sem greindust í rannsókninni voru 80% með breska afbrigði veirunnar. Rannsókn frá Ísrael (ekki ritrýnd) sýndi að 1142 einstaklingar, bólusettir með Pfizer bóluefninu, sem smituðust, höfðu fjórum sinnum minna veirumagn en smitaðir, óbólusettir í samanburðarhópi, en enginn munur var á veirumagni 1-11 dögum eftir bólusetningu. Minna veirumagn gæti dregið úr smiti. Faraldsfræðingar í smitsjúkdómum hafa þróað stærðfræðilíkan til að spá fyrir um vernd bólusetninga gegn SARS-CoV-2 smiti. Þeir prófuðu líkanið á gögnum um þátttakendur í fasa 3 rannsókn á bóluefni Moderna, sem voru skimaðir fyrir veirunni áður þeir fengu seinni bóluefnisskammtinn. Niðurstöður þeirra benda til þess að einn skammtur af Moderna bóluefninu fækki smitum um 61% eða meira. Þó er minnt á að rannsókn Moderna var gerð áður en breska, brasilíska og suður-afríska afbrigði veirunnar litu dagsins ljós, en núverandi bóluefni virðast haft skerta vernd gegn sumum þeirra. Samantekið benda þessar rannsóknir til þess að bólusetning með bóluefnum AstraZeneca, Pfizer og Moderna dragi úr sýkingu af völdum SARS-CoV-2 veirunnar, alla vega upprunalega stofnsins, þótt verndin sé mun minni heldur en gegn COVID-19. Upplýsingar vantar um áhrif bólusetninga með tiltækum bóluefnum á sýkingu af völdum meira smitandi afbrigða veirunnar, og eins og því breska, nema fyrir Pfizer bóluefnið. Einnig vantar upplýsingar um vernd gegn smiti af völdum afbrigða, sem eru minna næm fyrir ónæmssvari, sem tiltæk bóluefni vekja, eins og gegn suður-afríska afbrigðinu. Bólusetning dregur úr dreifingu SARS-CoV-2 veirunnar í samfélaginu og smiti milli einstaklinga, þegar 60-80% íbúa hafa verið bólusettir, en áhrifin eru háð afbrigðum veirunnar. Meðan við höfum ekki náð hjarðónæmi með bólusetningu 60-80% þjóðarinnar þurfum við skima alla á landamærunum, líka þá sem eru bólusettir, þar sem við höfum takmarkaðar upplýsingar um hvort og hve mikið bólusetningar vernda gegn því að bera veiruna og smita aðra. Bólusetningavottorð tryggir engan veginn að fólk beri ekki veiruna og geti ekki smitað. Við þurfum að hindra að ný smit berist inn í landið, ekki síst meira smitandi veiruafbrigði, sem sýkja yngra fólk, og afbrigði sem núverandi bóluefni vernda verr gegn. Gleymum því ekki að öll börn undir 18 ára aldri verða væntanlega enn óbólusett og óvarin út árið, en við sjáum nú hve auðveldlega breska afbrigðið sýkir þennan aldurshóp. Við þurfum að raðgreina öll smit á landamærum til að kortleggja þá ógn sem okkur stafar af nýjum afbrigðum SARS-CoV-2 veirunnar, ef henni yrði hleypt óhindrað inn í landið. Höfundur er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Bólusetningar vernda gegn sýkingu af völdum SARS-COVID-19 veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómi og vernd þeirra er almennt betri gegn alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsinnlögn og dauða. Tveir skammtar af bóluefnum Pfizer og Moderna vernda 94-95% gegn COVID-19 sjúkdómi og bóluefni AstraZeneca veitir 79-80% vernd. Einn skammtur af bóluefni AstraZeneca veitir góða vernd þar til seinni skammtur er gefinn eftir 12 vikur, allt að 80% hjá 80 ára og eldri. Einn skammtur af bóluefni Janssen veitir yfir 63% vernd gegn sjúkdómi í öllum aldurshópum. Bóluefnin vernda 86-100% gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi eða sjúkrahúsinnlögn. Líklegt er að bólusettir verði minna veikir, ef þeir sýkjast á annað borð. Litlar upplýsingar um vernd bóluefnanna gegn einkennalausu COVID-19 Tveir skammtar af bóluefni AstraZeneca veittu aðeins 22,4% vernd gegn einkennalausu COVID-19 í Bretlandi. Einn skammtur veitti enga vernd gegn einkennalausri COVID-19 sýkingu í rannsókn á 18494 þátttakendum í fjórum rannsóknum, þótt verndin væri 76,0% gegn COVID-19 sjúkdómi. Rannsókn á Janssen COVID-19 bóluefninu sýndi 74.2% vernd gegn einkennalausu COVID-19. Það var sýnt með mælingu mótefna gegn kjarnapróteini veirunnar, sem er ekki í bóluefninu, en þau mældust hjá 0.7% bólusettra án COVID-19 einkenna, en hjá 2.8% þeirra sem fengu lyfleysu. Þar sem veiruskimun var ekki gerð var ekki hægt að álykta um hvort þeir bólusettu bæru minna af veiru og smituðu síður en óbólusettir gera. Lítið vitað um vernd bóluefnanna gegn sýkingu, því að bera veiruna og geta smitað aðra Vernd bóluefna gegn sýkingu, að bera veiruna í öndunarvegi og geta því smitað aðra, var ekki könnuð í fasa 3 rannsóknum á bóluefnunum, nema AstraZeneca í Bretlandi. Þar voru 8948 þátttakendur skimaðir vikulega og vernd gegn veirusýkingu (jákvætt PCR próf) var 67% eftir einn skammt en 49.5% eftir tvo skammta. Niðurstöðurnar benda til að bóluefnið geti dregið úr dreifingu veirunnar með því að fækka smituðum. Rannsóknin var gerð áður en breska afbrigði SARS-CoV-2 veirunnar kom fram í desember, en það er minnst 53% meira smitandi en upprunalega veiran. Bólusetning rúmlega hálfrar milljónar Ísraelsmanna með Pfizer bóluefninu samanborið við jafnmarga óbólusetta sýndi að einn skammtur verndaði 46% gegn staðfestri SARS-CoV-2 sýkingu og tveir skammtar veittu 92% vernd gegn staðfestri COVID-sýkingu, en 43% smitaðra voru einkennalausir. Af smitum sem greindust í rannsókninni voru 80% með breska afbrigði veirunnar. Rannsókn frá Ísrael (ekki ritrýnd) sýndi að 1142 einstaklingar, bólusettir með Pfizer bóluefninu, sem smituðust, höfðu fjórum sinnum minna veirumagn en smitaðir, óbólusettir í samanburðarhópi, en enginn munur var á veirumagni 1-11 dögum eftir bólusetningu. Minna veirumagn gæti dregið úr smiti. Faraldsfræðingar í smitsjúkdómum hafa þróað stærðfræðilíkan til að spá fyrir um vernd bólusetninga gegn SARS-CoV-2 smiti. Þeir prófuðu líkanið á gögnum um þátttakendur í fasa 3 rannsókn á bóluefni Moderna, sem voru skimaðir fyrir veirunni áður þeir fengu seinni bóluefnisskammtinn. Niðurstöður þeirra benda til þess að einn skammtur af Moderna bóluefninu fækki smitum um 61% eða meira. Þó er minnt á að rannsókn Moderna var gerð áður en breska, brasilíska og suður-afríska afbrigði veirunnar litu dagsins ljós, en núverandi bóluefni virðast haft skerta vernd gegn sumum þeirra. Samantekið benda þessar rannsóknir til þess að bólusetning með bóluefnum AstraZeneca, Pfizer og Moderna dragi úr sýkingu af völdum SARS-CoV-2 veirunnar, alla vega upprunalega stofnsins, þótt verndin sé mun minni heldur en gegn COVID-19. Upplýsingar vantar um áhrif bólusetninga með tiltækum bóluefnum á sýkingu af völdum meira smitandi afbrigða veirunnar, og eins og því breska, nema fyrir Pfizer bóluefnið. Einnig vantar upplýsingar um vernd gegn smiti af völdum afbrigða, sem eru minna næm fyrir ónæmssvari, sem tiltæk bóluefni vekja, eins og gegn suður-afríska afbrigðinu. Bólusetning dregur úr dreifingu SARS-CoV-2 veirunnar í samfélaginu og smiti milli einstaklinga, þegar 60-80% íbúa hafa verið bólusettir, en áhrifin eru háð afbrigðum veirunnar. Meðan við höfum ekki náð hjarðónæmi með bólusetningu 60-80% þjóðarinnar þurfum við skima alla á landamærunum, líka þá sem eru bólusettir, þar sem við höfum takmarkaðar upplýsingar um hvort og hve mikið bólusetningar vernda gegn því að bera veiruna og smita aðra. Bólusetningavottorð tryggir engan veginn að fólk beri ekki veiruna og geti ekki smitað. Við þurfum að hindra að ný smit berist inn í landið, ekki síst meira smitandi veiruafbrigði, sem sýkja yngra fólk, og afbrigði sem núverandi bóluefni vernda verr gegn. Gleymum því ekki að öll börn undir 18 ára aldri verða væntanlega enn óbólusett og óvarin út árið, en við sjáum nú hve auðveldlega breska afbrigðið sýkir þennan aldurshóp. Við þurfum að raðgreina öll smit á landamærum til að kortleggja þá ógn sem okkur stafar af nýjum afbrigðum SARS-CoV-2 veirunnar, ef henni yrði hleypt óhindrað inn í landið. Höfundur er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun